Mun túlka Springsteen Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2024 08:49 Jeremy Allen White er þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Shameless og The Bear. EPA Bandaríski leikarinn Jeremy Allen White, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bear, mun túlka Bruce Springsteen í væntanlegri kvikmynd um stórsöngvarann. Deadline greindi frá þessu í gær. Fjölmargir hafa verið nefndir í því samhengi að fá hlutverkið en nú liggur fyrir að hinn 33 ára White hafi dregið lengsta stráið. Myndin mun bera nafnið Deliver Me From Nowhere og er litið á framleiðslu hennar sem mikinn feng fyrir 20th Century Studios og nýjan forstjóra framleiðslufyrirtækisins, David Greenbaum. White er einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk Phillip „Lip“ Gallagher í þáttunum Shameless sem framleiddir voru á árunum 2011 til 2021. Í myndinni um Springsteen mun segja frá mótandi tímabili í lífi söngvarans, þar sem hann glímdi við andleg veikindi á sama tíma og hann reyndi að fóta sig sem alheimsstjarna. Á sama tíma samdi hann og tók upp plötuna Nebraska sem kom út árið 1982 og er almennt talin ein af hans bestu. Tökur á myndinni hefjast í haust, en hún verður sýnd í kvikmyndahúsum og síðar í streymisveitu Disney. Bæði Springsteen sjálfur og umboðsmaður hans, Jon Landau, taka virkan þátt í framleiðslu myndarinnar þar sem meðal annars verður að finna tónlist af plötunum The River, Nebraska og Born in the U.S.A. Bíó og sjónvarp Hollywood Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Deadline greindi frá þessu í gær. Fjölmargir hafa verið nefndir í því samhengi að fá hlutverkið en nú liggur fyrir að hinn 33 ára White hafi dregið lengsta stráið. Myndin mun bera nafnið Deliver Me From Nowhere og er litið á framleiðslu hennar sem mikinn feng fyrir 20th Century Studios og nýjan forstjóra framleiðslufyrirtækisins, David Greenbaum. White er einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk Phillip „Lip“ Gallagher í þáttunum Shameless sem framleiddir voru á árunum 2011 til 2021. Í myndinni um Springsteen mun segja frá mótandi tímabili í lífi söngvarans, þar sem hann glímdi við andleg veikindi á sama tíma og hann reyndi að fóta sig sem alheimsstjarna. Á sama tíma samdi hann og tók upp plötuna Nebraska sem kom út árið 1982 og er almennt talin ein af hans bestu. Tökur á myndinni hefjast í haust, en hún verður sýnd í kvikmyndahúsum og síðar í streymisveitu Disney. Bæði Springsteen sjálfur og umboðsmaður hans, Jon Landau, taka virkan þátt í framleiðslu myndarinnar þar sem meðal annars verður að finna tónlist af plötunum The River, Nebraska og Born in the U.S.A.
Bíó og sjónvarp Hollywood Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira