Gosið helst stöðugt og landris heldur áfram Atli Ísleifsson skrifar 12. apríl 2024 14:30 Engin greinileg merki eru um framrás hrauns við varnargarða norðan Grindavíkur, Suðurstrandarveg eða Melhólsnámu. Vísir/Vilhelm Eldgos sem hófst í Sundhnúksgígsröðinni þann 16. mars síðastliðinn helst enn stöðugt og hefur landris í Svartsengi haldið áfram á svipuðum hraða síðan í byrjun apríl. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem segir að hættumat gildi til 16. apríl að öllu óbreyttu. Áfram er hætta á gasmengun og er fólki á svæðinu bent á að fylgjast með. Áfram er einn gígur virkur eins og hefur verið síðan 5. apríl og rennur hraun áfram til suðurs frá gígnum. Hraunið nær þó ekki langt og heldur hraunbreiðan því áfram að byggjast upp nærri gígnum. Engin greinileg merki eru um framrás hrauns við varnargarða norðan Grindavíkur, Suðurstrandarveg eða Melhólsnámu. Mynd sem tekin var á miðvikudaginn þar sem sjá má virka gíginn eins og hann sést frá Sundhnúk.Veðurstofan/Jón Bjarni Friðriksson „Landris í Svartsengi heldur áfram á svipuðum hraða, en í byrjun apríl jókst hraði þess miðað við tímabilið frá því að eldgosið hófst 16. mars til mánaðarmóta. Það gefur til kynna að meirihluti kvikunnar sem streymir undir Svartsengi safnist saman þar og valdi auknum þrýstingi og landrisi. Á meðan eldgosinu stendur er þó áfram opin tenging á milli kvikusöfnunarsvæðisins í Svartsengi og Sundhnúksgígaraðarinnar og hluti kvikunnar flæðir þar upp á yfirborð. Mishraðar breytingar á landrisinu geta sést á milli daga en heilt yfir er hraðinn stöðugur síðan í byrjun apríl. Hættumat er óbreytt og gildir að öllu óbreyttu til kl. 15:00 þann 16. apríl. Sjá nánar hér. Áfram er hætta á gasmengun frá eldgosinu sem getur valdið mengun í byggð Reykjanesskaganum og bendum við fólki á svæðinu að fylgjast með á loftgæði og kynna sér þar viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu,“ segir í tilkynningunni. Hættumatskort sem gildir til 16. apríl 2024 að öllu óbreyttu.Veðurstofan Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Opna Grindavíkurveg fyrir íbúa, starfsfólk og viðbragðsaðila Vegagerðin opnaði Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut eða Grindavík þeim sem eiga erindi þar í dag. Aðeins Grindvíkingar, viðbragðsaðilar og starfsfólk fyrirtækja í bænum og við Svartsengi mega aka veginn. 11. apríl 2024 21:45 Hraunbreiðan orðin rúmir sex ferkílómetrar Þrátt fyrir að dregið hafi úr krafti eldgossins eru ekki merki um að heildar kvikuflæði frá dýpi sé að minnka. Það er samanlagt magn sem safnast saman undir Svartsengi auk þeirra kviku sem flæðir upp á yfirborð í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. 9. apríl 2024 15:46 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem segir að hættumat gildi til 16. apríl að öllu óbreyttu. Áfram er hætta á gasmengun og er fólki á svæðinu bent á að fylgjast með. Áfram er einn gígur virkur eins og hefur verið síðan 5. apríl og rennur hraun áfram til suðurs frá gígnum. Hraunið nær þó ekki langt og heldur hraunbreiðan því áfram að byggjast upp nærri gígnum. Engin greinileg merki eru um framrás hrauns við varnargarða norðan Grindavíkur, Suðurstrandarveg eða Melhólsnámu. Mynd sem tekin var á miðvikudaginn þar sem sjá má virka gíginn eins og hann sést frá Sundhnúk.Veðurstofan/Jón Bjarni Friðriksson „Landris í Svartsengi heldur áfram á svipuðum hraða, en í byrjun apríl jókst hraði þess miðað við tímabilið frá því að eldgosið hófst 16. mars til mánaðarmóta. Það gefur til kynna að meirihluti kvikunnar sem streymir undir Svartsengi safnist saman þar og valdi auknum þrýstingi og landrisi. Á meðan eldgosinu stendur er þó áfram opin tenging á milli kvikusöfnunarsvæðisins í Svartsengi og Sundhnúksgígaraðarinnar og hluti kvikunnar flæðir þar upp á yfirborð. Mishraðar breytingar á landrisinu geta sést á milli daga en heilt yfir er hraðinn stöðugur síðan í byrjun apríl. Hættumat er óbreytt og gildir að öllu óbreyttu til kl. 15:00 þann 16. apríl. Sjá nánar hér. Áfram er hætta á gasmengun frá eldgosinu sem getur valdið mengun í byggð Reykjanesskaganum og bendum við fólki á svæðinu að fylgjast með á loftgæði og kynna sér þar viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu,“ segir í tilkynningunni. Hættumatskort sem gildir til 16. apríl 2024 að öllu óbreyttu.Veðurstofan
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Opna Grindavíkurveg fyrir íbúa, starfsfólk og viðbragðsaðila Vegagerðin opnaði Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut eða Grindavík þeim sem eiga erindi þar í dag. Aðeins Grindvíkingar, viðbragðsaðilar og starfsfólk fyrirtækja í bænum og við Svartsengi mega aka veginn. 11. apríl 2024 21:45 Hraunbreiðan orðin rúmir sex ferkílómetrar Þrátt fyrir að dregið hafi úr krafti eldgossins eru ekki merki um að heildar kvikuflæði frá dýpi sé að minnka. Það er samanlagt magn sem safnast saman undir Svartsengi auk þeirra kviku sem flæðir upp á yfirborð í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. 9. apríl 2024 15:46 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Opna Grindavíkurveg fyrir íbúa, starfsfólk og viðbragðsaðila Vegagerðin opnaði Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut eða Grindavík þeim sem eiga erindi þar í dag. Aðeins Grindvíkingar, viðbragðsaðilar og starfsfólk fyrirtækja í bænum og við Svartsengi mega aka veginn. 11. apríl 2024 21:45
Hraunbreiðan orðin rúmir sex ferkílómetrar Þrátt fyrir að dregið hafi úr krafti eldgossins eru ekki merki um að heildar kvikuflæði frá dýpi sé að minnka. Það er samanlagt magn sem safnast saman undir Svartsengi auk þeirra kviku sem flæðir upp á yfirborð í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. 9. apríl 2024 15:46
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir