Viðurkennir að hafa gengið of hart fram Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2024 12:21 Þórarinn viðurkennir að hafa gengið of hart fram en að félagið hafi gengið í öflugt umbótastarf. Vísir/Ívar Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir að öflugt umbótastarf í vinnuanda á skrifstofunni hafa gengið vel og að félagið sé á réttri leið. Óánægju hefur gætt meðal stafsmanna félagsins, meðal annars með framgöngu Þórarins. Sálfræðistofan Líf og Sál var fengin til að gera úttekt á vinnustaðarmenningunni hjá Sameyki og gerði skýrslu sem kynnt var starfsmönnum og stjórn. Óánægjan hafi komið í ljós þegar þegar niðurstöður Stofnunar ársins lágu fyrir og þá hafi verið gengið í greiningarvinnu. Fréttastofu var meinað um afrit af téðri skýrslu á forsendum að hún væri merkt sem trúnaðarmál. Samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar voru nýlega samþykktar breytingar á lögum félagsins þar sem skyldur við starfsmannahald og daglegan rekstur skrifstofunnar voru færðar af herðum formannsins og yfir á herðar skrifstofustjóra Sameykis. Hefur Heimildin það eftir ónafngreindum viðmælendum að breytingarnar hafi verið gerðar vegna samskiptavanda á milli Þórarins og starfsfólks á skrifstofunni. Þórarinn viðurkennir að álagið hafi verið of mikið á köflum og að hann hafi gengið of hart fram. Velta var á starfsfólki með tilheyrandi erfiðleikum, að sögn Þórarins. „Sérstaklega eftir að við stofnuðum nýtt félag Sameyki. Það voru mannabreytingar. Það var mikið álag á öllum við að halda starfseminni uppi og halda henni gangandi. Og við að tryggja sem besta þjónustu við okkar félagsfólk eins og við leggjum mikla áherslu á á öllum stundum,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Á réttri leið Að sögn Þórarins voru nýir stjórnendur hjá félaginu þegar álagið var hvað mest og að þeir hafi þurft tíma til að læra inn á starfið. Hann hafi þá stigið inn í mörg mál sem hann gerði ekki í dag. „En starfshópurinn hefur unnið mjög þétt saman og vel og við höfum gert starfsánægjumælingar reglulega í vetur. Og verið í mjög öflugu umbótastarfi innan skrifstofunnar og það hefur gengið vel og við sjáum á niðurstöðunum að við erum á réttri leið og vel það,“ segir Þórarinn. Aðspurður um andann á skrifstofunni núverið segir Þórarinn hann vera mjög góðan. „Enda er starfshópurinn mjög traustur og heldur vel utan um öll verkefni. Við getum sagt að við erum að standa þétt saman og horfa til framtíðar. Að byggja enn sterkara og betra félag,“ segir Þórarinn Eyfjörð. Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Sálfræðistofan Líf og Sál var fengin til að gera úttekt á vinnustaðarmenningunni hjá Sameyki og gerði skýrslu sem kynnt var starfsmönnum og stjórn. Óánægjan hafi komið í ljós þegar þegar niðurstöður Stofnunar ársins lágu fyrir og þá hafi verið gengið í greiningarvinnu. Fréttastofu var meinað um afrit af téðri skýrslu á forsendum að hún væri merkt sem trúnaðarmál. Samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar voru nýlega samþykktar breytingar á lögum félagsins þar sem skyldur við starfsmannahald og daglegan rekstur skrifstofunnar voru færðar af herðum formannsins og yfir á herðar skrifstofustjóra Sameykis. Hefur Heimildin það eftir ónafngreindum viðmælendum að breytingarnar hafi verið gerðar vegna samskiptavanda á milli Þórarins og starfsfólks á skrifstofunni. Þórarinn viðurkennir að álagið hafi verið of mikið á köflum og að hann hafi gengið of hart fram. Velta var á starfsfólki með tilheyrandi erfiðleikum, að sögn Þórarins. „Sérstaklega eftir að við stofnuðum nýtt félag Sameyki. Það voru mannabreytingar. Það var mikið álag á öllum við að halda starfseminni uppi og halda henni gangandi. Og við að tryggja sem besta þjónustu við okkar félagsfólk eins og við leggjum mikla áherslu á á öllum stundum,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Á réttri leið Að sögn Þórarins voru nýir stjórnendur hjá félaginu þegar álagið var hvað mest og að þeir hafi þurft tíma til að læra inn á starfið. Hann hafi þá stigið inn í mörg mál sem hann gerði ekki í dag. „En starfshópurinn hefur unnið mjög þétt saman og vel og við höfum gert starfsánægjumælingar reglulega í vetur. Og verið í mjög öflugu umbótastarfi innan skrifstofunnar og það hefur gengið vel og við sjáum á niðurstöðunum að við erum á réttri leið og vel það,“ segir Þórarinn. Aðspurður um andann á skrifstofunni núverið segir Þórarinn hann vera mjög góðan. „Enda er starfshópurinn mjög traustur og heldur vel utan um öll verkefni. Við getum sagt að við erum að standa þétt saman og horfa til framtíðar. Að byggja enn sterkara og betra félag,“ segir Þórarinn Eyfjörð.
Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent