María Sigrún látin fara úr Kveik Jakob Bjarnar skrifar 26. apríl 2024 12:04 Ingólfur Bjarni sagði að hæfileikar Maríu Sigrúnar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku en hún væri hins vegar frábær fréttalesari. rúv Krafta Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttamanns er ekki lengur óskað í fréttaskýringarþættinum Kveik. Innslag sem hún var með í undirbúningi og vænti að sýnt yrði á þriðjudaginn var ekki þar. María Sigrún er ósátt með hvernig hlutirnir æxluðust en Ingólfur Bjarni Sigfússon ritstjóri Kveiks mun hafa sagt eitthvað á þá leið að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku, en hún væri frábær fréttalesari. Vísir náði ekki í Ingólf Bjarna við vinnslu fréttarinnar. María Sigrún segist hafa fengið að vita þetta á miðvikudaginn. „Já, að minna krafta væri ekki óskað áfram þar. Ég held að það sé best að ég tjái sig sem minnst um þetta og betra að þú ræðir við mína yfirmenn sem eru Ingólfur Bjarni og Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofunnar. Kveiksliðið en án Maríu Sigrúnar. Hún birti myndina sjálf á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Krafta hennar sé ekki óskað lengur.rúv Um er að ræða ágreining um innslag sem María Sigrún var að vinna að. Hún vill vitaskuld ekki segja um hvað það snerist og síst við blaðamann annars miðils. „Ég er að vonast til að það verði þá í Kastljósi. Minn hugur stendur til þess að koma því út.“ Ljóst er að á einhverju hefur gengið en María Sigrún hefur víðtæka reynslu sem fréttamaður, hún hefur starfað í 19 ár hjá RÚV, er með próf í hagfræði og meistarapróf í fjölmiðlafræði. „Ég er fréttamaður, vil halda áfram að vera fréttamaður og hugsa meira um hvað ég er að fjalla um en hvar ég er að fjalla um það. En ég ætla nú bara að vera keik og koma þessu innslagi út en þetta verður ekki sama umgjörð og til stóð,“ segir María Sigrún. Hún segir eðlilegt að það komi upp ágreiningur á ritstjórnum sem þessum, hún vildi leysa þennan ágreining en nú hefur verið loku fyrir það skotið, hún er ekki lengur hluti Kveiks. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
María Sigrún er ósátt með hvernig hlutirnir æxluðust en Ingólfur Bjarni Sigfússon ritstjóri Kveiks mun hafa sagt eitthvað á þá leið að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku, en hún væri frábær fréttalesari. Vísir náði ekki í Ingólf Bjarna við vinnslu fréttarinnar. María Sigrún segist hafa fengið að vita þetta á miðvikudaginn. „Já, að minna krafta væri ekki óskað áfram þar. Ég held að það sé best að ég tjái sig sem minnst um þetta og betra að þú ræðir við mína yfirmenn sem eru Ingólfur Bjarni og Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofunnar. Kveiksliðið en án Maríu Sigrúnar. Hún birti myndina sjálf á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Krafta hennar sé ekki óskað lengur.rúv Um er að ræða ágreining um innslag sem María Sigrún var að vinna að. Hún vill vitaskuld ekki segja um hvað það snerist og síst við blaðamann annars miðils. „Ég er að vonast til að það verði þá í Kastljósi. Minn hugur stendur til þess að koma því út.“ Ljóst er að á einhverju hefur gengið en María Sigrún hefur víðtæka reynslu sem fréttamaður, hún hefur starfað í 19 ár hjá RÚV, er með próf í hagfræði og meistarapróf í fjölmiðlafræði. „Ég er fréttamaður, vil halda áfram að vera fréttamaður og hugsa meira um hvað ég er að fjalla um en hvar ég er að fjalla um það. En ég ætla nú bara að vera keik og koma þessu innslagi út en þetta verður ekki sama umgjörð og til stóð,“ segir María Sigrún. Hún segir eðlilegt að það komi upp ágreiningur á ritstjórnum sem þessum, hún vildi leysa þennan ágreining en nú hefur verið loku fyrir það skotið, hún er ekki lengur hluti Kveiks.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira