Segist vera meiri Barcelona púristi en Xavi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 10:31 Luis Enrique og Xavi Hernandez unnu þrennuna saman með Barcelona vorið 2015. Í kvöld mætast þeir sem þjálfarar. Getty/Alexander Hassenstein Paris Saint-Germain og Barcelona mætast í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Þjálfarar beggja liða þekkja vel Barcelona og hvað félagið stendur fyrir en hvor þeirra en meiri Barcelona púristi? Sumir myndu halda að það væri Xavi, goðsögn hjá félaginu en það eru ekki allir sammála því. Einn af þeim sem er ósammála Luis Enrique sem stýrir einmitt Paris Saint-Germain í dag. Hinn 53 ára gamli Enrique var leikmaður Barcelona í átta ár og hann var þjálfari liðsins í þrjú ár. Undir hans stjórn vann Barcelona þrennuna árið 2015. | Xavi: Luis Enrique saying that he represents Barça s style better than me? That s Luis Enrique for you. We are both looking for the same thing when it comes to our teams. #fcblive pic.twitter.com/AaaxlcKOYm— BarçaTimes (@BarcaTimes) April 9, 2024 Leikurinn í kvöld verður fyrsti leikur Enrique í Barcelona síðan hann yfirgaf Katalóníufélagið árið 2018. „Án nokkurs vafa þá er það ég,“ svaraði Luis Enrique á blaðamannafundi fyrir leikinn aðspurður um það hvort hann eða Xavi rækti meira Barcelona heimspekina í þjálfun sinna liða sem er að halda boltanum, pressa, halda réttum stöðum og sækja. „Skoðið bara tölfræðina, hvað liðin eru mikið með boltann, hvað þau skapa mikið af færum, boltapressuna og titlana. Horfið á það. Þetta er engin skoðun. Tölurnar og staðreyndirnar blasa við. Það þarf ekki að ræða þetta. Aðrir eru kannski annarrar skoðunar en það er engin vafi í mínum huga,“ sagði Luis Enrique. Luis Enrique spilaði við hlið Xavi hjá Barcelona og þjálfaði hann líka seinna. Hann telur þó ekki að það gefi honum forskot fyrir leikina. „Ég þekki Xavi ekki neitt sem þjálfara. Ég þekki hann bara sem leikmann. Ég þekki félagið mjög vel en ekki Xavi sem þjálfara,“ sagði Enrique. „Ég þekki Barcelona virkilega vel og ég þekki leikmenn þeirra en ég veit ekki hvort það sé eitthvað forskot sem fylgir því. Félagið skipti mig miklu máli tilfinningalega vegna þess sem ég upplifði þar. Ég er einnig fagmaður og þarf að hugsa um mitt starf og mitt lið,“ sagði Enrique. Leikur Paris Saint-Germain og Barcelona hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.35. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Sjá meira
Sumir myndu halda að það væri Xavi, goðsögn hjá félaginu en það eru ekki allir sammála því. Einn af þeim sem er ósammála Luis Enrique sem stýrir einmitt Paris Saint-Germain í dag. Hinn 53 ára gamli Enrique var leikmaður Barcelona í átta ár og hann var þjálfari liðsins í þrjú ár. Undir hans stjórn vann Barcelona þrennuna árið 2015. | Xavi: Luis Enrique saying that he represents Barça s style better than me? That s Luis Enrique for you. We are both looking for the same thing when it comes to our teams. #fcblive pic.twitter.com/AaaxlcKOYm— BarçaTimes (@BarcaTimes) April 9, 2024 Leikurinn í kvöld verður fyrsti leikur Enrique í Barcelona síðan hann yfirgaf Katalóníufélagið árið 2018. „Án nokkurs vafa þá er það ég,“ svaraði Luis Enrique á blaðamannafundi fyrir leikinn aðspurður um það hvort hann eða Xavi rækti meira Barcelona heimspekina í þjálfun sinna liða sem er að halda boltanum, pressa, halda réttum stöðum og sækja. „Skoðið bara tölfræðina, hvað liðin eru mikið með boltann, hvað þau skapa mikið af færum, boltapressuna og titlana. Horfið á það. Þetta er engin skoðun. Tölurnar og staðreyndirnar blasa við. Það þarf ekki að ræða þetta. Aðrir eru kannski annarrar skoðunar en það er engin vafi í mínum huga,“ sagði Luis Enrique. Luis Enrique spilaði við hlið Xavi hjá Barcelona og þjálfaði hann líka seinna. Hann telur þó ekki að það gefi honum forskot fyrir leikina. „Ég þekki Xavi ekki neitt sem þjálfara. Ég þekki hann bara sem leikmann. Ég þekki félagið mjög vel en ekki Xavi sem þjálfara,“ sagði Enrique. „Ég þekki Barcelona virkilega vel og ég þekki leikmenn þeirra en ég veit ekki hvort það sé eitthvað forskot sem fylgir því. Félagið skipti mig miklu máli tilfinningalega vegna þess sem ég upplifði þar. Ég er einnig fagmaður og þarf að hugsa um mitt starf og mitt lið,“ sagði Enrique. Leikur Paris Saint-Germain og Barcelona hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.35.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Sjá meira