Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 09:54 Sigurður Ingi sæll með nýja starfsmannakortið að fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. Þórdís hefur verið fjármálaráðherra frá því í október þegar Bjarni Benediktsson sagði af sér því embætti. Bjarni tók í morgun við lyklum að forsætisráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur. Þórdís afhenti Sigurði starfsmannakort að ráðuneytinu. Hún sagði ekki tilefni til að hafa þessa athöfn langa. Þau væru buin að vinna lengi saman og Sigurður Ingi þekkti vel þær áskoranir sem eru í fjármálaráðuneytinu. Þangað komi nærri öll mál og hlaupabrettið sé hátt stillt. Hún sagði framúrskarandi fólk starfa í ráðuneytinu sem þekki það vel að hlaupa hratt. Þau viti bæði hver verkefnin séu. Það sé til dæmis fjármálaáætlunin. Þórdís segir það alltaf blendnar tilfinningar að skipta um ráðuneyti. Hún hafi verið rétt að byrja í fjármálaráðuneytinu og hafi aðeins verið þar í hálft ár. Hún hafi verið að vinna að fjármálaáætlun og svo hafi verið gerðir kjarasamningar og þeir samþykktir. Svo hafi málefni Grindvíkinga verið áberandi. Hún hafi ætlað sér að vera lengur í ráðuneytinu og hafi viljað það. „En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan“ sagði Þórdís. Hún sagði einnig áríðandi verkefni í utanríkisráðuneytinu og að hún takist á við þau af mikilli ábyrgð. Sigurður Ingi þakkaði Þórdísi fyrir lyklana. Hann sagðist vita að það væri framúrskarandi starfsfólk í ráðuneytinu og að hann hlakkaði til að kljást við verkefnin sem eru í ráðuneytinu. Þetta sé spennandi starf og hann hlakki til áframhaldandi samstarfs. Það sé ekki mikið eftir af kjörtímabilinu en að þau ætli að klára verkefnin á þeim tíma. Sigurður Ingi segir það góða tilfinningu að taka við nýju embætti og nýjum verkefnum. Það þurfi að sýna því auðmýkt þó hann komi ekki alveg nýr að verkefninu. Hann hafi verið í ráðherranefnd um ríkisfjármál frá árinu 2016. Það séu mikilvæg verkefni í ráðuneytinu og hann hlakki til. Sigurður Ingi segir líklegt að fjármálaáætlun verði lögð fram í næstu viku og svo verði umræður um hana. Hann segir áform ríkisstjórnarinnar metnaðarfull, sama á hvaða sviði það er. Það hafi verið lögð áhersla á húsnæðismál en líka fjárfestingar. Það verði áfram áskorun því hagvöxtur hafi farið minnkandi. Þetta jafnvægi þurfi þau í fjármálaráðuneytinu að gæta það og að það verði áfram gert. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þórdís hefur verið fjármálaráðherra frá því í október þegar Bjarni Benediktsson sagði af sér því embætti. Bjarni tók í morgun við lyklum að forsætisráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur. Þórdís afhenti Sigurði starfsmannakort að ráðuneytinu. Hún sagði ekki tilefni til að hafa þessa athöfn langa. Þau væru buin að vinna lengi saman og Sigurður Ingi þekkti vel þær áskoranir sem eru í fjármálaráðuneytinu. Þangað komi nærri öll mál og hlaupabrettið sé hátt stillt. Hún sagði framúrskarandi fólk starfa í ráðuneytinu sem þekki það vel að hlaupa hratt. Þau viti bæði hver verkefnin séu. Það sé til dæmis fjármálaáætlunin. Þórdís segir það alltaf blendnar tilfinningar að skipta um ráðuneyti. Hún hafi verið rétt að byrja í fjármálaráðuneytinu og hafi aðeins verið þar í hálft ár. Hún hafi verið að vinna að fjármálaáætlun og svo hafi verið gerðir kjarasamningar og þeir samþykktir. Svo hafi málefni Grindvíkinga verið áberandi. Hún hafi ætlað sér að vera lengur í ráðuneytinu og hafi viljað það. „En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan“ sagði Þórdís. Hún sagði einnig áríðandi verkefni í utanríkisráðuneytinu og að hún takist á við þau af mikilli ábyrgð. Sigurður Ingi þakkaði Þórdísi fyrir lyklana. Hann sagðist vita að það væri framúrskarandi starfsfólk í ráðuneytinu og að hann hlakkaði til að kljást við verkefnin sem eru í ráðuneytinu. Þetta sé spennandi starf og hann hlakki til áframhaldandi samstarfs. Það sé ekki mikið eftir af kjörtímabilinu en að þau ætli að klára verkefnin á þeim tíma. Sigurður Ingi segir það góða tilfinningu að taka við nýju embætti og nýjum verkefnum. Það þurfi að sýna því auðmýkt þó hann komi ekki alveg nýr að verkefninu. Hann hafi verið í ráðherranefnd um ríkisfjármál frá árinu 2016. Það séu mikilvæg verkefni í ráðuneytinu og hann hlakki til. Sigurður Ingi segir líklegt að fjármálaáætlun verði lögð fram í næstu viku og svo verði umræður um hana. Hann segir áform ríkisstjórnarinnar metnaðarfull, sama á hvaða sviði það er. Það hafi verið lögð áhersla á húsnæðismál en líka fjárfestingar. Það verði áfram áskorun því hagvöxtur hafi farið minnkandi. Þetta jafnvægi þurfi þau í fjármálaráðuneytinu að gæta það og að það verði áfram gert.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59
Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03