Núverandi staða bjóði upp á stýrivaxtalækkun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. apríl 2024 20:00 Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika í peningastefnunefnd Seðlabankans telur að bankinn eigi að byrja að lækka stýrivexti. Hann tekur fram að ákvörðun hans um að hætta í nefndinni sé alls ótengd því að hann var ósammála síðustu ákvörðunum hennar. Vísir/Sigurjón Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika telur að hagkerfið sé komið á þann stað að Seðlabankinn geti byrjað að lækka stýrivexti. Ákvörðun sín um að hætta í bankanum tengist þó ekki því að hann var ósammála peningastefnunefnd. Honum hafi einfaldlega boðist spennandi starf. Peningastefnunefnd hóf hækkanir á stýrivöxtum á ný fyrir þremur árum en fyrir þann tíma höfðu meginvextir verið 0,75 prósent um nokkurra mánaða skeið. Stýrivextir hækkuðu svo fimmtán sinnum þar til í október í fyrra en hafa síðan þá verið óbreyttir eða 9,25 prósent. Vildi bæði hækka og lækka fyrr Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika í peningastefnunefnd frá árinu 2020 hefur verið nokkuð á skjön við meirihluta nefndarinnar undanfarin ár. Hann vildi til að mynda hækka stýrivexti meira en meirihlutinn á sínum tíma. Þá greiddi hann gegn ákvörðun meirihlutans um að halda vöxtum óbreyttum í febrúar og mars á þessu ári og vildi lækka þá um 0,25 prósent. Gunnar segir núverandi aðstæður bjóða upp á það. „ Ég tel að við séum komin á þann stað í hagkerfinu að það sé óhætt að byrja að lækka vexti. Stýrivaxtatækið er þannig afl að það hreyfist hægt og og því verður mögulega að byrja að lækka vexti fyrr í smáum skrefum en að taka stór skef síðar. Ég virði hins vegar fullkomnlega ákvörðun meirihluta peningastefnunefndar,“ segir Gunnar. Hann segir að það geti haft neikvæð áhrif að hafa stýrivextina óbreytta. „Peningastefnunefnd er að reyna að ná fram ákveðnu jafnvægi með vaxtarstigi. Ef þú gengur of langt í stýrivaxtahækkunum þá getur fjárfesting minnkað. Það getur líka haft þau áhrif að það hægir um of á vinnumarkaði. Þó það séu ekki vísbendingar um það núna. En við höfum sterkar vísbendingar um að einkaneyslan sé á hraðri niðurleið og hagvöxtur er á allt öðrum stað en fyrir nokkrum misserum. Við erum komin á þann stað að það er farið að sjást til lands og hægt að byrja að lækka vexti,“ segir Gunnar. Gagnrýni bæði rétt og röng Verkalýðsforystan hefur gagnrýnt Seðlabankann harðlega fyrir háa stýrivexti undanfarin misseri. Þá sagði Nóbelsverðlaunahafi í samtali við RÚV á dögunum að stýrivaxtahækkanir væru olía á eld verðbólgu. Gunnar segir þetta bæði rétt og rangt. „Ef vaxtarstig er of hátt þá getur fjárfesting í íbúðahúsnæði dregist saman. Það getur svo búið til of mikla spennu í framtíðinni á þeim markaði sem getur þá leitt til meiri verðbólgu. Ef þú hins vegar nærð ekki að hægja á verðbólgu í hagkerfinu getur fólk misst verðskyn. Þeir sem verða verst úti í mikilli verðbólgu eru þeir sem hafa minnst milli handanna. Þetta er því ákveðin jafnvægislist sem Seðlabankinn er stöðugt að eiga við. Þarna er ekkert eitt rétt eða rangt svar,“ segir Gunnar. Gunnar hefur hefur nú beðist lausnar frá embætti sínu í Seðlabankanum og hættir í júní. Hann segir ástæðuna þá að honum hafi fyrir nokkrum vikum boðist starf í Suður-Evrópu. „Það er spennandi starf. Það er mikilvægt að það komi fram að ákvörðun mín um að hætta hefur ekkert með ákvarðanir peningastefnunefndar að gera,“ segir Gunnar að lokum. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Peningastefnunefnd hóf hækkanir á stýrivöxtum á ný fyrir þremur árum en fyrir þann tíma höfðu meginvextir verið 0,75 prósent um nokkurra mánaða skeið. Stýrivextir hækkuðu svo fimmtán sinnum þar til í október í fyrra en hafa síðan þá verið óbreyttir eða 9,25 prósent. Vildi bæði hækka og lækka fyrr Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika í peningastefnunefnd frá árinu 2020 hefur verið nokkuð á skjön við meirihluta nefndarinnar undanfarin ár. Hann vildi til að mynda hækka stýrivexti meira en meirihlutinn á sínum tíma. Þá greiddi hann gegn ákvörðun meirihlutans um að halda vöxtum óbreyttum í febrúar og mars á þessu ári og vildi lækka þá um 0,25 prósent. Gunnar segir núverandi aðstæður bjóða upp á það. „ Ég tel að við séum komin á þann stað í hagkerfinu að það sé óhætt að byrja að lækka vexti. Stýrivaxtatækið er þannig afl að það hreyfist hægt og og því verður mögulega að byrja að lækka vexti fyrr í smáum skrefum en að taka stór skef síðar. Ég virði hins vegar fullkomnlega ákvörðun meirihluta peningastefnunefndar,“ segir Gunnar. Hann segir að það geti haft neikvæð áhrif að hafa stýrivextina óbreytta. „Peningastefnunefnd er að reyna að ná fram ákveðnu jafnvægi með vaxtarstigi. Ef þú gengur of langt í stýrivaxtahækkunum þá getur fjárfesting minnkað. Það getur líka haft þau áhrif að það hægir um of á vinnumarkaði. Þó það séu ekki vísbendingar um það núna. En við höfum sterkar vísbendingar um að einkaneyslan sé á hraðri niðurleið og hagvöxtur er á allt öðrum stað en fyrir nokkrum misserum. Við erum komin á þann stað að það er farið að sjást til lands og hægt að byrja að lækka vexti,“ segir Gunnar. Gagnrýni bæði rétt og röng Verkalýðsforystan hefur gagnrýnt Seðlabankann harðlega fyrir háa stýrivexti undanfarin misseri. Þá sagði Nóbelsverðlaunahafi í samtali við RÚV á dögunum að stýrivaxtahækkanir væru olía á eld verðbólgu. Gunnar segir þetta bæði rétt og rangt. „Ef vaxtarstig er of hátt þá getur fjárfesting í íbúðahúsnæði dregist saman. Það getur svo búið til of mikla spennu í framtíðinni á þeim markaði sem getur þá leitt til meiri verðbólgu. Ef þú hins vegar nærð ekki að hægja á verðbólgu í hagkerfinu getur fólk misst verðskyn. Þeir sem verða verst úti í mikilli verðbólgu eru þeir sem hafa minnst milli handanna. Þetta er því ákveðin jafnvægislist sem Seðlabankinn er stöðugt að eiga við. Þarna er ekkert eitt rétt eða rangt svar,“ segir Gunnar. Gunnar hefur hefur nú beðist lausnar frá embætti sínu í Seðlabankanum og hættir í júní. Hann segir ástæðuna þá að honum hafi fyrir nokkrum vikum boðist starf í Suður-Evrópu. „Það er spennandi starf. Það er mikilvægt að það komi fram að ákvörðun mín um að hætta hefur ekkert með ákvarðanir peningastefnunefndar að gera,“ segir Gunnar að lokum.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira