Stakk bekkjarsystur fyrir Slender Man og losnar ekki af geðdeild Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2024 10:31 Morgan Geyser var tólf ára gömul þegar hún stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum og myrti hana næstum því. Skjáskot Ung kona sem stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum í Wisconsin í Bandaríkjunum árið 2014, til að ganga í augun á skáldaðri internet-persónu sem kallast Slender Man, má ekki ganga laus. Dómari segir að hún verði áfram vistuð á geðsjúkrahúsi, þar sem hún hefur verið um árabil, þrátt fyrir að geðlæknar hafi sagt hana geta snúið aftur út í samfélagið, með ákveðnum skilyrðum. Morgan Geyser var tólf ára gömul þegar hún stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum og myrti hana næstum því, meðan Anissa Weier, önnur bekkjarsystir hennar, hvatti hana áfram. Þær sögðust hafa gert þetta til að friða Slender Man af ótta við að persónan myndi skaða fjölskyldur þeirra. Sjá einnig: Stungu tólf ára stúlku nítján sinnum Geyser, sem er nú 21 árs gömul, var greind með geðklofa en geðlæknar sögðu í dómsal á dögunum að hún hefði verið án lyfja frá 2022 og hefði engin ný einkenni sýnt síðan þá, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Einn geðlæknir Geyser sagði hana hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og að í dag þyrfti hún hjálp við að aðlagast samfélaginu. Hún þyrfti menntun og aðstoð við að verða sjálfstæð. Því lagði hann til að hún yrði send á meðferðarheimili. Annar læknir tók undir það og sagði Geyser hafa tekið virkan þátt í eigin meðferð. Hún sagðist telja að ekkert meira væri hægt að gera fyrir hana á geðsjúkrahúsinu þar sem hún hefur verið frá 2018. Tveir aðrir sérfræðingar sögðu Geyser ekki tilbúna fyrir það að losna af sjúkrahúsi að svo stöddu. Annar sagði Geyser hafa haldið því fram að hún hefði þóst eiga við geðræn vandamál að stríða, sem væri ekki í samræmi við meðferð hennar. Hinn sagði hana enn mögulega ógna öryggi fólks. Hér að neðan má sjá myndband úr dómsal frá því á miðvikudaginn. Myndbandið er ekki textað. Almenningur njóti vafans Dómarinn Michael Bohren vildi ekki sleppa Geyser út í samfélagið að svo stöddu. Hann sagði almenning eiga að njóta vafans og vísaði til þess að Geyser hefði gefið í skyn að hún hefði stungið bekkjarsystur sína til að losna undan ofbeldisfullum föður sínum, sem nú væri látinn. Hann sagði það koma niður á trúverðugleika hennar og leysa þyrfti úr því áður en henni yrði sleppt. Tony Cotton, lögmaður Geyser, sagði í kjölfarið að hún hefði ekki breytt sögu sinni. Hún teldi að hún hefði stungið fórnarlambið vegna geðrænna vandamála sem tengdust ofbeldi sem hún hefði verið beitt. Ekki vegna geðklofa. Geyser getur farið aftur fram á að vera sleppt eftir hálft ár. Weier var einnig vistuð á geðdeild á sínum tíma en henni var sleppt árið 2021. Hún býr hjá föður sínum en þarf ávallt að bera GPS-sendi. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Morgan Geyser var tólf ára gömul þegar hún stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum og myrti hana næstum því, meðan Anissa Weier, önnur bekkjarsystir hennar, hvatti hana áfram. Þær sögðust hafa gert þetta til að friða Slender Man af ótta við að persónan myndi skaða fjölskyldur þeirra. Sjá einnig: Stungu tólf ára stúlku nítján sinnum Geyser, sem er nú 21 árs gömul, var greind með geðklofa en geðlæknar sögðu í dómsal á dögunum að hún hefði verið án lyfja frá 2022 og hefði engin ný einkenni sýnt síðan þá, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Einn geðlæknir Geyser sagði hana hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og að í dag þyrfti hún hjálp við að aðlagast samfélaginu. Hún þyrfti menntun og aðstoð við að verða sjálfstæð. Því lagði hann til að hún yrði send á meðferðarheimili. Annar læknir tók undir það og sagði Geyser hafa tekið virkan þátt í eigin meðferð. Hún sagðist telja að ekkert meira væri hægt að gera fyrir hana á geðsjúkrahúsinu þar sem hún hefur verið frá 2018. Tveir aðrir sérfræðingar sögðu Geyser ekki tilbúna fyrir það að losna af sjúkrahúsi að svo stöddu. Annar sagði Geyser hafa haldið því fram að hún hefði þóst eiga við geðræn vandamál að stríða, sem væri ekki í samræmi við meðferð hennar. Hinn sagði hana enn mögulega ógna öryggi fólks. Hér að neðan má sjá myndband úr dómsal frá því á miðvikudaginn. Myndbandið er ekki textað. Almenningur njóti vafans Dómarinn Michael Bohren vildi ekki sleppa Geyser út í samfélagið að svo stöddu. Hann sagði almenning eiga að njóta vafans og vísaði til þess að Geyser hefði gefið í skyn að hún hefði stungið bekkjarsystur sína til að losna undan ofbeldisfullum föður sínum, sem nú væri látinn. Hann sagði það koma niður á trúverðugleika hennar og leysa þyrfti úr því áður en henni yrði sleppt. Tony Cotton, lögmaður Geyser, sagði í kjölfarið að hún hefði ekki breytt sögu sinni. Hún teldi að hún hefði stungið fórnarlambið vegna geðrænna vandamála sem tengdust ofbeldi sem hún hefði verið beitt. Ekki vegna geðklofa. Geyser getur farið aftur fram á að vera sleppt eftir hálft ár. Weier var einnig vistuð á geðdeild á sínum tíma en henni var sleppt árið 2021. Hún býr hjá föður sínum en þarf ávallt að bera GPS-sendi.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira