Álfa- og jólahúsið í Laugardalnum heyrir sögunni til Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. apríl 2024 17:38 Vísir heimsótti Birnu í aðdraganda jóla árið 2017 Vísir/Egill Birna Sigmundsdóttir hefur komið upp miklu jólaþorpi í garði sínum að Dragavegi fimm í Laugardalnum ár hvert í fimmtán ár. Nú standa yfir nágrannaerjur við fólk á efri hæðinni sem vill ekkert með skreytingarnar hafa. Birna hefur yfirleitt skreytt garðinn með álfastyttum í stað jólakrauts á sumrin. Birna birti pistil á Facebook-síðunni Langholtshverfi - 104, þar sem hún sagði að nú væri komin upp sú staða að hún megi ekki vera með neitt skraut í garðinum. Hún segir garðinn vera sameign hennar og efri hæðarinnar, en nágrannar hennar hafi aldrei verið með vesen fyrr en fyrir tveimur árum. Þá hafi hún fengið nýja nágranna sem hún segir vera „illt í frekjunni.“ Hún þurfi nú að fjarlægja allt skraut úr garðinum. Færslan fékk mikla athygli en þegar þetta er skrifað hefur hún fengið 186 viðbrögð og 34 athugasemdir. Athugasemdirnar eru margar á þá leið að mikil eftirsjá verði af garðinum sem lengi hafi vakið upp mikla ánægju meðal íbúa Laugardals. Aðrar athugasemdir benda kurteisislega á það að tvær hliðar séu á öllum málum. Vísir heimsótti Birnu árið 2014. Lögreglan kölluð til vegna deilnanna Það hefur gengið á ýmsu frá því deilurnar hófust fyrir um tveimur árum síðan, en Birna segir að nágrannar hennar hafi margsinnis fjarlægt allt skraut úr garðinum. Birna hefur þá yfirleitt hringt á lögregluna og tilkynnt þjófnað. Birna segir að garðurinn sé óskipt sameign, sem hún hafi alfarið séð um síðastliðin fimmtán ár. Nágrannar hennar fyrir fimmtán árum fólu henni það verkefni. Nú sé öldin önnur og nágrannar hennar krefjast þess að hún taki skrautið niður. Birna hefur yfirleitt fyllt garðinn af álfastyttum og öðru slíku á sumrin.Vísir/GVA Birna hefur ekki aðeins hringt á lögregluna vegna horfinna skreytinga, en lögreglan hefur verið kölluð til vegna deilna um eftirlitsmyndavélar á dyrabjöllum. Birna segir söguna þannig að nágrannar hennar hafi nýverið sett upp eftirlitsmyndavél fyrir framan hurð sína sem taki upp allan daginn og visti upptökuna á einhverju skýi í ákveðinn tíma. Birnu leist mjög illa á þetta og tók myndavélina niður. Þetta hafi vakið mikla reiði hjá nágrönnunum sem fóru að banka fast og sparka í hurðina þannig að hún brotnaði. Birna hringdi þá á lögregluna. Nágrannar Birnu á efri hæðinni vildu ekkert tjá sig um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Fréttastofa heimsótti Birnu árið 2017: Reykjavík Jólaskraut Nágrannadeilur Tengdar fréttir Setti upp sannkallað jólaland í garðinum Alls þurfti um 70 innstungur til að stinga öllum seríunum í samband. 21. desember 2017 20:00 Skreytir til að gleðja Fallega skreytt hús við Laugardal hefur vakið mikla athygli og dæmi eru um að rútur séu farnar að stöðva þar með farþega. 22. desember 2014 20:45 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Sjá meira
Birna birti pistil á Facebook-síðunni Langholtshverfi - 104, þar sem hún sagði að nú væri komin upp sú staða að hún megi ekki vera með neitt skraut í garðinum. Hún segir garðinn vera sameign hennar og efri hæðarinnar, en nágrannar hennar hafi aldrei verið með vesen fyrr en fyrir tveimur árum. Þá hafi hún fengið nýja nágranna sem hún segir vera „illt í frekjunni.“ Hún þurfi nú að fjarlægja allt skraut úr garðinum. Færslan fékk mikla athygli en þegar þetta er skrifað hefur hún fengið 186 viðbrögð og 34 athugasemdir. Athugasemdirnar eru margar á þá leið að mikil eftirsjá verði af garðinum sem lengi hafi vakið upp mikla ánægju meðal íbúa Laugardals. Aðrar athugasemdir benda kurteisislega á það að tvær hliðar séu á öllum málum. Vísir heimsótti Birnu árið 2014. Lögreglan kölluð til vegna deilnanna Það hefur gengið á ýmsu frá því deilurnar hófust fyrir um tveimur árum síðan, en Birna segir að nágrannar hennar hafi margsinnis fjarlægt allt skraut úr garðinum. Birna hefur þá yfirleitt hringt á lögregluna og tilkynnt þjófnað. Birna segir að garðurinn sé óskipt sameign, sem hún hafi alfarið séð um síðastliðin fimmtán ár. Nágrannar hennar fyrir fimmtán árum fólu henni það verkefni. Nú sé öldin önnur og nágrannar hennar krefjast þess að hún taki skrautið niður. Birna hefur yfirleitt fyllt garðinn af álfastyttum og öðru slíku á sumrin.Vísir/GVA Birna hefur ekki aðeins hringt á lögregluna vegna horfinna skreytinga, en lögreglan hefur verið kölluð til vegna deilna um eftirlitsmyndavélar á dyrabjöllum. Birna segir söguna þannig að nágrannar hennar hafi nýverið sett upp eftirlitsmyndavél fyrir framan hurð sína sem taki upp allan daginn og visti upptökuna á einhverju skýi í ákveðinn tíma. Birnu leist mjög illa á þetta og tók myndavélina niður. Þetta hafi vakið mikla reiði hjá nágrönnunum sem fóru að banka fast og sparka í hurðina þannig að hún brotnaði. Birna hringdi þá á lögregluna. Nágrannar Birnu á efri hæðinni vildu ekkert tjá sig um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Fréttastofa heimsótti Birnu árið 2017:
Reykjavík Jólaskraut Nágrannadeilur Tengdar fréttir Setti upp sannkallað jólaland í garðinum Alls þurfti um 70 innstungur til að stinga öllum seríunum í samband. 21. desember 2017 20:00 Skreytir til að gleðja Fallega skreytt hús við Laugardal hefur vakið mikla athygli og dæmi eru um að rútur séu farnar að stöðva þar með farþega. 22. desember 2014 20:45 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Sjá meira
Setti upp sannkallað jólaland í garðinum Alls þurfti um 70 innstungur til að stinga öllum seríunum í samband. 21. desember 2017 20:00
Skreytir til að gleðja Fallega skreytt hús við Laugardal hefur vakið mikla athygli og dæmi eru um að rútur séu farnar að stöðva þar með farþega. 22. desember 2014 20:45