Forseti Frakklands setur pressu á Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 15:30 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill sjá Kylian Mbappe spila á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/Visionhaus Kylian Mbappé er enn leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain en engu að síður hefur spænska félagið Real Madrid fengið ákall frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands vegna franska landsliðsframherjans. Það lítur allt út fyrir því að Mbappé yfirgefi PSG í sumar og semji við draumaliðið sitt sem er Real Madrid. Mbappé verður því væntanlega orðinn leikmaður Real Madrid þegar Ólympíuleikarnir í París byrja í lok júlí. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna er fyrir leikmenn 23 ára og yngri en hver þjóð má taka með sér þrjá eldri leikmenn. Vandamálið er að Ólympíuleikarnir eru ekki inn í landsleikjaglugga FIFA og félögin eru því ekki skyldug að sleppa leikmönnum á leikana. Evrópumótið í knattspyrnu fer líka fram í Þýskalandi í sumar og þar verður Mbappé upptekinn með franska landsliðinu. Forseti Frakklands vill líka sjá sinn mann spila á Ólympíuleikunum á heimavelli. „Mér finnst að evrópsku félögin eigi að koma til móts við okkur svo við getum sett á svið alvöru sýningu,“ sagði Emmanuel Macron við RMC Sport. Hann var spurður hvort hann væri að beina orðum sínum til Real Madrid. „Einmitt. Þegar ég sagði evrópsk félög þá var það sem ég var að meina. Leikmenn þurfa að hugsa sig um vegna undirbúningstímabilsins og auðvitað þar sem EM er fyrr um sumarið. Ég vona að við [Frakkar] verðum að spila 14. júlí [Úrslitaleikurinn],“ sagði Macron. Macron calls on Madrid to release Mbappé for Olympic Games https://t.co/KUEx4eC54D— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Ég hef ekki talað við hann [Mbappé] en ég vona að félagið hans á þeim tímapunkti leyfi honum að koma á Ólympíuleikana,“ sagði Macron. Mbappé talaði um það sjálfur í landsliðsverkefni í mars að hann vilji spila á Ólympíuleikunum en tók það jafnframt fram að það væri ekki undir honum komið. Heimildarmenn ESPN segja að Real Madrid muni ekki leyfa sínum leikmönnum að spila bæði á EM og ÓL. Mbappé, Eduardo Camavinga og Aurélien Tchouaméni þurfa því væntanlega að velja á milli. Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madrid, vill ólmur spila á Ólympíuleikunum og sagði í viðtali við Le Parisien að hann myndi gera allt sem hann geti til þess að komast þangað. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna hefst tíu dögum eftir úrslitaleik EM. Spænski boltinn Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira
Það lítur allt út fyrir því að Mbappé yfirgefi PSG í sumar og semji við draumaliðið sitt sem er Real Madrid. Mbappé verður því væntanlega orðinn leikmaður Real Madrid þegar Ólympíuleikarnir í París byrja í lok júlí. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna er fyrir leikmenn 23 ára og yngri en hver þjóð má taka með sér þrjá eldri leikmenn. Vandamálið er að Ólympíuleikarnir eru ekki inn í landsleikjaglugga FIFA og félögin eru því ekki skyldug að sleppa leikmönnum á leikana. Evrópumótið í knattspyrnu fer líka fram í Þýskalandi í sumar og þar verður Mbappé upptekinn með franska landsliðinu. Forseti Frakklands vill líka sjá sinn mann spila á Ólympíuleikunum á heimavelli. „Mér finnst að evrópsku félögin eigi að koma til móts við okkur svo við getum sett á svið alvöru sýningu,“ sagði Emmanuel Macron við RMC Sport. Hann var spurður hvort hann væri að beina orðum sínum til Real Madrid. „Einmitt. Þegar ég sagði evrópsk félög þá var það sem ég var að meina. Leikmenn þurfa að hugsa sig um vegna undirbúningstímabilsins og auðvitað þar sem EM er fyrr um sumarið. Ég vona að við [Frakkar] verðum að spila 14. júlí [Úrslitaleikurinn],“ sagði Macron. Macron calls on Madrid to release Mbappé for Olympic Games https://t.co/KUEx4eC54D— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Ég hef ekki talað við hann [Mbappé] en ég vona að félagið hans á þeim tímapunkti leyfi honum að koma á Ólympíuleikana,“ sagði Macron. Mbappé talaði um það sjálfur í landsliðsverkefni í mars að hann vilji spila á Ólympíuleikunum en tók það jafnframt fram að það væri ekki undir honum komið. Heimildarmenn ESPN segja að Real Madrid muni ekki leyfa sínum leikmönnum að spila bæði á EM og ÓL. Mbappé, Eduardo Camavinga og Aurélien Tchouaméni þurfa því væntanlega að velja á milli. Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madrid, vill ólmur spila á Ólympíuleikunum og sagði í viðtali við Le Parisien að hann myndi gera allt sem hann geti til þess að komast þangað. Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna hefst tíu dögum eftir úrslitaleik EM.
Spænski boltinn Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira