Innlent

Skjálfti fannst vel á höfuð­borgar­svæðinu

Kolbeinn Tumi Daðason og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan korter í sex í dag. Hann mældist 3,3 að stærð. 

Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir jarðskjálftann hafa orðið þrjá kílómetra norðvestan við Kleifarvatn klukkan 17:43. Samkvæmt uppfærðum tölum mældist hann 3,3 að stærð. 

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftinn hafi verið á um fimm kílómetra dýpi. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið að sögn Sigríðar. Hún segir að sennilega sé um svokallaðan gikkskjálfta að ræða, sem varð vegna spennubreytinga á svæðinu. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×