Ný gossprunga geti opnast fyrirvaralaust á næstunni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. apríl 2024 12:30 Benedikt Ófeigsson fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands segir kvikusöfnun undir Svartsengi orðna viðlíka og þegar fyrri eldgos hófust. Vísir Ný löng gossprunga getur opnast á hverri stundu og fyrirvaralaust við Sundhnúksgíga að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að fara ekki fótgangandi að núverandi gosi. Landris undir Svartsengi er nú svipað og hefur verið undanfarin misseri þegar eldgos hafa hafist á svæðinu. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands segir allt geta gerst. „Það er talsverð óvissa með framhaldið. Landrisið við Svartsengi er komið að þessum hefðbundnu mörkum þegar gos getur hafist. Þá kemur tvennt til greina, nýtt eldgos eða að það sem fyrir er stækki verulega. Það gæti opnast eins til þriggja kílómetra sprunga með nánast engum fyrirvara,“ segir Benedikt. Lögreglan á Suðurnesjum hefur beint til fólks að fara ekki fótgangandi að gosinu vegna yfirvofandi hættu á nýju eldgosi. „Ég veit að fólk hefur verið að stelast til að ganga að eldgosinu en það er ekki skynsamlegt á þessari stundu,“ segir hann. Hann segir nýtt eldgos geta hafist fyrirvaralaust. „Það getur gosið á næstu sólarhringum. Kvikusöfnunin undir Svartsengi er nú tíu milljón rúmmetrar. Áður höfum við séð gos eftir átta til þrettán milljón rúmmetra. Þá er mögulegt að slíkt gos hefjist án nokkurs fyrirvara,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Landris undir Svartsengi er nú svipað og hefur verið undanfarin misseri þegar eldgos hafa hafist á svæðinu. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands segir allt geta gerst. „Það er talsverð óvissa með framhaldið. Landrisið við Svartsengi er komið að þessum hefðbundnu mörkum þegar gos getur hafist. Þá kemur tvennt til greina, nýtt eldgos eða að það sem fyrir er stækki verulega. Það gæti opnast eins til þriggja kílómetra sprunga með nánast engum fyrirvara,“ segir Benedikt. Lögreglan á Suðurnesjum hefur beint til fólks að fara ekki fótgangandi að gosinu vegna yfirvofandi hættu á nýju eldgosi. „Ég veit að fólk hefur verið að stelast til að ganga að eldgosinu en það er ekki skynsamlegt á þessari stundu,“ segir hann. Hann segir nýtt eldgos geta hafist fyrirvaralaust. „Það getur gosið á næstu sólarhringum. Kvikusöfnunin undir Svartsengi er nú tíu milljón rúmmetrar. Áður höfum við séð gos eftir átta til þrettán milljón rúmmetra. Þá er mögulegt að slíkt gos hefjist án nokkurs fyrirvara,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira