Lífið

Snorri tekinn í bólinu af Miðflokksmönnum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Nadine Guðrún var með símann á lofti þegar Sigmundur Davíð og Bergþór mættu. Sigmundur fylgdi Snorra í Neskirkju þar sem hann var fermdur.
Nadine Guðrún var með símann á lofti þegar Sigmundur Davíð og Bergþór mættu. Sigmundur fylgdi Snorra í Neskirkju þar sem hann var fermdur.

Snorri Másson fjölmiðlamaður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason mættu í heimsókn til hans á Tómasarhagann í morgun. Þeir sögðust hafa verið í hverfinu og þurft að ræða við Snorra.

Þeir tylltu sér og byrjuðu að ræða við Snorra á alvarlegum nótum. Snorri hlustaði á þingmenn Miðflokksins í nokkra stund, væntanlega hálfringlaður yfir óvæntri heimsókninni, þegar vinir hans birtust skyndilega.

Heimsóknin reyndist hluti af steggjun Snorra sem gengur í það heilaga með Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóra Play, í sumar. Þau stefna á sumarbrúðkaup á Siglufirði. 

Meðal þess sem vinir Snorra brölluðu með honum var að fara með hann í Neskirkju þar sem Skúli Sigurður Ólafsson prestur tók á móti honum, klæddi hann í hvítan kufl og fermdi Snorra.


Tengdar fréttir

Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki

Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 

Sonur Snorra og Nadine kominn með nafn

Sonur Nadine Guðrúnar Yaghi, samskiptastjóra Play og Snorra Mássonar fjölmiðlamanns er kominn með nafn. Saman birta þau fallegar myndir frá nafnaveislunni á Instagram.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×