Áttaði sig ekki á atvikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna Jón Þór Stefánsson skrifar 12. apríl 2024 13:27 Slysið átti sér stað á gatnamótum Strandgötu og Hofsbrautar á Akureyri. Vísir/Vilhelm Gangandi vegfarandi lést eftir umferðarslys á Akureyri í ágúst 2022. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur birt skýrslu um atvikið, en þar segir að megin ástæða slyssins hafi verið sú að ökumaðurinn hafi ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda, sem átti forgang. Þó er tekið fram að orsakir slyssins hafi verið fleiri, og að mögulega væri bíllinn sem ekið var á manninn þannig hannaður að illa hafi mátt sjá vegfarandann. Ökumaðurinn ók Mercedes Benz fólksbíl um Strandgötu á Akureyri, og ætlaði að beygja inn á Hofsbraut. Í sömu andrá var gangandi vegfarandinn að fara fyrir Hofsbraut, og varð fyrir bílnum og slasaðist alvarlega við áreksturinn. Hann lést daginn eftir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Að sögn ökumannsins var hann með hugann við umferð úr gagnstæðri átt um Strandgötu þegar hann var að taka beygjuna. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við vegfarandann fyrr en áraksturinn varð, en taldi sig þá hafa ekið upp á kantstein umferðareyju. Hann hafi í raun ekki áttað sig á því hvað hafi átt sér stað fyrr en hann leit til vinstri og sá vegfarandann falla í götuna. Vettvangur slyssins.RNSA Myndbandsupptaka er til af árekstrinum. Þar segir að bílnum hafi verið ekið á fimmtán kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er fimmtíu kílómetrar. Fram kemur að í upptökunni sjáist ekki að stefnuljós hafi ekki verið notað. „Frá því að ökumaður byrjaði að beygja bifreiðinni þar til slysið varð, leið u.þ.b. ein sekúnda. Það er sá tími sem gangandi vegfarandinn hafði til að átta sig á stefnubreytingu bifreiðarinnar og bregðast við ef stefnuljós var ekki notað,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Ófullnægjandi merkingar Byggingaframkvæmdir voru í gangi skammt frá vettvangi slyssins, en í skýrslunni segir að færsla gatnamóta og merkingar þar hafi ekki verið fullnægjandi. „Aðgreining gangandi og akandi umferðar við byggingarframkvæmdir voru götumerktar með óbrotnum línum og engin hindrun eða vörn var fyrir óvarða gangandi vegfarendur við gatnamótin. Ekki var gert ráð fyrir að gangandi vegfarendur þveruðu Hofsbót við gatnamótin sem takmarkaði leiðarval gangandi vegfarenda við sunnanverða Hofsbót. Rangar merkingar voru á akbraut Hofsbótar sem gátu gefið til kynna að einstefna væri á Hofsbót til norðvesturs.“ Þar að auki vantaði öryggisáætlun fyrir framkvæmdir við veg. Fram kemur að hvorki hafi verið unnin formleg öryggisáætlun né skipaður eftirlitsmaður til að framfylgja henni af veghaldara. Illa sást úr Benzinum Á meðal þess sem er til umfjöllunar í skýrslunni er að svokallaður A-póstur Mercedes Benz bílsins, það er að segja bitinn milli framrúðu og hliðarrúðu ökumannssætis. Pósturinn er sagður þannig hannaður að „blinda svæðið við vinstra framhorn er stórt og minnkar útsýn ökumanns talsvert, sérstaklega þegar beygt er til vinstri.“ Jafnframt skyggi hliðarspegill bílsins á þá útsýn. Úr skýrslu rannsóknarnefndar.RNSA Sviðsettu atburðinn Lögreglan sviðssetti atvikið þar sem lögreglumaður gekk sömu leið og hinn látni um leið og Mercedes Benz bíl var ekið líkt og í slysinu. Í sviðsetningunni endaði gangandi vegfarandann í blinda svæðinu á bak við A-póstinn. „Því er mögulegt að ökumaður Mercedes Benz bifreiðarinnar hafi ekki orðið var við gangandi vegfarandann fyrr en árekstur varð,“ segir í skýrslunni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur Akureyrarbæ til að sjá til þess að bætt sé úr merkingum og gönguþverunum við vinnusvæði Hofsbótar, þar sem slysið varð, til að auka umferðaröryggi og þar með tryggja öryggi óvarinna vegfarenda um svæðið. Jafnframt er bæjarfélagið hvatt til þess að vinna öryggisáætlun og skipa eftirlitsmann þegar framkvæmdir hafa áhrif á umferð gangandi eða akandi. Akureyri Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ökumaðurinn ók Mercedes Benz fólksbíl um Strandgötu á Akureyri, og ætlaði að beygja inn á Hofsbraut. Í sömu andrá var gangandi vegfarandinn að fara fyrir Hofsbraut, og varð fyrir bílnum og slasaðist alvarlega við áreksturinn. Hann lést daginn eftir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Að sögn ökumannsins var hann með hugann við umferð úr gagnstæðri átt um Strandgötu þegar hann var að taka beygjuna. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við vegfarandann fyrr en áraksturinn varð, en taldi sig þá hafa ekið upp á kantstein umferðareyju. Hann hafi í raun ekki áttað sig á því hvað hafi átt sér stað fyrr en hann leit til vinstri og sá vegfarandann falla í götuna. Vettvangur slyssins.RNSA Myndbandsupptaka er til af árekstrinum. Þar segir að bílnum hafi verið ekið á fimmtán kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er fimmtíu kílómetrar. Fram kemur að í upptökunni sjáist ekki að stefnuljós hafi ekki verið notað. „Frá því að ökumaður byrjaði að beygja bifreiðinni þar til slysið varð, leið u.þ.b. ein sekúnda. Það er sá tími sem gangandi vegfarandinn hafði til að átta sig á stefnubreytingu bifreiðarinnar og bregðast við ef stefnuljós var ekki notað,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Ófullnægjandi merkingar Byggingaframkvæmdir voru í gangi skammt frá vettvangi slyssins, en í skýrslunni segir að færsla gatnamóta og merkingar þar hafi ekki verið fullnægjandi. „Aðgreining gangandi og akandi umferðar við byggingarframkvæmdir voru götumerktar með óbrotnum línum og engin hindrun eða vörn var fyrir óvarða gangandi vegfarendur við gatnamótin. Ekki var gert ráð fyrir að gangandi vegfarendur þveruðu Hofsbót við gatnamótin sem takmarkaði leiðarval gangandi vegfarenda við sunnanverða Hofsbót. Rangar merkingar voru á akbraut Hofsbótar sem gátu gefið til kynna að einstefna væri á Hofsbót til norðvesturs.“ Þar að auki vantaði öryggisáætlun fyrir framkvæmdir við veg. Fram kemur að hvorki hafi verið unnin formleg öryggisáætlun né skipaður eftirlitsmaður til að framfylgja henni af veghaldara. Illa sást úr Benzinum Á meðal þess sem er til umfjöllunar í skýrslunni er að svokallaður A-póstur Mercedes Benz bílsins, það er að segja bitinn milli framrúðu og hliðarrúðu ökumannssætis. Pósturinn er sagður þannig hannaður að „blinda svæðið við vinstra framhorn er stórt og minnkar útsýn ökumanns talsvert, sérstaklega þegar beygt er til vinstri.“ Jafnframt skyggi hliðarspegill bílsins á þá útsýn. Úr skýrslu rannsóknarnefndar.RNSA Sviðsettu atburðinn Lögreglan sviðssetti atvikið þar sem lögreglumaður gekk sömu leið og hinn látni um leið og Mercedes Benz bíl var ekið líkt og í slysinu. Í sviðsetningunni endaði gangandi vegfarandann í blinda svæðinu á bak við A-póstinn. „Því er mögulegt að ökumaður Mercedes Benz bifreiðarinnar hafi ekki orðið var við gangandi vegfarandann fyrr en árekstur varð,“ segir í skýrslunni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur Akureyrarbæ til að sjá til þess að bætt sé úr merkingum og gönguþverunum við vinnusvæði Hofsbótar, þar sem slysið varð, til að auka umferðaröryggi og þar með tryggja öryggi óvarinna vegfarenda um svæðið. Jafnframt er bæjarfélagið hvatt til þess að vinna öryggisáætlun og skipa eftirlitsmann þegar framkvæmdir hafa áhrif á umferð gangandi eða akandi.
Akureyri Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira