Vopnuð rán tíðari en fólk gerir sér grein fyrir Jón Ísak Ragnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. apríl 2024 23:50 Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir er formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Vísir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands hefur miklar áhyggjur af starfsumhverfi lyfjafræðinga. Svo virðist sem uppákomur eins og vopnuð rán séu að færast í aukana. Tvö rán voru framin í apótekum á höfðuborgarsvæðinu gær og voru þjófanir á eftir ávana-og fíknilyfjum í bæði skiptin. Annað ránið var framið í Lyfju á Smáratorgi og hefur einn verið handtekinn vegna þess. Hitt ránið var framið í Reykjavíkurapóteki í Vesturbænum. Þar ógnuðu ræningjarnir starfsfólki með eggvopni, tóku starfsmann hálstaki og neyddu hann til að sýna þeim hvar ávana- og fíkniefnalyf voru geymd. Mikið áfall fyrir starfsmenn Sigurbjörg segir það agalega sorglegt þegar svona gerist og að það sé klárlega mikið áfall fyrir starfsmenn þegar svona gerist. „En þetta hefur náttúrulega verið að gerast, og í miklu meiri mæli en almenningur gerir sér kannski grein fyrir, það kemur ekkert allt í fréttirnar,“ segir Sigurbjörg. Hún segist hafa mjög miklar áhyggjur af starfsumhverfi lyfjafræðinga. Er eitthvað sem bendir til þess að það séu einhverjar sérstakar ástæður að baki þessu? „Sko í rauninni til þess að komast algjörlega að rót vandans, þá þyrfti að kortleggja þetta,“ segir Sigurbjörg. Hún segir að Apótek geti auðvitað brugðist við með sínum aðgerðum, þau geti verið með öryggismyndavélar og öryggisfulltrúa. Þau gætu jafnvel hætt að selja ákveðna lyfjaflokka og læst lyfjafræðingana inni. „En það þarf að horfa á þetta í bara miklu stærra samhengi. Vegna þess að ef að það reynist rétt, eins og ákveðnar vísbendingar eru um, að þetta sé ákveðinn hópur sem að er að leita í þessi Apótek, þá þurfi að bregðast við því. Það vantar úrræði þá fyrir þennan hóp,“ segir Sigurbjörg. Vill ekki að Ísland verði eins og Svíþjóð Sigurbjörg segir að rán í apótekum séu orðin mjög algeng í Svíþjóð og að það sé orðið mjög stórt vandamál. „Lyfjafræðingar fást bara ekki í vinnu í apótekum, Þetta er bara vaxandi vandamál þar, og ég hef bara verulegar áhyggjur af því að það gerist, því að við megum ekki við því,“ segir Sigurbjörg. Lyf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mennirnir tóku annan starfsmannanna hálstaki Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. 27. apríl 2024 21:58 Handteknir á hlaupum eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki Þrír voru handteknir síðdegis eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki. Mennirnir eru sagðir hafa hótað starfsfólki apóteksins með eggvopni. 27. apríl 2024 17:20 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Tvö rán voru framin í apótekum á höfðuborgarsvæðinu gær og voru þjófanir á eftir ávana-og fíknilyfjum í bæði skiptin. Annað ránið var framið í Lyfju á Smáratorgi og hefur einn verið handtekinn vegna þess. Hitt ránið var framið í Reykjavíkurapóteki í Vesturbænum. Þar ógnuðu ræningjarnir starfsfólki með eggvopni, tóku starfsmann hálstaki og neyddu hann til að sýna þeim hvar ávana- og fíkniefnalyf voru geymd. Mikið áfall fyrir starfsmenn Sigurbjörg segir það agalega sorglegt þegar svona gerist og að það sé klárlega mikið áfall fyrir starfsmenn þegar svona gerist. „En þetta hefur náttúrulega verið að gerast, og í miklu meiri mæli en almenningur gerir sér kannski grein fyrir, það kemur ekkert allt í fréttirnar,“ segir Sigurbjörg. Hún segist hafa mjög miklar áhyggjur af starfsumhverfi lyfjafræðinga. Er eitthvað sem bendir til þess að það séu einhverjar sérstakar ástæður að baki þessu? „Sko í rauninni til þess að komast algjörlega að rót vandans, þá þyrfti að kortleggja þetta,“ segir Sigurbjörg. Hún segir að Apótek geti auðvitað brugðist við með sínum aðgerðum, þau geti verið með öryggismyndavélar og öryggisfulltrúa. Þau gætu jafnvel hætt að selja ákveðna lyfjaflokka og læst lyfjafræðingana inni. „En það þarf að horfa á þetta í bara miklu stærra samhengi. Vegna þess að ef að það reynist rétt, eins og ákveðnar vísbendingar eru um, að þetta sé ákveðinn hópur sem að er að leita í þessi Apótek, þá þurfi að bregðast við því. Það vantar úrræði þá fyrir þennan hóp,“ segir Sigurbjörg. Vill ekki að Ísland verði eins og Svíþjóð Sigurbjörg segir að rán í apótekum séu orðin mjög algeng í Svíþjóð og að það sé orðið mjög stórt vandamál. „Lyfjafræðingar fást bara ekki í vinnu í apótekum, Þetta er bara vaxandi vandamál þar, og ég hef bara verulegar áhyggjur af því að það gerist, því að við megum ekki við því,“ segir Sigurbjörg.
Lyf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mennirnir tóku annan starfsmannanna hálstaki Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. 27. apríl 2024 21:58 Handteknir á hlaupum eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki Þrír voru handteknir síðdegis eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki. Mennirnir eru sagðir hafa hótað starfsfólki apóteksins með eggvopni. 27. apríl 2024 17:20 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Mennirnir tóku annan starfsmannanna hálstaki Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. 27. apríl 2024 21:58
Handteknir á hlaupum eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki Þrír voru handteknir síðdegis eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki. Mennirnir eru sagðir hafa hótað starfsfólki apóteksins með eggvopni. 27. apríl 2024 17:20
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels