Innlent

Höfðu af­skipti af barnaníðingi í Dalslaug

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Í bréfi sem var sent á forráðamenn barna í Ingunnarskóla kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af dæmdum barnaníðingi í Dalslaug í Úlfarsárdal í dag.
Í bréfi sem var sent á forráðamenn barna í Ingunnarskóla kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af dæmdum barnaníðingi í Dalslaug í Úlfarsárdal í dag. Facebook

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hafði af­skipti af dæmd­um barn­aníðingi í Dals­laug í Úlfarsár­dal fyrr í dag. Maðurinn sótti laugina á skólatíma og var lögregla kölluð á vettvang.

Mbl greindi frá afskiptum lögreglu af manninum og hefur þar eftir bréfi sem sent var á forráðamenn barna í Ingunnarskóla. 

Fyrr í dag fjallaði Vísir um að Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla, hefði í pósti varað foreldra og forráðamenn barna í skólanum við dæmdum kynferðisbrotamanni sem leitaði í laugina.

Í bréfinu kom fram að maðurinn spjallaði reglulega við drengi á skólatíma og að næst þegar hann kæmi í hús yrði hann kallaður inn til forstöðumanns, ásamt skólastjórnanda og kallað yrði á lögregluna.

Mbl greinir frá því að eftir að fyrra bréfið var sent á forráðamenn Dalskóla hafi annað bréf verið sent á foreldra barna í Ingunnarskóla. Þar var greint frá því að maðurinn hefði farið í laugina á skólatíma, áðurnefnt verkferli hefði verið virkjað, lögreglan verið kölluð til og haft afskipti af honum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn að baki tvo fangelsisdóma. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertum unglingsdreng og hins vegar fyrir að hafa í fórum sínum gríðarlega mikið magn barnaníðsefnis. Annar dómurinn var á þriðja ár í fangelsi og hitt á fjórða ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×