Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir hefjast á slaginu 12.
Hádegisfréttir hefjast á slaginu 12.

Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðandanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir þó geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. Rætt verður við hana í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Sex voru stungnir til bana, þar af fimm konur og einn karlmaður, í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í morgun þegar karlmaður réðst á fólk af handahófi. Átta eru á sjúkrahúsi, þar af níu mánaða gamalt barn sem gengist hefur undir skurðaðgerðir.

Það verður mikið um að vera í Neskaupstað í dag því Verkmenntaskóli Austurlands stendur fyrir Tæknidegi fjölskyldunnar. Þar verður hægt að kynnast nýjustu tækni, vísindum, nýsköpun og þróun á Austurlandi.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 13. apríl 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×