Katrín með forskot á Baldur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2024 16:36 Sjö efstu frambjóðendurnir samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Vísir/Hjalti Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi og forsætisráðherra er með 33 prósent fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og mótframbjóðandi mælist með 27 prósenta fylgi. Þetta kemur fram í glænýrri könnun um fylgi frambjóðenda í komandi forsetakosningum. Samkvæmt henni mælast Katrín og Baldur hæst: Katrín með 32,9% fylgi, Baldur með 26,7% fylgi. Þar á eftir kemur Jón Gnarr með 19,6% og Halla Tómasdóttir þar á eftir með 7,3%. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, mælist þá með 5,7% fylgi, Arnar Þór Jónsson lögmaður með 3,2% og Steinunn Ólína með 1,9%. Aðrir frambjóðendur ná ekki eins prósenta fylgi. Í þeim hópi er Ástþór Magnússon með 0,6%, Sigríður Hrund Pétursdóttir með 0,5%, Helga Þórisdóttir með 0,4%, Guðmundur Felix Grétarsson með 0,2%. Þetta er nokkur viðsnúningur frá skoðanakönnun sem gerð var 3. apríl síðastliðin af Prósent fyrir stuðningsfólk Baldurs. Þá mældist Baldur með 27% atkvæða og Katrín með 17%. Það ber þó að taka inn í myndina að Katrín var ekki búin að tilkynna framboð sitt á þeim tíma. Könnun Maskínu svöruðu 819 og fór hún fram dagana 5. til 8. apríl. Halla Hrund Logadóttir tilkynnti framboð sitt í gær, þegar langt var liðið á könnunina. Tæpur helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks kysi Katrínu Fram kemur í könnuninni að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er Katrín langvinsælust frambjóðenda. Af þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn myndu 44,2% kjósa Katrínu. 14,8% þeirra kysu Baldur, 19,9% Jón Gnarr, 7,2% Höllu Tómasdóttur og 2,8% Höllu Hrund. Katrín er jafnframt vinsælust frambjóðenda meðal kjósenda Framsóknar. Þar myndi 42,1% kjósa Katrínu, 10,4% Baldur, 11,9% Jón, 12% Höllu Tómasdóttur, og 19,4% Höllu Hrund. Katrín ber höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur meðal kjósenda sinna í VG. Þar mælist hún með 93,1% fylgi. Baldur mælist meðal þeirra með 5,1% og afgangur atkvæða skiptist milli annarra frambjóðenda. Af kjósendum Flokks fólksins myndu 16,5% kjósa Katrínu, 29% kjósa Baldur, 10,2% myndu kjósa Jón, 17,4% myndu kjósa Höllu Tómasdóttur og 5,7% Höllu Hrund. Miðflokksmenn eru einnig hrifnastir af Katrínu, sem fengi 30,9% atkvæða þeirra. Þar á eftir mælist Jón Gnarr með 28%, Baldur með 16,6%, Halla Tómasdóttir með 9,1% og Halla Hrund 3,9%. Katrín og Baldur skipta milli sín atkvæðum Jafnaðarmanna, Katrín með 34,1% og Baldur með 34,9. Jón mælist þar með 15,8%, Halla Tómasdóttir með 4,5% og Halla Hrund 5,1%. Kjósendur Sósíalista eru hrifnastir af Baldri. 40,1% þeirra myndi kjósa hann, 17,2% myndu kjósa Jón og 9,5% Höllu Tómasdóttur. Þá er Katrín langsamlega vinsælust meðal kjósenda Viðreisnar. 39,5% þeirra myndu kjósa hana, 23% Baldur, 21% Jón, 11,7% Höllu Tómasdóttur og 3,1% Höllu Hrund. Kjósendur Pírata eru langsamlegast hrifnir af Baldri, 42,2% þeirra myndu kjósa hann. Þar á eftir kemur Jón með 35,4% og svo Katrín með 12,2%. Höllu Hrund myndu 5,1% kjósenda Pírata kjósa. Fréttin hefur verið uppfærð. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 „Kröftum mínum betur varið þar, að minnsta kosti að sinni“ Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, verður ekki í framboði til forseta lýðveldisins í þeim kosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. 8. apríl 2024 13:47 Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Sjá meira
Þetta kemur fram í glænýrri könnun um fylgi frambjóðenda í komandi forsetakosningum. Samkvæmt henni mælast Katrín og Baldur hæst: Katrín með 32,9% fylgi, Baldur með 26,7% fylgi. Þar á eftir kemur Jón Gnarr með 19,6% og Halla Tómasdóttir þar á eftir með 7,3%. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, mælist þá með 5,7% fylgi, Arnar Þór Jónsson lögmaður með 3,2% og Steinunn Ólína með 1,9%. Aðrir frambjóðendur ná ekki eins prósenta fylgi. Í þeim hópi er Ástþór Magnússon með 0,6%, Sigríður Hrund Pétursdóttir með 0,5%, Helga Þórisdóttir með 0,4%, Guðmundur Felix Grétarsson með 0,2%. Þetta er nokkur viðsnúningur frá skoðanakönnun sem gerð var 3. apríl síðastliðin af Prósent fyrir stuðningsfólk Baldurs. Þá mældist Baldur með 27% atkvæða og Katrín með 17%. Það ber þó að taka inn í myndina að Katrín var ekki búin að tilkynna framboð sitt á þeim tíma. Könnun Maskínu svöruðu 819 og fór hún fram dagana 5. til 8. apríl. Halla Hrund Logadóttir tilkynnti framboð sitt í gær, þegar langt var liðið á könnunina. Tæpur helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks kysi Katrínu Fram kemur í könnuninni að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er Katrín langvinsælust frambjóðenda. Af þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn myndu 44,2% kjósa Katrínu. 14,8% þeirra kysu Baldur, 19,9% Jón Gnarr, 7,2% Höllu Tómasdóttur og 2,8% Höllu Hrund. Katrín er jafnframt vinsælust frambjóðenda meðal kjósenda Framsóknar. Þar myndi 42,1% kjósa Katrínu, 10,4% Baldur, 11,9% Jón, 12% Höllu Tómasdóttur, og 19,4% Höllu Hrund. Katrín ber höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur meðal kjósenda sinna í VG. Þar mælist hún með 93,1% fylgi. Baldur mælist meðal þeirra með 5,1% og afgangur atkvæða skiptist milli annarra frambjóðenda. Af kjósendum Flokks fólksins myndu 16,5% kjósa Katrínu, 29% kjósa Baldur, 10,2% myndu kjósa Jón, 17,4% myndu kjósa Höllu Tómasdóttur og 5,7% Höllu Hrund. Miðflokksmenn eru einnig hrifnastir af Katrínu, sem fengi 30,9% atkvæða þeirra. Þar á eftir mælist Jón Gnarr með 28%, Baldur með 16,6%, Halla Tómasdóttir með 9,1% og Halla Hrund 3,9%. Katrín og Baldur skipta milli sín atkvæðum Jafnaðarmanna, Katrín með 34,1% og Baldur með 34,9. Jón mælist þar með 15,8%, Halla Tómasdóttir með 4,5% og Halla Hrund 5,1%. Kjósendur Sósíalista eru hrifnastir af Baldri. 40,1% þeirra myndi kjósa hann, 17,2% myndu kjósa Jón og 9,5% Höllu Tómasdóttur. Þá er Katrín langsamlega vinsælust meðal kjósenda Viðreisnar. 39,5% þeirra myndu kjósa hana, 23% Baldur, 21% Jón, 11,7% Höllu Tómasdóttur og 3,1% Höllu Hrund. Kjósendur Pírata eru langsamlegast hrifnir af Baldri, 42,2% þeirra myndu kjósa hann. Þar á eftir kemur Jón með 35,4% og svo Katrín með 12,2%. Höllu Hrund myndu 5,1% kjósenda Pírata kjósa. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 „Kröftum mínum betur varið þar, að minnsta kosti að sinni“ Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, verður ekki í framboði til forseta lýðveldisins í þeim kosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. 8. apríl 2024 13:47 Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Sjá meira
Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02
„Kröftum mínum betur varið þar, að minnsta kosti að sinni“ Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, verður ekki í framboði til forseta lýðveldisins í þeim kosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. 8. apríl 2024 13:47
Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08