Lögregla og ráðherrar hunsa mál forvarnasamtaka Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2024 11:43 Þrátt fyrir að hafa verið hunsaður hefur Árni ekki lagt árar í bát. Hann segir að ráðherrar megi ekki komast upp með að hunsa lög þó þeir séu þeim mótfallnir. vísir/vilhelm Þolinmæði Árna Guðmundssonar er á þrotum en honum verður lítt ágengt í baráttu sinni gegn ólöglegum netverslunum sem höndla með áfengi. Árni, sem starfar hjá Háskóla Íslands og er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni til lögreglu í upphafi árs. Hann hafði þá keypt sér rútu af bjór á netinu sem er bannað lögum samkvæmt. En allt kemur fyrir ekki. „Ég hef engin viðbrögð fengið af hálfu lögreglu, hvorki eftir að ég lagði fram kæruna né þegar ég hef leitað svara um daginn við því hvar málið er statt,“ segir Árni í samtali við Vísi. Lögreglan virðast ekki vita hvað hún eigi að gera við kæruna Árni og samtök hans hafa gagnrýnt harðlega þá lögleysu sem viðgengst án nokkurra viðbragða sem eru ólöglegar áfengisauglýsingar og ólögleg áfengissala sem Lögreglustjórinn í Reykjavík lætur afskiptalausa. Fréttin sem Vísir birti 6. janúar vakti mikla athygli en allt kemur fyrir ekki. Árni fær engin viðbrögð. „Okkur blöskrar en við höldum áfram baráttu okkar þar til ólöglegum netverslunum verður lokað. Það er synd að þeim var ekki lokað strax, eins og átti að gera lögum samkvæmt,“ segir Árni. Hann segir málið varðar mikla almannahagsmuni og forvarnarsamtök krefjast svara meðal annars er spurt um ráðherraábyrgð. Um miðjan mars var fundur með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins þar sem bent var á gildandi löggjöf um áfengissölu, sem byggðist á lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Ekkert mál að panta sér áfangi á netinu „Vilji ráðherra til breytinga ryður ekki gildandi lögum frá. Hvorki vilji dómsmálaráðherra né fjármála- og efnahagsráðherra,“ segir Árni. Hann segir ljóst að þeim beri lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Árni hefur fundað með henni, segir hana áhugalausa um málið en henni beri engu að síður að fylgja landslögum.Vísir/Ívar „Krefja má ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.“ Þá bendir hann á að í fréttum um hvaða matvöruverslanir séu opnar á páskadag megi sjá afleiðingar athafnaleysis ráðherra en þar er fjallað um heimsendingu áfengis á páskadag til miðnættis. Slík sala er ólögleg og í andstöðu við einkaleyfi ÁTVR. Samtökin hafa óskað eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdarvaldinu. Lögreglan Alþingi Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Árni, sem starfar hjá Háskóla Íslands og er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni til lögreglu í upphafi árs. Hann hafði þá keypt sér rútu af bjór á netinu sem er bannað lögum samkvæmt. En allt kemur fyrir ekki. „Ég hef engin viðbrögð fengið af hálfu lögreglu, hvorki eftir að ég lagði fram kæruna né þegar ég hef leitað svara um daginn við því hvar málið er statt,“ segir Árni í samtali við Vísi. Lögreglan virðast ekki vita hvað hún eigi að gera við kæruna Árni og samtök hans hafa gagnrýnt harðlega þá lögleysu sem viðgengst án nokkurra viðbragða sem eru ólöglegar áfengisauglýsingar og ólögleg áfengissala sem Lögreglustjórinn í Reykjavík lætur afskiptalausa. Fréttin sem Vísir birti 6. janúar vakti mikla athygli en allt kemur fyrir ekki. Árni fær engin viðbrögð. „Okkur blöskrar en við höldum áfram baráttu okkar þar til ólöglegum netverslunum verður lokað. Það er synd að þeim var ekki lokað strax, eins og átti að gera lögum samkvæmt,“ segir Árni. Hann segir málið varðar mikla almannahagsmuni og forvarnarsamtök krefjast svara meðal annars er spurt um ráðherraábyrgð. Um miðjan mars var fundur með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins þar sem bent var á gildandi löggjöf um áfengissölu, sem byggðist á lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Ekkert mál að panta sér áfangi á netinu „Vilji ráðherra til breytinga ryður ekki gildandi lögum frá. Hvorki vilji dómsmálaráðherra né fjármála- og efnahagsráðherra,“ segir Árni. Hann segir ljóst að þeim beri lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Árni hefur fundað með henni, segir hana áhugalausa um málið en henni beri engu að síður að fylgja landslögum.Vísir/Ívar „Krefja má ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.“ Þá bendir hann á að í fréttum um hvaða matvöruverslanir séu opnar á páskadag megi sjá afleiðingar athafnaleysis ráðherra en þar er fjallað um heimsendingu áfengis á páskadag til miðnættis. Slík sala er ólögleg og í andstöðu við einkaleyfi ÁTVR. Samtökin hafa óskað eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdarvaldinu.
Lögreglan Alþingi Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira