Bellingham reyndi að taka Kane á taugum fyrir vítið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2024 12:00 Jude Bellingham hvíslar einhverju að Harry Kane. getty/Sebastian Frej Enginn er annars bróðir í leik og það sannaðist enn og aftur í gær þegar Bayern München og Real Madrid gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þegar Harry Kane, leikmaður Bayern, var að búa sig undir að taka vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks kom félagi hans í enska landsliðinu, Jude Bellingham, upp að honum og sagði eitthvað við hann. Kane heyrði ekki hvað Bellingham sagði en Madrídingurinn sagði honum það eftir leik. „Í augnablikinu vissi ég ekki hvað hann sagði en ég talaði við hann eftir leik og hann sagðist vita að ég ætlaði að skjóta vinstra megin við markvörðinn,“ sagði Kane. „Á vellinum vissi ég að hann væri þarna en ekki hvað hann sagði. En ég skaut í hina áttina. Það er gott því ég sá markvörðinn fara aðeins of snemma af stað og ég kláraði dæmið.“ Kane kom Bayern í 2-1 þegar hann skoraði úr vítinu en Vinícius Júnior jafnaði fyrir Real Madrid úr víti sjö mínútum fyrir leikslok. Seinni leikur Real Madrid og Bayern fer fram á Santiago Bernabéu eftir viku. Sigurvegarinn í einvíginu mætir annað hvort Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley 1. júní. Kane, sem kom til Bayern frá Tottenham fyrir tímabilið, hefur skorað 43 mörk í jafn mörgum leikjum í öllum keppnum í vetur. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Þegar Harry Kane, leikmaður Bayern, var að búa sig undir að taka vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks kom félagi hans í enska landsliðinu, Jude Bellingham, upp að honum og sagði eitthvað við hann. Kane heyrði ekki hvað Bellingham sagði en Madrídingurinn sagði honum það eftir leik. „Í augnablikinu vissi ég ekki hvað hann sagði en ég talaði við hann eftir leik og hann sagðist vita að ég ætlaði að skjóta vinstra megin við markvörðinn,“ sagði Kane. „Á vellinum vissi ég að hann væri þarna en ekki hvað hann sagði. En ég skaut í hina áttina. Það er gott því ég sá markvörðinn fara aðeins of snemma af stað og ég kláraði dæmið.“ Kane kom Bayern í 2-1 þegar hann skoraði úr vítinu en Vinícius Júnior jafnaði fyrir Real Madrid úr víti sjö mínútum fyrir leikslok. Seinni leikur Real Madrid og Bayern fer fram á Santiago Bernabéu eftir viku. Sigurvegarinn í einvíginu mætir annað hvort Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley 1. júní. Kane, sem kom til Bayern frá Tottenham fyrir tímabilið, hefur skorað 43 mörk í jafn mörgum leikjum í öllum keppnum í vetur.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira