Innlent

Á­höfn þyrlunnar fann týndan mann á Fimm­vörðu­hálsi

Samúel Karl Ólason skrifar
Áhöfn þyrlunnar fann manninn úr lofti.
Áhöfn þyrlunnar fann manninn úr lofti. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir voru kallaðar út í dag til að leita að týndum göngumanni á Fimmvörðuhálsi í dag. Sveitir frá Hvolsvelli og Hellu voru kallaðar út, auk annarra af Suðurlandi og stóð til að notast við hunda við leitina.

Það var þó áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem kom auga á manninn úr lofti, ekki langt frá Baldvinsskála, samkvæmt Jóni Þór Víglundssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Þá var björgunarsveitarfólk frá Hvolsvelli og Hellu komnar á svæðið og voru aðrar sveitir afboðaðar. Björgunarsveitarfólk fór um á vélsleðum, hjólum og fótgangandi og var leitað á og við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls en bíll mannsins var við upphaf gönguleiðarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×