Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni í gær að eldgosið við Sundhnúk heldur áfram og sé enn einn gígur skammt austan við Sundhnúk, virkur. Landris í Svartsengi hefur áfram haldið á sama hraða og eru meiri líkur á því að kraftur eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni aukist verulega, haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða.
Þar kom einnig fram að líkön geri ráð fyrir því að það magn kviku sem bæst hefur við kvikuhólfið í Svartsengi frá því að eldgosið hófst 16. mars nálgist nú 10 milljón rúmmetrar. Í fyrri atburðum hefur kvika hlaupið frá Svartsengi þegar á bilinu átta til 13 milljónir rúmmetrar hafa bæst við í kvikuhólfið frá síðasta kvikuhlaupi.