„Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. apríl 2024 17:56 Hildur Björnsdóttir skýtur föstum skotum á borgarstjóra. Vísir/Samsett Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gefur lítið fyrir ummæli Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Í dag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins 1600 vettlinga á gólf Ráðhússins sem þau sögðu svipað marga og börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. Einar kallaði þetta uppátæki Sjálfstæðismanna „ótrúlegan gjörning“ og sagði að með honum væri Sjálfstæðisflokkurinn að „kvelja foreldra með popúlisma og róa á kvíða barnafólk í miðju innritunarferli.“ Verið sé að innrita börn og stærstur hluti fjölskyldna þessara 1600 barna hafi þegar fengið skilaboð fá borginni um væntanlegt pláss. „Þegar kjörnir fulltrúar eyða tíma sínum í það að raða vettlingum í ráðhúsinu í stað þess að koma með raunhæfar tillögur og vinna með okkur, inni í borgarstjórn, að því að bregðast við þeim áskorunum sem eru í leikskólamálum,“ segir Einar í samtali við fréttastofu um það sem hann segir vera dæmi um það hversu mikil áskorun það sé að byggja upp traust á störfum borgarinnar. Hildur segir viðbrögð borgarstjóra við friðsælum mótmælum vera yfirdrifin og ótrúleg. „Þarna sannast hið fornkveðna að sannleikanum er hver sárreiðastur. Það er ekki gjörningur með gula vettlinga sem veldur kvíða leikskólaforeldra, heldur einmitt borgarstjóri og félagar hans,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hildur segir aðgerðarleysi og sofandaháttur hafa leitt af sér þessa kvíðavaldandi stöðu. Stöðu sem Hildur þekki sjálf og þúsundir foreldra. Hún fullyrðir að leikskólamálin séu stærsta jafnréttismál sem fengist er við á sveitastjórnarstiginu. „Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna og vinna meira - því vettlingatök munu ekki duga til að leysa þennan vanda.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Einar kallaði þetta uppátæki Sjálfstæðismanna „ótrúlegan gjörning“ og sagði að með honum væri Sjálfstæðisflokkurinn að „kvelja foreldra með popúlisma og róa á kvíða barnafólk í miðju innritunarferli.“ Verið sé að innrita börn og stærstur hluti fjölskyldna þessara 1600 barna hafi þegar fengið skilaboð fá borginni um væntanlegt pláss. „Þegar kjörnir fulltrúar eyða tíma sínum í það að raða vettlingum í ráðhúsinu í stað þess að koma með raunhæfar tillögur og vinna með okkur, inni í borgarstjórn, að því að bregðast við þeim áskorunum sem eru í leikskólamálum,“ segir Einar í samtali við fréttastofu um það sem hann segir vera dæmi um það hversu mikil áskorun það sé að byggja upp traust á störfum borgarinnar. Hildur segir viðbrögð borgarstjóra við friðsælum mótmælum vera yfirdrifin og ótrúleg. „Þarna sannast hið fornkveðna að sannleikanum er hver sárreiðastur. Það er ekki gjörningur með gula vettlinga sem veldur kvíða leikskólaforeldra, heldur einmitt borgarstjóri og félagar hans,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hildur segir aðgerðarleysi og sofandaháttur hafa leitt af sér þessa kvíðavaldandi stöðu. Stöðu sem Hildur þekki sjálf og þúsundir foreldra. Hún fullyrðir að leikskólamálin séu stærsta jafnréttismál sem fengist er við á sveitastjórnarstiginu. „Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna og vinna meira - því vettlingatök munu ekki duga til að leysa þennan vanda.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals