Viðurkennir að hafa gengið of hart fram Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2024 12:21 Þórarinn viðurkennir að hafa gengið of hart fram en að félagið hafi gengið í öflugt umbótastarf. Vísir/Ívar Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir að öflugt umbótastarf í vinnuanda á skrifstofunni hafa gengið vel og að félagið sé á réttri leið. Óánægju hefur gætt meðal stafsmanna félagsins, meðal annars með framgöngu Þórarins. Sálfræðistofan Líf og Sál var fengin til að gera úttekt á vinnustaðarmenningunni hjá Sameyki og gerði skýrslu sem kynnt var starfsmönnum og stjórn. Óánægjan hafi komið í ljós þegar þegar niðurstöður Stofnunar ársins lágu fyrir og þá hafi verið gengið í greiningarvinnu. Fréttastofu var meinað um afrit af téðri skýrslu á forsendum að hún væri merkt sem trúnaðarmál. Samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar voru nýlega samþykktar breytingar á lögum félagsins þar sem skyldur við starfsmannahald og daglegan rekstur skrifstofunnar voru færðar af herðum formannsins og yfir á herðar skrifstofustjóra Sameykis. Hefur Heimildin það eftir ónafngreindum viðmælendum að breytingarnar hafi verið gerðar vegna samskiptavanda á milli Þórarins og starfsfólks á skrifstofunni. Þórarinn viðurkennir að álagið hafi verið of mikið á köflum og að hann hafi gengið of hart fram. Velta var á starfsfólki með tilheyrandi erfiðleikum, að sögn Þórarins. „Sérstaklega eftir að við stofnuðum nýtt félag Sameyki. Það voru mannabreytingar. Það var mikið álag á öllum við að halda starfseminni uppi og halda henni gangandi. Og við að tryggja sem besta þjónustu við okkar félagsfólk eins og við leggjum mikla áherslu á á öllum stundum,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Á réttri leið Að sögn Þórarins voru nýir stjórnendur hjá félaginu þegar álagið var hvað mest og að þeir hafi þurft tíma til að læra inn á starfið. Hann hafi þá stigið inn í mörg mál sem hann gerði ekki í dag. „En starfshópurinn hefur unnið mjög þétt saman og vel og við höfum gert starfsánægjumælingar reglulega í vetur. Og verið í mjög öflugu umbótastarfi innan skrifstofunnar og það hefur gengið vel og við sjáum á niðurstöðunum að við erum á réttri leið og vel það,“ segir Þórarinn. Aðspurður um andann á skrifstofunni núverið segir Þórarinn hann vera mjög góðan. „Enda er starfshópurinn mjög traustur og heldur vel utan um öll verkefni. Við getum sagt að við erum að standa þétt saman og horfa til framtíðar. Að byggja enn sterkara og betra félag,“ segir Þórarinn Eyfjörð. Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Sálfræðistofan Líf og Sál var fengin til að gera úttekt á vinnustaðarmenningunni hjá Sameyki og gerði skýrslu sem kynnt var starfsmönnum og stjórn. Óánægjan hafi komið í ljós þegar þegar niðurstöður Stofnunar ársins lágu fyrir og þá hafi verið gengið í greiningarvinnu. Fréttastofu var meinað um afrit af téðri skýrslu á forsendum að hún væri merkt sem trúnaðarmál. Samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar voru nýlega samþykktar breytingar á lögum félagsins þar sem skyldur við starfsmannahald og daglegan rekstur skrifstofunnar voru færðar af herðum formannsins og yfir á herðar skrifstofustjóra Sameykis. Hefur Heimildin það eftir ónafngreindum viðmælendum að breytingarnar hafi verið gerðar vegna samskiptavanda á milli Þórarins og starfsfólks á skrifstofunni. Þórarinn viðurkennir að álagið hafi verið of mikið á köflum og að hann hafi gengið of hart fram. Velta var á starfsfólki með tilheyrandi erfiðleikum, að sögn Þórarins. „Sérstaklega eftir að við stofnuðum nýtt félag Sameyki. Það voru mannabreytingar. Það var mikið álag á öllum við að halda starfseminni uppi og halda henni gangandi. Og við að tryggja sem besta þjónustu við okkar félagsfólk eins og við leggjum mikla áherslu á á öllum stundum,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Á réttri leið Að sögn Þórarins voru nýir stjórnendur hjá félaginu þegar álagið var hvað mest og að þeir hafi þurft tíma til að læra inn á starfið. Hann hafi þá stigið inn í mörg mál sem hann gerði ekki í dag. „En starfshópurinn hefur unnið mjög þétt saman og vel og við höfum gert starfsánægjumælingar reglulega í vetur. Og verið í mjög öflugu umbótastarfi innan skrifstofunnar og það hefur gengið vel og við sjáum á niðurstöðunum að við erum á réttri leið og vel það,“ segir Þórarinn. Aðspurður um andann á skrifstofunni núverið segir Þórarinn hann vera mjög góðan. „Enda er starfshópurinn mjög traustur og heldur vel utan um öll verkefni. Við getum sagt að við erum að standa þétt saman og horfa til framtíðar. Að byggja enn sterkara og betra félag,“ segir Þórarinn Eyfjörð.
Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira