Innlent

Bein út­sending: Fara yfir breytingar á örorkulífeyriskerfinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir umfangsmiklar breytingar á örorkulífeyriskerfi íslands í dag. Breytingin ber yfirskriftina „Öll með“ og er markmið þeirra að einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum og gera það réttlátara.

Í yfirlýsingu segir Guðmundur að um byltingu sé að ræða og mestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu frá upphafi.

„Fólk á ekki að mæta þröskuldum heldur þjónustu. Við umbyltinguna tökum við betur utan um fólk en áður, hvort sem það tekur þátt á vinnumarkaði eða ekki. Leiðarljósið er skýrt: Að stuðla að bættum kjörum og meira öryggi og vellíðan fólks. Grunnhugsunin er sú að við séum öll með og skiptum öll máli.“

Fundurinn hefst klukkan ellefu en auk Guðmundar flytja á fundinum innlegg þær Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Huld Magnúsdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Fundarstjóri er Þuríður Harpa Sigurðardóttir.

Sýnt verður frá fundinum í dag í beinni útsendingu í spilara hér að neðan. Þá er hægt að nálgast textaða útsendingu hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×