Tíu kílómetrar eftir af hundrað: Gangan miklu erfiðari en hann óraði fyrir Lovísa Arnardóttir skrifar 27. apríl 2024 08:42 Bergur segir gönguna hafa verið erfiða en hann ætli sér að ljúka henni. Mynd/Stefnir Snorrason Bergur Vilhjálmsson á nú aðeins eftir að ganga tíu af þeim hundrað kílómetrum sem hann ætlaði sér að klára gangandi. Bergur lagði af stað á sumardaginn fyrsta og býst við því að klára gönguna um klukkan 14 í dag. Bergur er ekki bara að ganga heldur dregur hann á eftir sér sleða sem hann hefur létt á eftir því sem hann kemst lengra. Sleðinn var í upphafi hundrað kíló en er núna um tíu. Með hverjum tíu kílóum fylgdu miðar með einkennisorðum sem hann svo sleppti. Orðin voru depurð, þunglyndi, kvíði, áhyggjur, sjálfsvígshugsanir, sektarkennd, áföll, ofbeldi og fíkn. „Þá á það að tákna að ég hafi unnið í þessum erfiðleikum og að bagginn sem ég dreg sé aðeins auðveldari,“ sagði Bergur um það í viðtali fyrr í mánuðinum. „Ég á tíu kílómetra eftir. Þetta hefur gengið upp og ofan en ég hef verið ágætur frá því kannski um klukkan fjögur í nótt,“ segir Bergur. Hann viðurkennir að hann er orðinn vel þreyttur. Ætlar að klára En þó ekki annað í stöðunni en að klára gönguna. „Þetta er búið að vera miklu erfiðara en ég nokkurn tímann gerði mér grein fyrir. Ég er búinn að fara sex sinnum alveg langt niður og langaði að hætta. En ég kann inn á mig þannig ég vissi að þetta myndi alltaf líða hjá. Ég var aldrei að fara að hætta en þær koma alltaf upp þessar hugsanir,“ segir Bergur. Hann segir það í takt við gönguna og málefnið sem hann gengur nú fyrir en hann gengur til styrktar Píeta. „Við erum aldrei ein og ég hefði aldrei komist í gegnum þetta án alls fólksins sem er búið að koma og vera með mér. Það er eitt lóð eftir og einn miði. Á honum stendur kvíði sem mér finnst vel við hæfi að enda á. Við dílum mörg við kvíða,“ segir Bergur. Grill og gaman eftir göngu Bergur hóf gönguna við líkamsræktarstöðina Ultraform á Akranesi og lýkur henni við líkamsræktarstöð þeirra í Grafarholti. Fólki er velkomið að ganga með Bergi að lokamarkinu. Hann er núna, um klukkan 8.40, að ganga við Leirvogsá og fer í áttina að slökkvistöðinni við Skarhólabraut og verður líklega þar um klukkan 9.30. Þaðan fer hann göngustíg að Bauhaus og svo að Ultraform. „Ég vona að það komi sem flestir í Ultraform á eftir þegar ég klára,“ segir Bergur, Þar verður grill og gaman og nýr körfubíll slökkviliðsins til sýnis. Ultraform er við Kirkjustétt í Grafarholti og er viðburðurinn öllum opinn. Í beinni á Youtube Hægt er að fylgjast með Bergi ganga í beinni á YouTube hér að ofan. Styrktarreikningur Píeta er Kt: 410416-0690 Rkn: 0301-26-041041. Bergur hefur beðið fólk að merkja færslurnar með BV. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Heilsa Hvalfjarðarsveit Geðheilbrigði Reykjavík Kjósarhreppur Mosfellsbær Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Bergur er ekki bara að ganga heldur dregur hann á eftir sér sleða sem hann hefur létt á eftir því sem hann kemst lengra. Sleðinn var í upphafi hundrað kíló en er núna um tíu. Með hverjum tíu kílóum fylgdu miðar með einkennisorðum sem hann svo sleppti. Orðin voru depurð, þunglyndi, kvíði, áhyggjur, sjálfsvígshugsanir, sektarkennd, áföll, ofbeldi og fíkn. „Þá á það að tákna að ég hafi unnið í þessum erfiðleikum og að bagginn sem ég dreg sé aðeins auðveldari,“ sagði Bergur um það í viðtali fyrr í mánuðinum. „Ég á tíu kílómetra eftir. Þetta hefur gengið upp og ofan en ég hef verið ágætur frá því kannski um klukkan fjögur í nótt,“ segir Bergur. Hann viðurkennir að hann er orðinn vel þreyttur. Ætlar að klára En þó ekki annað í stöðunni en að klára gönguna. „Þetta er búið að vera miklu erfiðara en ég nokkurn tímann gerði mér grein fyrir. Ég er búinn að fara sex sinnum alveg langt niður og langaði að hætta. En ég kann inn á mig þannig ég vissi að þetta myndi alltaf líða hjá. Ég var aldrei að fara að hætta en þær koma alltaf upp þessar hugsanir,“ segir Bergur. Hann segir það í takt við gönguna og málefnið sem hann gengur nú fyrir en hann gengur til styrktar Píeta. „Við erum aldrei ein og ég hefði aldrei komist í gegnum þetta án alls fólksins sem er búið að koma og vera með mér. Það er eitt lóð eftir og einn miði. Á honum stendur kvíði sem mér finnst vel við hæfi að enda á. Við dílum mörg við kvíða,“ segir Bergur. Grill og gaman eftir göngu Bergur hóf gönguna við líkamsræktarstöðina Ultraform á Akranesi og lýkur henni við líkamsræktarstöð þeirra í Grafarholti. Fólki er velkomið að ganga með Bergi að lokamarkinu. Hann er núna, um klukkan 8.40, að ganga við Leirvogsá og fer í áttina að slökkvistöðinni við Skarhólabraut og verður líklega þar um klukkan 9.30. Þaðan fer hann göngustíg að Bauhaus og svo að Ultraform. „Ég vona að það komi sem flestir í Ultraform á eftir þegar ég klára,“ segir Bergur, Þar verður grill og gaman og nýr körfubíll slökkviliðsins til sýnis. Ultraform er við Kirkjustétt í Grafarholti og er viðburðurinn öllum opinn. Í beinni á Youtube Hægt er að fylgjast með Bergi ganga í beinni á YouTube hér að ofan. Styrktarreikningur Píeta er Kt: 410416-0690 Rkn: 0301-26-041041. Bergur hefur beðið fólk að merkja færslurnar með BV. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Heilsa Hvalfjarðarsveit Geðheilbrigði Reykjavík Kjósarhreppur Mosfellsbær Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira