Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2024 16:31 Mynd úr safni af þyrlu Landhelgisgæslunnar að störfum við Grímsfjall. Landhelgisgæslan Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. Í gær flaug þyrla Landhelgisgæslunnar með tvo sérsveitarmenn að Grímsfjalli á Vatnajökli. Þar í skála voru tveir hópar af fólki í jeppaferð. Maður úr öðrum hópnum hafði þá um kvöldið sest upp í bíl sinn ölvaður og byrjað að aka um með farþega. Langur akstur er að skálanum og einungis hægt að komast að á sérútbúnum bílum og því mat lögreglan sem svo að til að komast sem fyrst á staðinn væri réttast að senda þyrluna. Til að flýta enn frekar fyrir voru sérsveitarmennirnir fengnir í verkefnið í stað þess að sækja lögreglumenn á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hlustaði maðurinn ekki á samferðafólk sitt þegar þau sögðu honum að hætta akstri heldur ók hann inn á hættusvæði. Með því kom hann sjálfum sér og farþeganum í hættu. Samferðamennirnir treystu sér ekki til þess að aka inn á hættusvæðið á eftir manninum. Um tíma slökkti maðurinn á samskiptabúnaði sínum en að lokum ók hann sjálfur að skálanum. Þá var þyrlan þegar á leiðinni og ákvað lögreglan að henni yrði ekki snúið við. Því var maðurinn handtekinn á staðnum og fluttur á lögreglustöðina á Selfossi, grunaður um ölvunarakstur. Málið telst afar sérstakt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni og var það litið afar alvarlegum augum. Fjöldi vitna varð að akstrinum og er unnið að því að klára að taka skýrslur af þeim. Verið er að yfirheyra manninn og verður honum sleppt að skýrslutöku lokinni. Lögreglumál Landhelgisgæslan Grímsvötn Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Í gær flaug þyrla Landhelgisgæslunnar með tvo sérsveitarmenn að Grímsfjalli á Vatnajökli. Þar í skála voru tveir hópar af fólki í jeppaferð. Maður úr öðrum hópnum hafði þá um kvöldið sest upp í bíl sinn ölvaður og byrjað að aka um með farþega. Langur akstur er að skálanum og einungis hægt að komast að á sérútbúnum bílum og því mat lögreglan sem svo að til að komast sem fyrst á staðinn væri réttast að senda þyrluna. Til að flýta enn frekar fyrir voru sérsveitarmennirnir fengnir í verkefnið í stað þess að sækja lögreglumenn á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hlustaði maðurinn ekki á samferðafólk sitt þegar þau sögðu honum að hætta akstri heldur ók hann inn á hættusvæði. Með því kom hann sjálfum sér og farþeganum í hættu. Samferðamennirnir treystu sér ekki til þess að aka inn á hættusvæðið á eftir manninum. Um tíma slökkti maðurinn á samskiptabúnaði sínum en að lokum ók hann sjálfur að skálanum. Þá var þyrlan þegar á leiðinni og ákvað lögreglan að henni yrði ekki snúið við. Því var maðurinn handtekinn á staðnum og fluttur á lögreglustöðina á Selfossi, grunaður um ölvunarakstur. Málið telst afar sérstakt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni og var það litið afar alvarlegum augum. Fjöldi vitna varð að akstrinum og er unnið að því að klára að taka skýrslur af þeim. Verið er að yfirheyra manninn og verður honum sleppt að skýrslutöku lokinni.
Lögreglumál Landhelgisgæslan Grímsvötn Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira