Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. maí 2024 14:07 Halla Hrund Logadóttir hefur verið á mikilli siglingu í skoðanakönnunum síðustu vikurnar. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Í könnunni sem var framkvæmd fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var spurt: Hvern af eftirtöldum myndir þú kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun? Könnunin fór fram dagana 22. apríl til 3. maí 2024 og voru svarendur 1.236 talsins. Flestir sem svöruðu könnuninni, 29,4 prósent, myndu kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Næstflestir sögðust munu kjósa Katrínu Jakobsdóttur eða 26,8 prósen og þá mældist Baldur Þórhallsson með tæplega 20 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr hefur dregist jafnt og þétt saman frá því að hann mældist með 19,6 prósent í könnun þann 8. apríl. Hann mælist nú með tæp þrettán prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mælast með undir fimm prósenta fylgi. Arnar Þór Jónsson mælist í könnuninni með 4,2 prósenta fylgi, Halla Tómasdóttir 3,7 prósenta fylgi og Ásdís Rán Gunnarsdóttir 1,5 prósenta fylgi. Aðrir mælast með minna en eitt prósenta fylgi. Fylgi frambjóðenda meðal kynja er nokkuð jafnt nema Baldur er með talsvert meira fylgi meðal kvenna (24,4 prósent) heldur en karla (15,9 prósent). Fylgi Höllu Hrundar og Katrínar er mest hjá fólki yfir sextugu. Jón Gnarr er áfram vinsælastur meðal yngstu kjósendanna, en 25,6 prósent þeirra sem myndu kjósa hann eru á aldrinum 18 til 29 ára. Fylgi Baldurs dreifist nokkuð jafnt á milli aldurshópa. Katrín Jakobsdóttir sækir fylgi sitt að langmestu leyti til kjósenda Vinstri grænna eða yfir 80 prósent. Flestir þeir sem myndi kjósa Höllu Hrund myndu kjósa Miðflokkinn ef kosið væri til Alþingis í dag. Þá er stuðningsfólk Baldurs líklegast til að kjósa Pírata. Í gær var greint frá því að Katrín Jakobsdóttir væri efst í könnun á vegum Félagsvísindastofunnar. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem kom út í dag mælist Halla Hrund hinsvegar með langmest fylgi allra forsetaframbjóðenda eða 36 prósent. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. 2. maí 2024 18:08 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í könnunni sem var framkvæmd fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var spurt: Hvern af eftirtöldum myndir þú kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun? Könnunin fór fram dagana 22. apríl til 3. maí 2024 og voru svarendur 1.236 talsins. Flestir sem svöruðu könnuninni, 29,4 prósent, myndu kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Næstflestir sögðust munu kjósa Katrínu Jakobsdóttur eða 26,8 prósen og þá mældist Baldur Þórhallsson með tæplega 20 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr hefur dregist jafnt og þétt saman frá því að hann mældist með 19,6 prósent í könnun þann 8. apríl. Hann mælist nú með tæp þrettán prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mælast með undir fimm prósenta fylgi. Arnar Þór Jónsson mælist í könnuninni með 4,2 prósenta fylgi, Halla Tómasdóttir 3,7 prósenta fylgi og Ásdís Rán Gunnarsdóttir 1,5 prósenta fylgi. Aðrir mælast með minna en eitt prósenta fylgi. Fylgi frambjóðenda meðal kynja er nokkuð jafnt nema Baldur er með talsvert meira fylgi meðal kvenna (24,4 prósent) heldur en karla (15,9 prósent). Fylgi Höllu Hrundar og Katrínar er mest hjá fólki yfir sextugu. Jón Gnarr er áfram vinsælastur meðal yngstu kjósendanna, en 25,6 prósent þeirra sem myndu kjósa hann eru á aldrinum 18 til 29 ára. Fylgi Baldurs dreifist nokkuð jafnt á milli aldurshópa. Katrín Jakobsdóttir sækir fylgi sitt að langmestu leyti til kjósenda Vinstri grænna eða yfir 80 prósent. Flestir þeir sem myndi kjósa Höllu Hrund myndu kjósa Miðflokkinn ef kosið væri til Alþingis í dag. Þá er stuðningsfólk Baldurs líklegast til að kjósa Pírata. Í gær var greint frá því að Katrín Jakobsdóttir væri efst í könnun á vegum Félagsvísindastofunnar. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem kom út í dag mælist Halla Hrund hinsvegar með langmest fylgi allra forsetaframbjóðenda eða 36 prósent.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. 2. maí 2024 18:08 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. 2. maí 2024 18:08