Innlent

Samningar við sjó­menn til níu ára í höfn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Samningarnir gilda næstu níu árin. 
Samningarnir gilda næstu níu árin.  Vísir/Vilhelm

Öll stéttarfélög sjómanna á Íslandi hafa samþykkt kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef SFS, þar sem segir að Sjómannafélag Íslands hafi samþykkt kjarasamning nú síðast við SFS með 61 prósent atkvæða.

Þar áður hafi Sjómannasamband Íslands (SSÍ), Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur (SVG), VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Félag skipstjórnarmanna (FS) samþykkt kjarasamninga við SFS.

„Það er sannkallað fagnaðarefni að samningar við sjómenn séu í höfn til næstu níu ára. Það eykur á fyrirsjáanleika sem tryggir hagsmuni okkar allra sem vinnum í þessari grein, ekki síst sjómannanna sjálfra,“ er haft eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóri SFS.

Þá segir að megininntak samningsins lúti að betri kjörum og réttindum til framtíðar, auk hnitmiðaðra aðgerða til að auka traust við skipti á verðmætum úr sjó. Greiðslur í lífeyrissjóð og kauptrygging hækka í samræmi við samninga á almennum vinnumarkaði, auk þess sem áhersla er lögð á aukið gagnsæi og upplýsingagjöf vegna fiskverðsmála.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×