Segir borgarstjóra óttalegan vettling Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. apríl 2024 23:58 Hildur Björnsdóttir segir borgarstjóra ekki hafa sýnt leikskóla- og daggæslumálum nokkurn áhuga. Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vettlingagjörninginn hafa átt að vekja athygli á erfiðri stöðu foreldra ungabarna í Reykjavík. Gjörningurinn hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara og flokkurinn hafi aldrei boðað töfralausnir í málaflokknum. Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins komu 1.600 vettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins í gær, en svipaður fjöldi barna bíður eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Uppátækið átti meðal annars að minna borgarstjóra á leikskólavandann. Hildur sagði Sjálfstæðisflokkinn lengi hafa vakið athygli á fyrirhyggjuleysi meirihlutans í þessum málaflokki. Einar Þorsteinsson Borgarstjóri sagði svo að Sjálfstæðisflokkurinn væri með þessu að kvelja barnafólk sem bíði eftir leikskólaplássi, og að gjörningurinn geri lítið úr þeim vanda sem fólkið glímir við. Þetta væri einnig „vitleysa“ því börnin 1.600 væru ekki á biðlista heldur væru þetta umsóknir. Borgin væri í umsóknarferli og það væri hægt að tala um biðlista þegar ferlinu lyki. Þá voru leikskólakennarar einnig ósáttir við gjörninginn, en stjórn félags leikskólakennara tók ekki undir yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins þar sem boðaðar voru „skyndilausnir sem engu skila“. Stjórn Félags leikskólakennara vildi að rætt yrði um það sem skiptir öllu máli, að fjölga kennurum á leikskólastiginu. Tekur undir með Félagi leikskólakennara Hildur Björnsdóttir segir í tilkynningu til fréttastofu að vettlingarnir hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara. „Ég tek heilshugar undir með Félagi leikskólakennara hvað varðar mikilvægi þess að skólastarf í leikskólum verði endurskipulagt, ég vakti raunar máls á því í borgarstjórn fyrr í mánuðinum,“ segir Hildur. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn hafa hugsað út fyrir boxið og kynnt fjölbreyttar lausnir á borð við daggæslu á vinnustað, heimgreiðslur og aukinn stuðning við sjálfstætt starfandi leikskóla. Hún segir fjölmargt hafa verið gert til að bregðast við ákalli leikskólakennara eftir betra starfsumhverfi. Hún nefnir að leikskólaplássum hafi verið fækkað um 500 með einu pennastriki árið 2018 til að bregðast við ákalli leikskólakennara eftir færri börnum á hvern starfsmann. Opnunartími leikskólanna hafi verið styttur að kröfu leikskólakennara og vistunartími barna skertur. Svo hafi Reykjavíkurborg jafnframt tryggt rausnarlegri kjarasamninga við leikskólakennara en önnur sveitarfélög. Fjallað var um kjaramál leikskólakennara á Vísi í dag. Hildur segir þessar aðgerðir því miður ekki hafa skilað þeim árangri sem að var stefnt, og lausn biðlistavandans sé hvergi í sjónmáli. „Raunveruleikinn er auðvitað sá að þessir herramenn sem hafa deilt með sér borgarstjórastólnum hafa ekki sýnt leikskóla- og daggæslumálum nokkurn áhuga. Þetta er auðvitað stærsta jafnréttismálið sem sveitastjórnarstigið fæst við,“ segir Hildur. Hún segir að borgarstjóri hafi reynst óttalegur vettlingur og lítið hafi áunnist á hans vakt. Hún segist vera virkilega ánægð með gjörninginn og telur hann hafa verið vel heppnaðann. Honum hafi verið ætlað að kalla fram umræðu um leikskóla- og daggæslumál í borginni og það hafi tekist. Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. 24. apríl 2024 09:13 Segir lág laun leikskólakennara mýtu Borgarfulltrúi Framsóknar segir það mýtu að leikskólakennarar séu á lágum launum. Þeir séu á sambærilegum launum og lögfræðingar hjá borginni. 24. apríl 2024 14:02 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins komu 1.600 vettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins í gær, en svipaður fjöldi barna bíður eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Uppátækið átti meðal annars að minna borgarstjóra á leikskólavandann. Hildur sagði Sjálfstæðisflokkinn lengi hafa vakið athygli á fyrirhyggjuleysi meirihlutans í þessum málaflokki. Einar Þorsteinsson Borgarstjóri sagði svo að Sjálfstæðisflokkurinn væri með þessu að kvelja barnafólk sem bíði eftir leikskólaplássi, og að gjörningurinn geri lítið úr þeim vanda sem fólkið glímir við. Þetta væri einnig „vitleysa“ því börnin 1.600 væru ekki á biðlista heldur væru þetta umsóknir. Borgin væri í umsóknarferli og það væri hægt að tala um biðlista þegar ferlinu lyki. Þá voru leikskólakennarar einnig ósáttir við gjörninginn, en stjórn félags leikskólakennara tók ekki undir yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins þar sem boðaðar voru „skyndilausnir sem engu skila“. Stjórn Félags leikskólakennara vildi að rætt yrði um það sem skiptir öllu máli, að fjölga kennurum á leikskólastiginu. Tekur undir með Félagi leikskólakennara Hildur Björnsdóttir segir í tilkynningu til fréttastofu að vettlingarnir hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara. „Ég tek heilshugar undir með Félagi leikskólakennara hvað varðar mikilvægi þess að skólastarf í leikskólum verði endurskipulagt, ég vakti raunar máls á því í borgarstjórn fyrr í mánuðinum,“ segir Hildur. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn hafa hugsað út fyrir boxið og kynnt fjölbreyttar lausnir á borð við daggæslu á vinnustað, heimgreiðslur og aukinn stuðning við sjálfstætt starfandi leikskóla. Hún segir fjölmargt hafa verið gert til að bregðast við ákalli leikskólakennara eftir betra starfsumhverfi. Hún nefnir að leikskólaplássum hafi verið fækkað um 500 með einu pennastriki árið 2018 til að bregðast við ákalli leikskólakennara eftir færri börnum á hvern starfsmann. Opnunartími leikskólanna hafi verið styttur að kröfu leikskólakennara og vistunartími barna skertur. Svo hafi Reykjavíkurborg jafnframt tryggt rausnarlegri kjarasamninga við leikskólakennara en önnur sveitarfélög. Fjallað var um kjaramál leikskólakennara á Vísi í dag. Hildur segir þessar aðgerðir því miður ekki hafa skilað þeim árangri sem að var stefnt, og lausn biðlistavandans sé hvergi í sjónmáli. „Raunveruleikinn er auðvitað sá að þessir herramenn sem hafa deilt með sér borgarstjórastólnum hafa ekki sýnt leikskóla- og daggæslumálum nokkurn áhuga. Þetta er auðvitað stærsta jafnréttismálið sem sveitastjórnarstigið fæst við,“ segir Hildur. Hún segir að borgarstjóri hafi reynst óttalegur vettlingur og lítið hafi áunnist á hans vakt. Hún segist vera virkilega ánægð með gjörninginn og telur hann hafa verið vel heppnaðann. Honum hafi verið ætlað að kalla fram umræðu um leikskóla- og daggæslumál í borginni og það hafi tekist.
Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. 24. apríl 2024 09:13 Segir lág laun leikskólakennara mýtu Borgarfulltrúi Framsóknar segir það mýtu að leikskólakennarar séu á lágum launum. Þeir séu á sambærilegum launum og lögfræðingar hjá borginni. 24. apríl 2024 14:02 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55
Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. 24. apríl 2024 09:13
Segir lág laun leikskólakennara mýtu Borgarfulltrúi Framsóknar segir það mýtu að leikskólakennarar séu á lágum launum. Þeir séu á sambærilegum launum og lögfræðingar hjá borginni. 24. apríl 2024 14:02