Innlent

Tveir unnu á­tján milljón krónur í Lottó

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
lottó peningar krónur
lottó peningar krónur Getty

Tveir stálheppnir miðahafar voru með allar tölur réttar í Lottó-drætti kvöldsins. Þeir skiptu með sér þreföldum potti og hlýtur hvor þeirra tæplega átján milljón króna vinning.

Annar miðinn var keyptur á lotto.is en hinn í appinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Þá var einn með fyrsta vinning í Jóker og fær tveggja milljón króna vinnning og tveir með annan vinning upp á hundrað þúsund krónur á mann. Báðir miðarnir voru í áskrift.

Heildarfjöldi vinningshafa var 7457.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×