Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2024 07:24 Assange hefur verið á flótta yfir valdatíð þriggja Bandaríkjaforseta. Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. „Við erum að íhuga það,“ svaraði forsetinn þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, þar sem hann tók á móti Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan. Yfirréttur í Lundúnum úrskurðaði í síðasta mánuði að Assange yrði ekki framseldur til Bandaríkjanna að svo stöddu, heldur yrði yfirvöldum vestanhafs gefnar þrjár vikur til að leggja fram gögn til að sýna fram á að Assange myndi fá að vísa til tjáningarfrelsisins við réttarhöld, að honum yrði ekki mismunað við réttarhöldin né við afplánun og að hann ætti ekki yfir höfði sér dauðarefsinguna. Stella Assange, eiginkona Julian, hefur skorað á stjórnvöld í Bandaríkjunum að falla frá málsókninni gegn eiginmanni sínum frekar en að halda áfram með málið í Bretlandi. Áður en yfirréttur kvað upp dóm sinn hafði verið greint frá því að dómsmálaráðuneytið væri að íhuga að bjóða Assange dómsátt, sem fæli í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn gegn því að vera ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlegri glæpi. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, kallaði fréttaflutninginn „vangaveltur“ og benti á ummæli lögmanns Assange, sem sagði ekkert benda til annars en að Bandaríkjamenn væru enn staðráðnir í að fá Assange framseldan. Bandaríkin Bretland Mál Julians Assange Joe Biden Tengdar fréttir Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38 Örlög Julian Assange ráðast í næstu viku Það kemur í ljós í næstu viku hvort Julian Assange fær heimild til að áfrýja framsalsmáli sínu einu sinni til viðbótar. Ef svarið verður nei, óttast eiginkona hans að hann verði fluttur til Bandaríkjanna innan fárra daga. 16. febrúar 2024 07:33 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
„Við erum að íhuga það,“ svaraði forsetinn þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, þar sem hann tók á móti Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan. Yfirréttur í Lundúnum úrskurðaði í síðasta mánuði að Assange yrði ekki framseldur til Bandaríkjanna að svo stöddu, heldur yrði yfirvöldum vestanhafs gefnar þrjár vikur til að leggja fram gögn til að sýna fram á að Assange myndi fá að vísa til tjáningarfrelsisins við réttarhöld, að honum yrði ekki mismunað við réttarhöldin né við afplánun og að hann ætti ekki yfir höfði sér dauðarefsinguna. Stella Assange, eiginkona Julian, hefur skorað á stjórnvöld í Bandaríkjunum að falla frá málsókninni gegn eiginmanni sínum frekar en að halda áfram með málið í Bretlandi. Áður en yfirréttur kvað upp dóm sinn hafði verið greint frá því að dómsmálaráðuneytið væri að íhuga að bjóða Assange dómsátt, sem fæli í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn gegn því að vera ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlegri glæpi. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, kallaði fréttaflutninginn „vangaveltur“ og benti á ummæli lögmanns Assange, sem sagði ekkert benda til annars en að Bandaríkjamenn væru enn staðráðnir í að fá Assange framseldan.
Bandaríkin Bretland Mál Julians Assange Joe Biden Tengdar fréttir Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38 Örlög Julian Assange ráðast í næstu viku Það kemur í ljós í næstu viku hvort Julian Assange fær heimild til að áfrýja framsalsmáli sínu einu sinni til viðbótar. Ef svarið verður nei, óttast eiginkona hans að hann verði fluttur til Bandaríkjanna innan fárra daga. 16. febrúar 2024 07:33 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20
Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38
Örlög Julian Assange ráðast í næstu viku Það kemur í ljós í næstu viku hvort Julian Assange fær heimild til að áfrýja framsalsmáli sínu einu sinni til viðbótar. Ef svarið verður nei, óttast eiginkona hans að hann verði fluttur til Bandaríkjanna innan fárra daga. 16. febrúar 2024 07:33