Viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna Elísabet Inga Sigurðardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 21. apríl 2024 21:00 Það er örlítið rok í höfuðborginni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fékk að kenna lítillega á því. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna varðandi álag vegna skriffinsku. Hann ætlar að minnka kröfur um vottorða- og tilvísunarskrif og hefur boðað fulltrúa Félags heimilislækna á fund eftir helgi. Fyrir viku síðan fjölluðum við um mikla skriffinsku lækna. Heimilislæknir sagði stóran hluta af vinnudeginum fara í pappírsvinnu sem sé að hans mati óþarfi en verði til þess að læknar hafi varla tíma til að hitta sjúklinga sem skili sér í langri bið eftir tíma hjá heimilislækni. Heilbrigðisráðherra segist meðvitaður um stöðuna. Kröfur frá stjórnsýslunni og vinnumarkaðnum um skriffinsku lækna hafi aukist í gegnum tíðina. Hann segist í góðu sambandi við stéttina og ætlar að leysa þessi mál. „Ég get nefnt að við erum nú þegar búin að afnema tilvísanir fyrstu sex skiptin til sjúkraþjálfara og það eru nokkur þúsund samskipti sem sparast við það. Þannig það er hægt að fara beint til sjúkraþjálfara,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Klippa: Viðurkennir sein viðbrögð Þá séu fleiri slík skref til skoðunar og nefnir hann sem dæmi tilvísunarskyldu til barnalækna. „Og þar er full samstaða barnalækna og heilsugæslulækna um að létta á því kerfi. Þannig við erum að taka lið fyrir lið hvar við getum náð fram vinnusparnaði og þá reglugerðarbreytingum í samvinnu við lækna.“ Fleiri skref verði stigin í átt að minni skriffinsku. Willum viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum lækna og hefur boðað Félag heimilislækna á fund eftir helgi. „Já ég bara tek það til mín að hafa brugðist of hægt við. Þetta er mikið álag, það blasir við. Þannig við þurfum að ná fram betri og aukinni hagræðingu í samvinnu við lækna.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Læknir langþreyttur á skriffinnsku: „Mér líður oft eins og Indriða í Fóstbræðrum“ Indriði Einar Reynisson heimilislæknir er orðinn langþreyttur á óþarfa skriffinnsku við læknisvottorð og tilvísanir. Indriði situr í aðgerðahópi heimilislækna sem hefur boðað að ef þessu verði ekki breytt muni þeir grípa til einhliða aðgerða. 18. apríl 2024 12:29 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Fyrir viku síðan fjölluðum við um mikla skriffinsku lækna. Heimilislæknir sagði stóran hluta af vinnudeginum fara í pappírsvinnu sem sé að hans mati óþarfi en verði til þess að læknar hafi varla tíma til að hitta sjúklinga sem skili sér í langri bið eftir tíma hjá heimilislækni. Heilbrigðisráðherra segist meðvitaður um stöðuna. Kröfur frá stjórnsýslunni og vinnumarkaðnum um skriffinsku lækna hafi aukist í gegnum tíðina. Hann segist í góðu sambandi við stéttina og ætlar að leysa þessi mál. „Ég get nefnt að við erum nú þegar búin að afnema tilvísanir fyrstu sex skiptin til sjúkraþjálfara og það eru nokkur þúsund samskipti sem sparast við það. Þannig það er hægt að fara beint til sjúkraþjálfara,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Klippa: Viðurkennir sein viðbrögð Þá séu fleiri slík skref til skoðunar og nefnir hann sem dæmi tilvísunarskyldu til barnalækna. „Og þar er full samstaða barnalækna og heilsugæslulækna um að létta á því kerfi. Þannig við erum að taka lið fyrir lið hvar við getum náð fram vinnusparnaði og þá reglugerðarbreytingum í samvinnu við lækna.“ Fleiri skref verði stigin í átt að minni skriffinsku. Willum viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum lækna og hefur boðað Félag heimilislækna á fund eftir helgi. „Já ég bara tek það til mín að hafa brugðist of hægt við. Þetta er mikið álag, það blasir við. Þannig við þurfum að ná fram betri og aukinni hagræðingu í samvinnu við lækna.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Læknir langþreyttur á skriffinnsku: „Mér líður oft eins og Indriða í Fóstbræðrum“ Indriði Einar Reynisson heimilislæknir er orðinn langþreyttur á óþarfa skriffinnsku við læknisvottorð og tilvísanir. Indriði situr í aðgerðahópi heimilislækna sem hefur boðað að ef þessu verði ekki breytt muni þeir grípa til einhliða aðgerða. 18. apríl 2024 12:29 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Læknir langþreyttur á skriffinnsku: „Mér líður oft eins og Indriða í Fóstbræðrum“ Indriði Einar Reynisson heimilislæknir er orðinn langþreyttur á óþarfa skriffinnsku við læknisvottorð og tilvísanir. Indriði situr í aðgerðahópi heimilislækna sem hefur boðað að ef þessu verði ekki breytt muni þeir grípa til einhliða aðgerða. 18. apríl 2024 12:29