Ferðaóðir Íslendingar þyrpast í ferðalög innanlands sem utan Magnús Jochum Pálsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 27. mars 2024 20:17 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var við umferðareftirlit í Ártúnsbrekkunni síðdegis þegar Íslendingar streymdu út á land. Á Keflavíkurflugvöllur var spennan vegna páskafrísins áþreifanleg. Nú þegar páskarnir eru handan við hornið flykkjast Íslendingar í ferðalög. Á Keflavíkurflugvelli eru öll langtímastæði full þrátt fyrir að 300 hafi bæst við á síðustu dögum. Í Ártúnsbrekkunni síðdegis var stöðugur straumur bíla út á land. Spennan var áþreifanleg á Keflavíkurflugvelli þegar fréttamaður leit við þar í dag og ræddi við ferðalanga á leið út. Þar kenndi ýmissa grasa en flestir voru að sjálfsögðu með páskaeggin í töskunni. Um helgina var greint frá því að langtímastæði Isavia við Keflavíkurflugvöll væru uppbókuð yfir páskana. Ferðalangar voru því hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta: rútur, leigubíla eða strætisvagna. Ekki væri mögulegt að koma á völlinn nema stæði væri bókað fyrir fram. Isavia ákvað að bregðast við ástandinu með því að hraða framkvæmdum á 300 nýjum bílastæðum. Þau voru hins vegar fljót að fyllast og er ekki hægt að fá langtímastæði á Keflavíkurflugvelli fyrr en á laugardaginn. Ekki allir roknir af stað út á land Fréttamaðurinn Margrét Björk kíkti einnig í Ártúnsbrekkuna þar sem lögreglan var við umferðareftirlit. Varðstjóri umferðardeildar býst ekki við miklum umferðartoppum yfir helgina þó umferðin sé töluverð. Er umferðin farin að þyngjast? „Jú, hún er jafnt og þétt að þyngjast úr bænum. Það er samt sem áður töluverð umferð búin að vera í bænum í dag. Þannig það eru ekkert allir að rjúka af stað,“ sagði Lúðvík Kristinsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hvenær búist þið við að umferðin nái hámarki? „Ég held að við sjáum ekkert svakalega toppa um þessa helgi en það eru klárlega margir á faraldsfæti,“ sagði Lúðvík. Hann segir ómögulegt að segja til um hvert fólk stefni helst, það sé allur gangur á því. Aukinn hraðakstur með hækkandi sól Á Facebook-síðu lögreglunnar í dag var greint frá því að um þessar mundir væru margir að kitla pinnann. Lúðvík segir lögregluna finna fyrir auknum hraðakstri á vorin þegar veðrið batnar. „Með hækkandi sól og fallegu veðri vill það fylgja. Ég veit ekki hvort það er samasem milli páskasykuráts og hraðaksturs,“ sagði hann. Þið verðið með aukið eftirlit um helgina ekki satt? „Við verðum með töluvert eftirlit alla helgina og fram yfir helgi,“ sagði Lúðvík. Hver eru helstu skilaboð til ökumanna? „Bara að slaka á og njóta páskanna og páskaeggsins,“ sagði Lúðvík að lokum. Umferð Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Páskar Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Sjá meira
Spennan var áþreifanleg á Keflavíkurflugvelli þegar fréttamaður leit við þar í dag og ræddi við ferðalanga á leið út. Þar kenndi ýmissa grasa en flestir voru að sjálfsögðu með páskaeggin í töskunni. Um helgina var greint frá því að langtímastæði Isavia við Keflavíkurflugvöll væru uppbókuð yfir páskana. Ferðalangar voru því hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta: rútur, leigubíla eða strætisvagna. Ekki væri mögulegt að koma á völlinn nema stæði væri bókað fyrir fram. Isavia ákvað að bregðast við ástandinu með því að hraða framkvæmdum á 300 nýjum bílastæðum. Þau voru hins vegar fljót að fyllast og er ekki hægt að fá langtímastæði á Keflavíkurflugvelli fyrr en á laugardaginn. Ekki allir roknir af stað út á land Fréttamaðurinn Margrét Björk kíkti einnig í Ártúnsbrekkuna þar sem lögreglan var við umferðareftirlit. Varðstjóri umferðardeildar býst ekki við miklum umferðartoppum yfir helgina þó umferðin sé töluverð. Er umferðin farin að þyngjast? „Jú, hún er jafnt og þétt að þyngjast úr bænum. Það er samt sem áður töluverð umferð búin að vera í bænum í dag. Þannig það eru ekkert allir að rjúka af stað,“ sagði Lúðvík Kristinsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hvenær búist þið við að umferðin nái hámarki? „Ég held að við sjáum ekkert svakalega toppa um þessa helgi en það eru klárlega margir á faraldsfæti,“ sagði Lúðvík. Hann segir ómögulegt að segja til um hvert fólk stefni helst, það sé allur gangur á því. Aukinn hraðakstur með hækkandi sól Á Facebook-síðu lögreglunnar í dag var greint frá því að um þessar mundir væru margir að kitla pinnann. Lúðvík segir lögregluna finna fyrir auknum hraðakstri á vorin þegar veðrið batnar. „Með hækkandi sól og fallegu veðri vill það fylgja. Ég veit ekki hvort það er samasem milli páskasykuráts og hraðaksturs,“ sagði hann. Þið verðið með aukið eftirlit um helgina ekki satt? „Við verðum með töluvert eftirlit alla helgina og fram yfir helgi,“ sagði Lúðvík. Hver eru helstu skilaboð til ökumanna? „Bara að slaka á og njóta páskanna og páskaeggsins,“ sagði Lúðvík að lokum.
Umferð Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Páskar Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Sjá meira