„Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2024 14:36 Dagur ræddi samninga borgarinnar við olíufélögin í Sprengisandi. Vísir/Arnar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. Dagur sagði þetta í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi um málið ásamt Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins. María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, gerði málið að umfjöllunarefni sínu í fréttaskýringu í Kastljósi sem sýnd verður á morgun. Málið vakti athygli vegna þess að fréttaskýringin var ekki sýnd í síðasta Kveiksþætti vetrarins eins og staðið hafði til. Reykjavíkurborg setti sér stefnu árið 2009 um að fækka bensínstöðvum borgarinnar. Lítið gerðist í kjölfarið en þegar borgin samþykkti loftslagsstefnu árið 2016 var ákveðið að skapa hvata fyrir olíufélögin sem höfðu mörg hver lóðaleigusamninga til margra ára eða jafnvel áratuga. Hvatar fyrir olíufélögin Uppleggið með samningunum hafi verið að skapa hvata til þess að olíufélögin færu að hreyfa sig. „Ef þau færu af stað innan tveggja ára. Þá þyrftu þau ekki borga þessi viðbótargjöld. Við höfum greint það að þegar við erum að þétta byggð að þá þarf borgin vissulega að hugsa fyrir innviðum eins og skólum og leikskólum en það er um það bil fimm milljónir á íbúð en í nýju úthverfi er það um 24 milljónir á íbúð. Þannig við höfum mikla fjárhagslega hvata til að þétta byggð þar sem ekki þarf að ráðast í innviði,“ segir Dagur. Hann segir að ítarlegt upplegg hafi verið lagt fyrir borgarráð árið 2019 og samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn. Þá tóku við tvö ár þar sem samið var við olíufélögin og voru samningarnir þá lagðir fram til samþykktar 2021 og þá sat minnihlutinn hjá. Dagur bendir á aðeins hafi náðst að semja um þriðjung lóðanna. Hafi samningarnir verið „gjafagjörningar“ hefðu olíufélögin öll samið. Hildur segir þó að þegar samningarnir voru lagðir fram til samþykktar hafi það verið gert í sumarfríi borgarstjórnar og að upplýsingagjöfin hafi ekki nægt. Minnihlutinn hafi ekki vitað af því að olíufélögin slyppu við að greiða innviða- og byggingargjöld. „Dæmið lítur býsna vel út“ Dagur segir að þétting byggðar á umræddum reitum komi til með að skila umtalsverðum útsvarstekjum. „Í staðinn fyrir bensínstöðvarlóð sem skilar okkur litlum tekjum þá fáum við kannski nokkra tugi fjölskyldna á hvern reit sem borga útsvar og í þessu tilviki erum við kannski að flýta því að þetta verði íbúareitir um áratugi. Við erum þá að fá hundruðir útsvarsgreiðenda áratugunum fyrr. Dæmið lítur býsna vel út,“ segir Dagur. „Mér finnst dálítið ódýrt að koma fimm árum seinna, í trausti þess að fólk geti ekki skoðað þessi gögn sem allir geta gert, og reyna að gera þetta eitthvað tortryggilegt.,“ bætir hann við. Hildur segir að allir hefðu verið sammála um markmiðið að fækka bensínstöðvum í borginni en að í ýmsum tilfellum hefði mátt fara aðrar leiðir til að tryggja hag borgarinnar. „Ég er ekkert að hrópa: „Spilling! Spilling!“ eða að segja að það séu einhverjir annarlegir hagsmunir eða annarlegar hvatir sem liggja að baki þessum samningum. Það sem mér finnst blasa við er fullkomin vanhæfni og ábyrgðarleysi og fúsk og kæruleysi þegar kemur að því að sýsla með eigur almennings,“ segir Hildur. Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Sprengisandur Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Dagur sagði þetta í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi um málið ásamt Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins. María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, gerði málið að umfjöllunarefni sínu í fréttaskýringu í Kastljósi sem sýnd verður á morgun. Málið vakti athygli vegna þess að fréttaskýringin var ekki sýnd í síðasta Kveiksþætti vetrarins eins og staðið hafði til. Reykjavíkurborg setti sér stefnu árið 2009 um að fækka bensínstöðvum borgarinnar. Lítið gerðist í kjölfarið en þegar borgin samþykkti loftslagsstefnu árið 2016 var ákveðið að skapa hvata fyrir olíufélögin sem höfðu mörg hver lóðaleigusamninga til margra ára eða jafnvel áratuga. Hvatar fyrir olíufélögin Uppleggið með samningunum hafi verið að skapa hvata til þess að olíufélögin færu að hreyfa sig. „Ef þau færu af stað innan tveggja ára. Þá þyrftu þau ekki borga þessi viðbótargjöld. Við höfum greint það að þegar við erum að þétta byggð að þá þarf borgin vissulega að hugsa fyrir innviðum eins og skólum og leikskólum en það er um það bil fimm milljónir á íbúð en í nýju úthverfi er það um 24 milljónir á íbúð. Þannig við höfum mikla fjárhagslega hvata til að þétta byggð þar sem ekki þarf að ráðast í innviði,“ segir Dagur. Hann segir að ítarlegt upplegg hafi verið lagt fyrir borgarráð árið 2019 og samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn. Þá tóku við tvö ár þar sem samið var við olíufélögin og voru samningarnir þá lagðir fram til samþykktar 2021 og þá sat minnihlutinn hjá. Dagur bendir á aðeins hafi náðst að semja um þriðjung lóðanna. Hafi samningarnir verið „gjafagjörningar“ hefðu olíufélögin öll samið. Hildur segir þó að þegar samningarnir voru lagðir fram til samþykktar hafi það verið gert í sumarfríi borgarstjórnar og að upplýsingagjöfin hafi ekki nægt. Minnihlutinn hafi ekki vitað af því að olíufélögin slyppu við að greiða innviða- og byggingargjöld. „Dæmið lítur býsna vel út“ Dagur segir að þétting byggðar á umræddum reitum komi til með að skila umtalsverðum útsvarstekjum. „Í staðinn fyrir bensínstöðvarlóð sem skilar okkur litlum tekjum þá fáum við kannski nokkra tugi fjölskyldna á hvern reit sem borga útsvar og í þessu tilviki erum við kannski að flýta því að þetta verði íbúareitir um áratugi. Við erum þá að fá hundruðir útsvarsgreiðenda áratugunum fyrr. Dæmið lítur býsna vel út,“ segir Dagur. „Mér finnst dálítið ódýrt að koma fimm árum seinna, í trausti þess að fólk geti ekki skoðað þessi gögn sem allir geta gert, og reyna að gera þetta eitthvað tortryggilegt.,“ bætir hann við. Hildur segir að allir hefðu verið sammála um markmiðið að fækka bensínstöðvum í borginni en að í ýmsum tilfellum hefði mátt fara aðrar leiðir til að tryggja hag borgarinnar. „Ég er ekkert að hrópa: „Spilling! Spilling!“ eða að segja að það séu einhverjir annarlegir hagsmunir eða annarlegar hvatir sem liggja að baki þessum samningum. Það sem mér finnst blasa við er fullkomin vanhæfni og ábyrgðarleysi og fúsk og kæruleysi þegar kemur að því að sýsla með eigur almennings,“ segir Hildur.
Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Sprengisandur Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira