„Versta ákvörðun í sögu Meistaradeildarinnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2024 10:01 Emma Hayes var langt því frá að vera sátt eftir leik Chelsea og Barcelona. getty/Kieran Cleeves Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, sparaði ekki stóru orðin eftir að liðið féll úr leik fyrir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gær. Aitana Bonmatí kom Barcelona yfir á 25. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Á 59. mínútu fékk Kadeisha Buchanan, leikmaður Chelsea, sitt annað gula spjald og þar með rautt og við það þyngdist róður Englandsmeistaranna verulega. Börsungar fengu svo vítaspyrnu á 75. mínútu sem Fridolina Rolfo skoraði úr. Spánarmeistararnir unnu því leikinn, 0-2, og einvígið, 2-1 samanlagt. Hayes var afar ósátt við frammistöðu dómarans Iuliana Demetrescu í leiknum og þá sérstaklega með ákvörðun hennar að reka Buchanan af velli. „Mér fannst þetta ekki vera brot, hvað þá gult spjald,“ sagði Hayes. „Þetta var versta ákvörðun í sögu Meistaradeildarinnar.“ VAR er notað í Meistaradeildinni en einungis er hægt að nota það til að skoða rauð spjöld, ekki gul. Því var seinni áminningin á Buchanan ekki skoðuð. „Ég stóð þarna og horfði á fjórða dómarann og sagði að þetta hlyti að vera skoðað en hún sagði að það væri ekki hægt,“ sagði Hayes. „Það blóðugasta er að við töpuðum þessu ekki. Það er ekkert sem þú getur gert þegar það er svona skelfileg ákvörðun og þetta var nógu erfitt fyrir. Barcelona er frábært lið. En það er sárt fyrir leikmennina þegar þetta er tekið úr þeirra höndum.“ Hayes yfirgefur Chelsea eftir tímabilið til að taka við bandaríska landsliðinu. Hún hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem stjóri Chelsea, nema Meistaradeildina. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Njarðvíkingar bæta við sig Körfubolti „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Íslenski boltinn Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í pílukastinu Sport „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Körfubolti Hákon skoraði í sigri Lille Fótbolti Atalanta á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Atalanta á toppinn Hákon skoraði í sigri Lille Karólína hafði betur gegn Sveindísi og fór á toppinn Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Aðeins 1899 eintök í boði af nýja afmælisbúningi AC Milan Mourinho svaraði Guardiola: Ég vann mína þrjá titla drengilega Glódís í 41. sæti í heiminum Rafa Benítez hefur áhuga á því að taka við norska landsliðinu Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Ísland með eitt yngsta liðið í Evrópu „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu Fulham upp í sjötta sætið Fær Úlfaleikinn til bjarga starfinu Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Hver snjóbolti kostaði fimmtíu þúsund Verið meiddur í fjögur og hálft ár Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Spilaði tímamótaleik en endaði í óvinsælum hóp með Carra og Faes Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Ten Hag gæti orðið samstarfsmaður Klopp Liðsfélagi Alberts laus af gjörgæslu Sjá meira
Aitana Bonmatí kom Barcelona yfir á 25. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Á 59. mínútu fékk Kadeisha Buchanan, leikmaður Chelsea, sitt annað gula spjald og þar með rautt og við það þyngdist róður Englandsmeistaranna verulega. Börsungar fengu svo vítaspyrnu á 75. mínútu sem Fridolina Rolfo skoraði úr. Spánarmeistararnir unnu því leikinn, 0-2, og einvígið, 2-1 samanlagt. Hayes var afar ósátt við frammistöðu dómarans Iuliana Demetrescu í leiknum og þá sérstaklega með ákvörðun hennar að reka Buchanan af velli. „Mér fannst þetta ekki vera brot, hvað þá gult spjald,“ sagði Hayes. „Þetta var versta ákvörðun í sögu Meistaradeildarinnar.“ VAR er notað í Meistaradeildinni en einungis er hægt að nota það til að skoða rauð spjöld, ekki gul. Því var seinni áminningin á Buchanan ekki skoðuð. „Ég stóð þarna og horfði á fjórða dómarann og sagði að þetta hlyti að vera skoðað en hún sagði að það væri ekki hægt,“ sagði Hayes. „Það blóðugasta er að við töpuðum þessu ekki. Það er ekkert sem þú getur gert þegar það er svona skelfileg ákvörðun og þetta var nógu erfitt fyrir. Barcelona er frábært lið. En það er sárt fyrir leikmennina þegar þetta er tekið úr þeirra höndum.“ Hayes yfirgefur Chelsea eftir tímabilið til að taka við bandaríska landsliðinu. Hún hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem stjóri Chelsea, nema Meistaradeildina.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Njarðvíkingar bæta við sig Körfubolti „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Íslenski boltinn Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í pílukastinu Sport „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Körfubolti Hákon skoraði í sigri Lille Fótbolti Atalanta á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Atalanta á toppinn Hákon skoraði í sigri Lille Karólína hafði betur gegn Sveindísi og fór á toppinn Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Aðeins 1899 eintök í boði af nýja afmælisbúningi AC Milan Mourinho svaraði Guardiola: Ég vann mína þrjá titla drengilega Glódís í 41. sæti í heiminum Rafa Benítez hefur áhuga á því að taka við norska landsliðinu Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Ísland með eitt yngsta liðið í Evrópu „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Þriðji stóri heimasigur Bournemouth á tímabilinu Fulham upp í sjötta sætið Fær Úlfaleikinn til bjarga starfinu Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Hver snjóbolti kostaði fimmtíu þúsund Verið meiddur í fjögur og hálft ár Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Spilaði tímamótaleik en endaði í óvinsælum hóp með Carra og Faes Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Ten Hag gæti orðið samstarfsmaður Klopp Liðsfélagi Alberts laus af gjörgæslu Sjá meira