Telur að ríkisstjórnin lifi þetta ekki af Bjarki Sigurðsson skrifar 8. apríl 2024 15:46 Sigmar Guðmundsson er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, kallar eftir því að Íslendingar kjósi til Alþingis þar sem ríkisstjórnin hafi engan vilja til þess að gera betri hluti fyrir þjóðina. Hann segir atburðarás síðustu daga afar áhugaverða. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Sigmar að loknum þingfundi í dag. Þingfundurinn var einungis þrjár mínútur þar sem forseti Alþingis las upp tilkynningar og sleit að lokum fundi. Sigmar segist taka því fagnandi. „Við gerðum mjög miklar athugasemdir við það að það væru fullt af stjórnarmálum á dagskrá og óundirbúinn fyrirspurnatími með ráðherrum sem enginn veit hvort verði í embætti í þeim ráðuneytum lengur. Þannig við fögnum því að forseti hafi tekið tillit til þess sem stjórnarandstaðan hafði fram að færa og það staðfestir að hér situr starfsstjórn í landinu og hún á ekkert með það að mæla fyrir málum sem við vitum ekki enn hvort er þingmeirihluti fyrir,“ segir Sigmar. Klippa: Kallar eftir kosningum Verði ekki miklar breytingar Hann segir það vera áhugavert að flokkar sem hafa starfað saman í ríkisstjórn í tæp sjö ár taki svo langan tíma til að átta sig á því hvort þeir vilji halda áfram að vinna saman eftir að forsætisráðherra baðst lausnar. „Mér finnst þetta segja okkur að ef þau ná saman þá verði ekki mikil breyting á því sem við höfum orðið vitni af, sem er að eini stöðugleikinn er sá að það er stöðugur óstöðugleiki,“ segir Sigmar. Alltaf sömu vandræðin Hann reiknar með því að erfiðast sé fyrir forystumenn flokkanna að ná lendingu um hvernig eigi að haga ríkisfjármálum og hver stefnan sé í orkumálunum. „Mér finnst líka mjög áhugavert þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar um að það þurfi ná einhverri lendingu í útlendingamálum því þau eru nýbúin að halda blaðamannafund um að það sé komin einhver skýr stefna og sýn í útlendingamálum og hælisleitendamálum. Þannig þau eru bara að vandræðast með nákvæmlega sömu málaflokka og við höfum séð vandræði hjá þeim með allt kjörtímabilið,“ segir Sigmar. Vill kosningar Hann sér ekki fyrir sér að ríkisstjórnin lifi fram á næsta haust. „Ég get ekki séð að það gerist, maður skal samt aldrei fullyrða neitt um það. En við sjáum að erindið er búið og ég held þau viti það alveg sjálf. Það er kannski óttinn við kosningar sem heldur þeim í stólunum heldur en það að það sé knýjandi vilji til þess að þessi stjórn fari að gera einhverja betri hluti. Ég held að þetta sé komið á endastöð og það er komið að því að kjósendur þessa lands gangi að kjörborðinu,“ segir Sigmar. Alþingi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Sigmar að loknum þingfundi í dag. Þingfundurinn var einungis þrjár mínútur þar sem forseti Alþingis las upp tilkynningar og sleit að lokum fundi. Sigmar segist taka því fagnandi. „Við gerðum mjög miklar athugasemdir við það að það væru fullt af stjórnarmálum á dagskrá og óundirbúinn fyrirspurnatími með ráðherrum sem enginn veit hvort verði í embætti í þeim ráðuneytum lengur. Þannig við fögnum því að forseti hafi tekið tillit til þess sem stjórnarandstaðan hafði fram að færa og það staðfestir að hér situr starfsstjórn í landinu og hún á ekkert með það að mæla fyrir málum sem við vitum ekki enn hvort er þingmeirihluti fyrir,“ segir Sigmar. Klippa: Kallar eftir kosningum Verði ekki miklar breytingar Hann segir það vera áhugavert að flokkar sem hafa starfað saman í ríkisstjórn í tæp sjö ár taki svo langan tíma til að átta sig á því hvort þeir vilji halda áfram að vinna saman eftir að forsætisráðherra baðst lausnar. „Mér finnst þetta segja okkur að ef þau ná saman þá verði ekki mikil breyting á því sem við höfum orðið vitni af, sem er að eini stöðugleikinn er sá að það er stöðugur óstöðugleiki,“ segir Sigmar. Alltaf sömu vandræðin Hann reiknar með því að erfiðast sé fyrir forystumenn flokkanna að ná lendingu um hvernig eigi að haga ríkisfjármálum og hver stefnan sé í orkumálunum. „Mér finnst líka mjög áhugavert þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar um að það þurfi ná einhverri lendingu í útlendingamálum því þau eru nýbúin að halda blaðamannafund um að það sé komin einhver skýr stefna og sýn í útlendingamálum og hælisleitendamálum. Þannig þau eru bara að vandræðast með nákvæmlega sömu málaflokka og við höfum séð vandræði hjá þeim með allt kjörtímabilið,“ segir Sigmar. Vill kosningar Hann sér ekki fyrir sér að ríkisstjórnin lifi fram á næsta haust. „Ég get ekki séð að það gerist, maður skal samt aldrei fullyrða neitt um það. En við sjáum að erindið er búið og ég held þau viti það alveg sjálf. Það er kannski óttinn við kosningar sem heldur þeim í stólunum heldur en það að það sé knýjandi vilji til þess að þessi stjórn fari að gera einhverja betri hluti. Ég held að þetta sé komið á endastöð og það er komið að því að kjósendur þessa lands gangi að kjörborðinu,“ segir Sigmar.
Alþingi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira