Betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 09:14 Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Prófessor í stjórnmálafræði segir betra fyrir forsetaframbjóðendur að hafa allt uppi á borðum. Í litlu samfélagi séu margar furðusögur á sveimi og mikilvægt fyrir viðkomandi að fá tækifæri til að leiðrétta þær. Þá segir hún forseta í raun gefa upp frelsi sitt þegar hann er kjörinn, þar sem hann sé á sólarhringsvakt alla daga ársins. Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, fór yfir forsetaslaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hún spurð að því hversu langt fjölmiðlar mættu ganga í spurningum til forsetaframbjóðenda og hvort það væri í lagi að spyrja að öllu og taka á kjaftasögum þó þær væru viðkvæmar. Segist Stefanía vera á þeirri skoðun að betra sé að hafa allt uppi á borðum. „Við vitum að í samfélaginu er margt spjallað og sagt, og ekki er nú allt satt og rétt. Þess vegna er mikilvægt að reyna að komast að því sanna. Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa fólk og þessir viðtalsþættir við frambjóðendur eru auðvitað vettvangur fyrir frambjóðendur til þess að kynna sig.“ Hún segir forsetakosningar í grunninn ganga út á að velja góða manneskju sem geti sinnt starfinu vel og Íslendingar geti verið stoltir af og litið til sem fyrirmyndar. Kosningarnar séu persónulegar þar sem verið sé að velja á milli persóna en ekki hugmyndafræði. „Við þekkjum ekki þetta fólk nema að litlu leyti. Þessvegna er mikilvægt að fá að kynnast þeim í gegnum fjölmiðlana. Er ekki betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna?“ Forseti sé á 24 stunda vöktum allan ársins hring Stefanía segir þekkt að Íslendingar séu með „nefið í hvers manns koppi,“ en almennt kunni fólk því ágætlega að hafa hugmynd um hvað sé verið að segja á bak við það. „Og geti þá leiðrétt það í stað þess að það séu furðusögur á sveimi sem viðkomandi hafi ekki tækifæri til að leiðrétta.“ Aðspurð um hvað sé mikilvægt að fólk hafi í huga þegar það kjósi sér forseta segir Stefanía að forseti þurfi að vera skynsöm manneskja með dómgreindina í lagi. Einhvern sem er vel að máli farinn og geti talað í þjóðina kjark. „Einhver sem treystir sér til að lifa við sæmd næstu árin. Vera vakin og sofin í þessu embætti, því þú ert í raun að gefa upp þitt frelsi þegar þú ert kosinn forseti. Þú ert kominn á 24 stunda vaktir alla daga vikunnar og ekkert sumarfrí eða slíkt.“ Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallsonar. 1. maí 2024 09:46 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, fór yfir forsetaslaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hún spurð að því hversu langt fjölmiðlar mættu ganga í spurningum til forsetaframbjóðenda og hvort það væri í lagi að spyrja að öllu og taka á kjaftasögum þó þær væru viðkvæmar. Segist Stefanía vera á þeirri skoðun að betra sé að hafa allt uppi á borðum. „Við vitum að í samfélaginu er margt spjallað og sagt, og ekki er nú allt satt og rétt. Þess vegna er mikilvægt að reyna að komast að því sanna. Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa fólk og þessir viðtalsþættir við frambjóðendur eru auðvitað vettvangur fyrir frambjóðendur til þess að kynna sig.“ Hún segir forsetakosningar í grunninn ganga út á að velja góða manneskju sem geti sinnt starfinu vel og Íslendingar geti verið stoltir af og litið til sem fyrirmyndar. Kosningarnar séu persónulegar þar sem verið sé að velja á milli persóna en ekki hugmyndafræði. „Við þekkjum ekki þetta fólk nema að litlu leyti. Þessvegna er mikilvægt að fá að kynnast þeim í gegnum fjölmiðlana. Er ekki betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna?“ Forseti sé á 24 stunda vöktum allan ársins hring Stefanía segir þekkt að Íslendingar séu með „nefið í hvers manns koppi,“ en almennt kunni fólk því ágætlega að hafa hugmynd um hvað sé verið að segja á bak við það. „Og geti þá leiðrétt það í stað þess að það séu furðusögur á sveimi sem viðkomandi hafi ekki tækifæri til að leiðrétta.“ Aðspurð um hvað sé mikilvægt að fólk hafi í huga þegar það kjósi sér forseta segir Stefanía að forseti þurfi að vera skynsöm manneskja með dómgreindina í lagi. Einhvern sem er vel að máli farinn og geti talað í þjóðina kjark. „Einhver sem treystir sér til að lifa við sæmd næstu árin. Vera vakin og sofin í þessu embætti, því þú ert í raun að gefa upp þitt frelsi þegar þú ert kosinn forseti. Þú ert kominn á 24 stunda vaktir alla daga vikunnar og ekkert sumarfrí eða slíkt.“
Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallsonar. 1. maí 2024 09:46 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
„Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallsonar. 1. maí 2024 09:46