Innlent

Kæra bónda eftir að 29 naut fundust dauð

Atli Ísleifsson skrifar
Málið er nú til frekari rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Málið er nú til frekari rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty

Matvælastofnun hefur kært til lögreglu alvarlega vanrækslu á nautgripum á lögbýli á Norðurlandi vestra eftir að 29 dauðir nautgripir fundust í gripahúsi við eftirlit sem framkvæmt var með aðstoð lögreglu.

Á vef Matvælastofnunar segir að í kjölfarið hafi starfsmenn stofnunarinnar aflífað 21 naut til viðbótar á staðnum sökum slæms ástands, allt gripir sem hafi verið hýstir í húsinu. 

„Aðrir nautgripir, sem hafði verið haldið úti við, voru hýstir yfir nóttina, en síðan voru þeir færðir til slátrunar daginn eftir. Hræjum og skrokkum hefur þegar verið fargað á viðurkenndum urðunarstað.

Matvælastofnun hefur svipt umráðamanninn heimild til dýrahalds tímabundið, eða þar til dómur fellur í málinu. Í kæru til lögreglu gerir stofnunin þá kröfu að umráðamaður verði með dómi sviptur heimild til að hafa búfé í umsjá sinni, versla með þau eða sýsla með þau með öðrum hætti.

Málið er nú til frekari rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra,“ segir í tilkynningunni.

Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×