Innlent

Stað­festa gæslu­varð­hald tveggja sak­borninga

Jón Þór Stefánsson skrifar
Tveir menn sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi.
Tveir menn sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Vísir/Vilhelm

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Suðurland um að úrskurða tvo karlmenn í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti sem varð í Kiðjabergi um helgina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Í upphafi voru fjórir karlmenn handteknir vegna málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en aflétti síðan varðhaldinu yfir tveimur þeirra. Þeir tveir kærðu úrskurð héraðsdóms til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn.

Um er að ræða vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmunum. En mennirnir sæta einangrun.

„Áfram er unnið að rannsókn málsins og sem fyrr verða tilkynningar frá lögreglu vegna málsins settar út hér á vefinn þegar tilefni er til,“ segir í tilkynningunni.

Mennirnir allir, þeir sem voru handteknir og hinn látni, eru frá Litháen.


Tengdar fréttir

Tíðni mann­drápa í takt við fjölgun mann­fjölda

Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra.

Tveimur sleppt úr haldi á Suðurlandi

Forsvarsmenn Lögreglunnar á Suðurlandi hafa aflétt gæsluvarðhaldi yfir tveimur af þeim fjórum mönnum sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær, vegna manndráps í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×