„Hefðum getað skorað svona sjö mörk” Árni Gísli Magnússon skrifar 7. apríl 2024 16:59 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var virkilega ánægður með spilamennsku sinna manna í dag en svekktur að ná einungis jafntefli þar sem aragrúi dauðafæra fór í súginn. „Mjög ánægður með frammistöðuna og spilamennsku liðsins, vorum frábærir, en á sama tíma virkilega svekktur að leikurinn fór jafntefli því við fengum svo sannarlega færin til að vinna leikinn og hefðum getað skorað svona sjö mörk.” „Þetta er bara fyrsti leikur og við fáum endalaust færum einn á móti markmanni og held einu sinni tveir á móti markmanni og bara boltinn vildi ekki inn, stundum er fótbolti svona. Ég sagði við strákana inni að þeir geta litið á þetta með jákvæðum eða neikvæðum augum, við erum svekktir með úrslitin en frammistaðan var frábær hvort sem við erum að tala um uppspilið, skapa færi, vörnin, við vorum frábærir. Ég man varla eftir færi sem þeir skapa, þeir eiga skot í seinni hálfleik að utan sem fór í slána og markið þeirra kemur upp úr engu. Frammistaðan frábær og ef þetta er það sem koma skal hef ég sko ekki áhyggjur af liðinu.” Mark HK kom eftir klafs í teignum þar sem boltinn skoppar inn í markteig eftir aukaspyrnu. KA heimtaði aukaspyrnu og vildu meina að brotið hefði verið á Kristijan Jajalo, markmanni liðsins. Hvernig sá Hallgrímur þetta atvik? „Boltinn fer einhverja fimm metra upp í loftið og markmaðurinn er að reyna komast að honum, það er mjög erfitt fyrir mig að sjá það, ég treysti því bara að dómarinn hafi haft rétt fyrir sér þannig að ég hef ekkert meira um það að segja.” Hvað getur KA bætt í leik sínum og tekið með sér í næstu umferð? Ég er bara virkilega ánæðgur með spilamennsku liðsins en það er bara að skora mörk. Eins og ég segi, ég veit ekki hversu oft við fáum dauðafæri einir á móti markmanni og markmaðurinn gerði vel og náði að stoppa okkur þannig eina sem ég vil bæta í næsta leik er að ef við náum að skora bara 30 prósent af mörkunum vinnum við leikinn” Viðar Örn Kjartansson spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir KA í dag þegar hann kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Hallgrímur var mjög sáttur með innkomuna. „Já mjög flott, eftir tvær mínútur eða eitthvað vinnur hann stöðuna og setur Svein Margeir í dauðafæri. Hann er bara að komast í gang og virkilega flottur, duglegur, æfir tvisvar á dag og við vitum við þurfum að koma honum skynsamlega inn og hann er meðvitaður um það þannig við erum bara virkilega ánægðir með hann.” Jakob Snær Árnason var fjarverandi í dag vegna meiðsla og verður eitthvað frá. „Ég veit það ekki, hann fékk högg á mjöðmina fyrir löngu síðan og við höfum tvisvar haldið að hann sé að koma til baka en svo komið bakslag þannig ég bara veit ekki hversu langt er í hann en hann er allavega ekki klár í næsta leik.” Íslenski boltinn Besta deild karla KA HK Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Sjá meira
„Mjög ánægður með frammistöðuna og spilamennsku liðsins, vorum frábærir, en á sama tíma virkilega svekktur að leikurinn fór jafntefli því við fengum svo sannarlega færin til að vinna leikinn og hefðum getað skorað svona sjö mörk.” „Þetta er bara fyrsti leikur og við fáum endalaust færum einn á móti markmanni og held einu sinni tveir á móti markmanni og bara boltinn vildi ekki inn, stundum er fótbolti svona. Ég sagði við strákana inni að þeir geta litið á þetta með jákvæðum eða neikvæðum augum, við erum svekktir með úrslitin en frammistaðan var frábær hvort sem við erum að tala um uppspilið, skapa færi, vörnin, við vorum frábærir. Ég man varla eftir færi sem þeir skapa, þeir eiga skot í seinni hálfleik að utan sem fór í slána og markið þeirra kemur upp úr engu. Frammistaðan frábær og ef þetta er það sem koma skal hef ég sko ekki áhyggjur af liðinu.” Mark HK kom eftir klafs í teignum þar sem boltinn skoppar inn í markteig eftir aukaspyrnu. KA heimtaði aukaspyrnu og vildu meina að brotið hefði verið á Kristijan Jajalo, markmanni liðsins. Hvernig sá Hallgrímur þetta atvik? „Boltinn fer einhverja fimm metra upp í loftið og markmaðurinn er að reyna komast að honum, það er mjög erfitt fyrir mig að sjá það, ég treysti því bara að dómarinn hafi haft rétt fyrir sér þannig að ég hef ekkert meira um það að segja.” Hvað getur KA bætt í leik sínum og tekið með sér í næstu umferð? Ég er bara virkilega ánæðgur með spilamennsku liðsins en það er bara að skora mörk. Eins og ég segi, ég veit ekki hversu oft við fáum dauðafæri einir á móti markmanni og markmaðurinn gerði vel og náði að stoppa okkur þannig eina sem ég vil bæta í næsta leik er að ef við náum að skora bara 30 prósent af mörkunum vinnum við leikinn” Viðar Örn Kjartansson spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir KA í dag þegar hann kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Hallgrímur var mjög sáttur með innkomuna. „Já mjög flott, eftir tvær mínútur eða eitthvað vinnur hann stöðuna og setur Svein Margeir í dauðafæri. Hann er bara að komast í gang og virkilega flottur, duglegur, æfir tvisvar á dag og við vitum við þurfum að koma honum skynsamlega inn og hann er meðvitaður um það þannig við erum bara virkilega ánægðir með hann.” Jakob Snær Árnason var fjarverandi í dag vegna meiðsla og verður eitthvað frá. „Ég veit það ekki, hann fékk högg á mjöðmina fyrir löngu síðan og við höfum tvisvar haldið að hann sé að koma til baka en svo komið bakslag þannig ég bara veit ekki hversu langt er í hann en hann er allavega ekki klár í næsta leik.”
Íslenski boltinn Besta deild karla KA HK Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Sjá meira