„Þessi ákvörðun var ekki tekin í Valhöll“ Jakob Bjarnar skrifar 26. apríl 2024 10:31 Einn þekktasti kosningasmali landsins er genginn til liðs við Katrínu Jakobsdóttur. Friðjón er einnig borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og er það skoðun margra að þetta staðfesti illan grun um allsherjar samkrull milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. vísir/frosti/vilhelm Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, hefur gengið til liðs við kosningateymi Katrínar Jakobsdóttur í komandi forsetakosningum. Sem þykja tíðindi á ýmsum bæjum. Friðjón tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í gær og hefur þetta valdið verulegu uppnámi á sumum bæjum og er haft til marks um svik Katrínar og Vinstri grænna við málstaðinn. Og staðfesti svo ekki verður um villst tengsl Katrínar við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðismenn sumir hverjir ekki kátir heldur Friðjón segir, í samtali við Vísi, að hann gefi ekki mikið fyrir þau sjónarmið. „Ég hef alltaf unnið fyrir hófsama vinstri menn í þessum kosningum. Ég tel Guðna ekki til hægri manna. Fullt af Sjálfstæðismönnum sem studdu hans en einkum voru þetta nú gamlir vinir úr Garðabæ og ættingjar.“ Friðjón segist hafa þekkt Katrínu lengi og treysti henni einfaldlega fyrir þessu. „Ég hef líka fengið gagnrýni úr röðum Sjálfstæðismanna fyrir að standa í þessu. Þetta er eins og það er. „Damned if you do, damned if you don't “. En þetta er ekki ákvörðun sem tekin var í Valhöll, því get ég lofað þér.“ Friðjón telst sérlega eftirsóttur í það að tilheyra kosningamaskínu, hann hefur mikla reynslu í þeim efnum og það sem meira er – brennandi áhuga á kosningum. „Ég hef átt fundi með ýmsum sem hafa viljað spyrja mig um framkvæmd forsetakosninga og ég hef átt fundi með fólki sem hefur farið og farið ekki. Fólk veit að ég hef einhverja reynslu af þessu og er bóngóður. Ég hef gaman að því að tala um kosningar þannig að þetta er engin kvöð. Að bjóða mér í kaffi að tala um það sem mér finnst skemmtilegast að tala um,“ segir Friðjón og hlær. Er sjálfboðaliði eins og flestir í teyminu Að sögn Friðjóns eru allra flokka kvikindi sem tilheyra kosningateymi Katrínar. „Ég var beðinn um að koma þarna inn og mér er það ljúft og skylt, því ég hef þekkt hana lengi.“ En af hverju styðja Sjálfstæðismenn Katrínu í þessum slag? „Þeir íhaldsmenn sem styðja hana gera það út af tvennu að ég tel; Hún talar fyrir íslenskri menningu og íslenskri tungu og þeir hafa það á tilfinningunni að hún fari ekki á taugum í erfiðum aðstæðum. Treysta henni betur en öðrum til að standa í lappirnar þegar Twitter fer af stað.“ Friðjón segist muna eftir könnun sem fór fram fyrir nokkrum árum þar sem á daginn kom að tvö prósent þjóðarinnar fóru inn á Twitter. Engu að síður voru áhrif þess sem þar var sagt veruleg. En þetta segði til um hvers konar míkrókosmos Twitter eða X er, jafnvel eftir að Elon Musk keypti þetta. Friðjón segist að endingu vera í sjálfboðavinnu fyrir Katrínu, eins og flestir sem að þessu koma. „Þetta er sjálfboðaliðastarf, mánaðarsprettur, kvöld og helgarvinna og ég hlýt að geta haldið tveimur boltum á lofti,“ segir Friðjón. Hann er mættur í slaginn. Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Friðjón tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í gær og hefur þetta valdið verulegu uppnámi á sumum bæjum og er haft til marks um svik Katrínar og Vinstri grænna við málstaðinn. Og staðfesti svo ekki verður um villst tengsl Katrínar við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðismenn sumir hverjir ekki kátir heldur Friðjón segir, í samtali við Vísi, að hann gefi ekki mikið fyrir þau sjónarmið. „Ég hef alltaf unnið fyrir hófsama vinstri menn í þessum kosningum. Ég tel Guðna ekki til hægri manna. Fullt af Sjálfstæðismönnum sem studdu hans en einkum voru þetta nú gamlir vinir úr Garðabæ og ættingjar.“ Friðjón segist hafa þekkt Katrínu lengi og treysti henni einfaldlega fyrir þessu. „Ég hef líka fengið gagnrýni úr röðum Sjálfstæðismanna fyrir að standa í þessu. Þetta er eins og það er. „Damned if you do, damned if you don't “. En þetta er ekki ákvörðun sem tekin var í Valhöll, því get ég lofað þér.“ Friðjón telst sérlega eftirsóttur í það að tilheyra kosningamaskínu, hann hefur mikla reynslu í þeim efnum og það sem meira er – brennandi áhuga á kosningum. „Ég hef átt fundi með ýmsum sem hafa viljað spyrja mig um framkvæmd forsetakosninga og ég hef átt fundi með fólki sem hefur farið og farið ekki. Fólk veit að ég hef einhverja reynslu af þessu og er bóngóður. Ég hef gaman að því að tala um kosningar þannig að þetta er engin kvöð. Að bjóða mér í kaffi að tala um það sem mér finnst skemmtilegast að tala um,“ segir Friðjón og hlær. Er sjálfboðaliði eins og flestir í teyminu Að sögn Friðjóns eru allra flokka kvikindi sem tilheyra kosningateymi Katrínar. „Ég var beðinn um að koma þarna inn og mér er það ljúft og skylt, því ég hef þekkt hana lengi.“ En af hverju styðja Sjálfstæðismenn Katrínu í þessum slag? „Þeir íhaldsmenn sem styðja hana gera það út af tvennu að ég tel; Hún talar fyrir íslenskri menningu og íslenskri tungu og þeir hafa það á tilfinningunni að hún fari ekki á taugum í erfiðum aðstæðum. Treysta henni betur en öðrum til að standa í lappirnar þegar Twitter fer af stað.“ Friðjón segist muna eftir könnun sem fór fram fyrir nokkrum árum þar sem á daginn kom að tvö prósent þjóðarinnar fóru inn á Twitter. Engu að síður voru áhrif þess sem þar var sagt veruleg. En þetta segði til um hvers konar míkrókosmos Twitter eða X er, jafnvel eftir að Elon Musk keypti þetta. Friðjón segist að endingu vera í sjálfboðavinnu fyrir Katrínu, eins og flestir sem að þessu koma. „Þetta er sjálfboðaliðastarf, mánaðarsprettur, kvöld og helgarvinna og ég hlýt að geta haldið tveimur boltum á lofti,“ segir Friðjón. Hann er mættur í slaginn.
Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira