Handtóku barnunga öfgamenn eftir stunguárás í Sydney Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 08:47 Blómvöndur við kirkju góða hirðisins í Wakeley í Ástralíu þar sem unglingspiltur stakk biskup og prest við messu. AP/Mark Baker Ástralska lögreglan handtók sjö unglinga sem eru sakaðir um ofbeldiskennda öfgahyggju og eru taldir tengast pilti sem er sakaður um að stinga biskup í kirkju í Sydney í síðustu viku. Handtökurnar voru sagðar gerðar til þess að afstýra frekari árásum. Unglingarnir sjö eru á aldrinum fimmtán til sautján ára og eru sagðir hluti af sama hóp og sextán ára piltur sem stakk biskup við messu í kirkju í Wakeley, úthverfi Sydney. Fimm aðrir unglingar voru færðir til yfirheyrslna. Fleiri en fjögur hundruð lögreglumenn tóku þátt í rassíunum. David Hudson, aðstoðarlögreglustjóri í Nýja Suður-Wales, sagði að unglingarnir hefðu verið handteknir vegna þess að af þeim væri talin stafa bráð ógn. Piltarnir aðhyllist ofsafengna öfgahyggju sem eigi sér innblástur í trúarbrögðum. Lögreglan hefur engu að síður ekki fundið neinar vísbendingar um að piltarnir hafi haft ákveðin skotmörk eða tímasetningu mögulegra árása í huga. Krissy Barrett, aðstoðarlögreglustjóri alríkislögreglunnar, sagði að lögregluaðgerðin í dag tengdist ekki minningardegi um fallna hermenn sem er á morgun. Öfgamenn hafa áður stefnt á árásir á þeim degi. Pilturinn sem stakk biskupinn í síðustu viku var ákærður fyrir hryðjuverk á föstudag. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur. Auk biskupsins særði hann prest í árásinni. Stunguárásin kom fast á hæla annarrar sem var framin í verslunarmiðstöð í Sydney. Þar stakk karlmaður fólk af handahófi og myrti sex. Engin tengsl voru á milli árásanna tveggja en árásarmaðurinn í verslunarmiðstöðinni beindi spjótum sínum að konum en lét karla vera. Ástralía Erlend sakamál Trúmál Tengdar fréttir Segja stunguárásina vera hryðjuverk Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. 16. apríl 2024 14:11 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Unglingarnir sjö eru á aldrinum fimmtán til sautján ára og eru sagðir hluti af sama hóp og sextán ára piltur sem stakk biskup við messu í kirkju í Wakeley, úthverfi Sydney. Fimm aðrir unglingar voru færðir til yfirheyrslna. Fleiri en fjögur hundruð lögreglumenn tóku þátt í rassíunum. David Hudson, aðstoðarlögreglustjóri í Nýja Suður-Wales, sagði að unglingarnir hefðu verið handteknir vegna þess að af þeim væri talin stafa bráð ógn. Piltarnir aðhyllist ofsafengna öfgahyggju sem eigi sér innblástur í trúarbrögðum. Lögreglan hefur engu að síður ekki fundið neinar vísbendingar um að piltarnir hafi haft ákveðin skotmörk eða tímasetningu mögulegra árása í huga. Krissy Barrett, aðstoðarlögreglustjóri alríkislögreglunnar, sagði að lögregluaðgerðin í dag tengdist ekki minningardegi um fallna hermenn sem er á morgun. Öfgamenn hafa áður stefnt á árásir á þeim degi. Pilturinn sem stakk biskupinn í síðustu viku var ákærður fyrir hryðjuverk á föstudag. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur. Auk biskupsins særði hann prest í árásinni. Stunguárásin kom fast á hæla annarrar sem var framin í verslunarmiðstöð í Sydney. Þar stakk karlmaður fólk af handahófi og myrti sex. Engin tengsl voru á milli árásanna tveggja en árásarmaðurinn í verslunarmiðstöðinni beindi spjótum sínum að konum en lét karla vera.
Ástralía Erlend sakamál Trúmál Tengdar fréttir Segja stunguárásina vera hryðjuverk Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. 16. apríl 2024 14:11 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Segja stunguárásina vera hryðjuverk Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. 16. apríl 2024 14:11
Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47
Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47
Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent