Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2024 16:47 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir á í vök að verjast á þinginu en gríðarleg andstaða er við frumvarp sem hún mælti fyrir í dag og er því fundið flest til foráttu. vísir/vilhelm Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri sambandsins hefur sent öllum þingmönnum og ráðherrum ályktun fundarins sem fram fór fram 19. til 20 apríl. Þar segir: „Opið sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi við Íslandsstrendur veldur óhjákvæmilega erfðablöndun sem á endanum verður banabiti íslenskra laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem vegið geta upp neikvæð áhrif erfðablöndunar og íslenskir laxastofnar eru sérlega viðkvæmir fyrir henni nú þegar stofnstærðin er í lágmarki. Því krefst fundurinn þess að slíku eldi verði hætt eigi síðar en árið 2030. Þangað til verði einungis heimilt eldi með ófrjóum laxi í opnum kvíum.“ Þá varar aðalfundurinn við því að framlagt frumvarp um lagareldi á alþingi verði samþykkt óbreytt: Það myndi þýða útrýmingu villtra laxastofna.“ Í erindi Gunnars Arnar er það harmað að frumvarpið hafi tekið breytingum frá því það var lagt fyrir í samráðsgátt á þann hátt að verndun villtra laxastofna hefur verið takmörkuð. Lágmarksbreytingar sem gera þarf á frumvarpinu eru eftirfarandi: Banna notkun á frjóum laxi þegar í stað, þó þannig að þær kynslóðir sem nú eru í sjókvíum fái að klára sinn vöxt. Rekstrar- og starfsleyfi þurfa að vera tímabundin en ekki ótímabundin eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Strok eldisfiska þarf að leiða til lækkunnar framleiðsluheimilda (laxahlutar) eins gert var ráð fyrir í frumvarpinu sem lagt var fram í samráðsgátt. Þó þarf að hækka þau viðmið sem þar voru lögð til og eins þarf óþekkt strok að sæta afleiðingum líkt og lagt var til í upphafi. Verði fésektir niðurstaðan þarf að taka þak af hámarkssekt. Lækka þarf viðmiðunarmörk affalla á eldisfiski. „Ég grátbið ráðherra til að beita sér fyrir breytingum“ Þingmenn Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Viðreisnar hafa lýst yfir því að þeir séu óendanlega daprir vegna þess máls sem verið er að ræða í sal Alþingis, svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar. „Ég veit ekki hvert Vinstri græn eru komin.“ Hún grátbað ráðherra að beita sér fyrir breytingum á frumvarpinu. Tekist er á um meðal annars hvort ástæða sé til að veita rekstrarleyfi um aldur og ævi og spurt er hvers vegna fallið hafi verið frá því í meðförum ríkisstjórnar að fyrirtæki sættu framleiðsluskerðingum vegna stroks á eldisfiski og ætla í stað þess að beita sektum. Þá var það gagnrýnt að lítið sem ekkert ætti að greiða fyrir leyfin. Bjarkey Ólsen situr við sinn keyp og heldur því staðfastlega fram að um framfararskref sé að ræða. Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri sambandsins hefur sent öllum þingmönnum og ráðherrum ályktun fundarins sem fram fór fram 19. til 20 apríl. Þar segir: „Opið sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi við Íslandsstrendur veldur óhjákvæmilega erfðablöndun sem á endanum verður banabiti íslenskra laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem vegið geta upp neikvæð áhrif erfðablöndunar og íslenskir laxastofnar eru sérlega viðkvæmir fyrir henni nú þegar stofnstærðin er í lágmarki. Því krefst fundurinn þess að slíku eldi verði hætt eigi síðar en árið 2030. Þangað til verði einungis heimilt eldi með ófrjóum laxi í opnum kvíum.“ Þá varar aðalfundurinn við því að framlagt frumvarp um lagareldi á alþingi verði samþykkt óbreytt: Það myndi þýða útrýmingu villtra laxastofna.“ Í erindi Gunnars Arnar er það harmað að frumvarpið hafi tekið breytingum frá því það var lagt fyrir í samráðsgátt á þann hátt að verndun villtra laxastofna hefur verið takmörkuð. Lágmarksbreytingar sem gera þarf á frumvarpinu eru eftirfarandi: Banna notkun á frjóum laxi þegar í stað, þó þannig að þær kynslóðir sem nú eru í sjókvíum fái að klára sinn vöxt. Rekstrar- og starfsleyfi þurfa að vera tímabundin en ekki ótímabundin eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Strok eldisfiska þarf að leiða til lækkunnar framleiðsluheimilda (laxahlutar) eins gert var ráð fyrir í frumvarpinu sem lagt var fram í samráðsgátt. Þó þarf að hækka þau viðmið sem þar voru lögð til og eins þarf óþekkt strok að sæta afleiðingum líkt og lagt var til í upphafi. Verði fésektir niðurstaðan þarf að taka þak af hámarkssekt. Lækka þarf viðmiðunarmörk affalla á eldisfiski. „Ég grátbið ráðherra til að beita sér fyrir breytingum“ Þingmenn Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Viðreisnar hafa lýst yfir því að þeir séu óendanlega daprir vegna þess máls sem verið er að ræða í sal Alþingis, svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar. „Ég veit ekki hvert Vinstri græn eru komin.“ Hún grátbað ráðherra að beita sér fyrir breytingum á frumvarpinu. Tekist er á um meðal annars hvort ástæða sé til að veita rekstrarleyfi um aldur og ævi og spurt er hvers vegna fallið hafi verið frá því í meðförum ríkisstjórnar að fyrirtæki sættu framleiðsluskerðingum vegna stroks á eldisfiski og ætla í stað þess að beita sektum. Þá var það gagnrýnt að lítið sem ekkert ætti að greiða fyrir leyfin. Bjarkey Ólsen situr við sinn keyp og heldur því staðfastlega fram að um framfararskref sé að ræða.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39