Forseti Frakklands setur pressu á Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 15:30 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill sjá Kylian Mbappe spila á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/Visionhaus Kylian Mbappé er enn leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain en engu að síður hefur spænska félagið Real Madrid fengið ákall frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands vegna franska landsliðsframherjans. Það lítur allt út fyrir því að Mbappé yfirgefi PSG í sumar og semji við draumaliðið sitt sem er Real Madrid. Mbappé verður því væntanlega orðinn leikmaður Real Madrid þegar Ólympíuleikarnir í París byrja í lok júlí. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna er fyrir leikmenn 23 ára og yngri en hver þjóð má taka með sér þrjá eldri leikmenn. Vandamálið er að Ólympíuleikarnir eru ekki inn í landsleikjaglugga FIFA og félögin eru því ekki skyldug að sleppa leikmönnum á leikana. Evrópumótið í knattspyrnu fer líka fram í Þýskalandi í sumar og þar verður Mbappé upptekinn með franska landsliðinu. Forseti Frakklands vill líka sjá sinn mann spila á Ólympíuleikunum á heimavelli. „Mér finnst að evrópsku félögin eigi að koma til móts við okkur svo við getum sett á svið alvöru sýningu,“ sagði Emmanuel Macron við RMC Sport. Hann var spurður hvort hann væri að beina orðum sínum til Real Madrid. „Einmitt. Þegar ég sagði evrópsk félög þá var það sem ég var að meina. Leikmenn þurfa að hugsa sig um vegna undirbúningstímabilsins og auðvitað þar sem EM er fyrr um sumarið. Ég vona að við [Frakkar] verðum að spila 14. júlí [Úrslitaleikurinn],“ sagði Macron. Macron calls on Madrid to release Mbappé for Olympic Games https://t.co/KUEx4eC54D— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Ég hef ekki talað við hann [Mbappé] en ég vona að félagið hans á þeim tímapunkti leyfi honum að koma á Ólympíuleikana,“ sagði Macron. Mbappé talaði um það sjálfur í landsliðsverkefni í mars að hann vilji spila á Ólympíuleikunum en tók það jafnframt fram að það væri ekki undir honum komið. Heimildarmenn ESPN segja að Real Madrid muni ekki leyfa sínum leikmönnum að spila bæði á EM og ÓL. Mbappé, Eduardo Camavinga og Aurélien Tchouaméni þurfa því væntanlega að velja á milli. Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madrid, vill ólmur spila á Ólympíuleikunum og sagði í viðtali við Le Parisien að hann myndi gera allt sem hann geti til þess að komast þangað. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna hefst tíu dögum eftir úrslitaleik EM. Spænski boltinn Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Sjá meira
Það lítur allt út fyrir því að Mbappé yfirgefi PSG í sumar og semji við draumaliðið sitt sem er Real Madrid. Mbappé verður því væntanlega orðinn leikmaður Real Madrid þegar Ólympíuleikarnir í París byrja í lok júlí. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna er fyrir leikmenn 23 ára og yngri en hver þjóð má taka með sér þrjá eldri leikmenn. Vandamálið er að Ólympíuleikarnir eru ekki inn í landsleikjaglugga FIFA og félögin eru því ekki skyldug að sleppa leikmönnum á leikana. Evrópumótið í knattspyrnu fer líka fram í Þýskalandi í sumar og þar verður Mbappé upptekinn með franska landsliðinu. Forseti Frakklands vill líka sjá sinn mann spila á Ólympíuleikunum á heimavelli. „Mér finnst að evrópsku félögin eigi að koma til móts við okkur svo við getum sett á svið alvöru sýningu,“ sagði Emmanuel Macron við RMC Sport. Hann var spurður hvort hann væri að beina orðum sínum til Real Madrid. „Einmitt. Þegar ég sagði evrópsk félög þá var það sem ég var að meina. Leikmenn þurfa að hugsa sig um vegna undirbúningstímabilsins og auðvitað þar sem EM er fyrr um sumarið. Ég vona að við [Frakkar] verðum að spila 14. júlí [Úrslitaleikurinn],“ sagði Macron. Macron calls on Madrid to release Mbappé for Olympic Games https://t.co/KUEx4eC54D— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Ég hef ekki talað við hann [Mbappé] en ég vona að félagið hans á þeim tímapunkti leyfi honum að koma á Ólympíuleikana,“ sagði Macron. Mbappé talaði um það sjálfur í landsliðsverkefni í mars að hann vilji spila á Ólympíuleikunum en tók það jafnframt fram að það væri ekki undir honum komið. Heimildarmenn ESPN segja að Real Madrid muni ekki leyfa sínum leikmönnum að spila bæði á EM og ÓL. Mbappé, Eduardo Camavinga og Aurélien Tchouaméni þurfa því væntanlega að velja á milli. Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madrid, vill ólmur spila á Ólympíuleikunum og sagði í viðtali við Le Parisien að hann myndi gera allt sem hann geti til þess að komast þangað. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna hefst tíu dögum eftir úrslitaleik EM.
Spænski boltinn Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Sjá meira