Baldur mælist með langmest fylgi Árni Sæberg skrifar 27. mars 2024 14:19 Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor mælist með ríflega helmingsfylgi meðal þeirra sem taka þátt í könnuninni. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson mælist með 37 prósent fylgi í könnun Prósents um hvern frambjóðanda fólk vilji að verði næsti forseti Íslands. Næsti frambjóðandi, Halla Tómasdóttir, mælist með 15 prósent fylgi en 34 prósent svarenda segjast ekki vita hvern þeir vilja í embætti forseta. Könnun Prósents var netkönnun meðal 1950 manna könnunarhóps og var framkvæmd dagana 20. til 27. mars. Svarhlutfall var 51 prósent sem þýðir að tæplega helmingur þeirra sem fengu könnunina senda svaraði ekki. Eftirfarandi spurning var lögð fyrir könnunarhópinn: Eftirfarandi er listi yfir þá 48 einstaklinga sem höfðu stofnað meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð á island.is þann 22. mars 2024. Hvern af eftirfarandi frambjóðendum myndir þú vilja að verði næsti forseti Íslands? Baldur efstur og „veit ekki“ næstur Í fréttatilkynningu um könnunina segir 34 prósent svarenda segist ekki vita hver þau vilji að verði næsti forseti, Baldur Þórhallsson fái 37 prósent fylgi, Halla Tómasdóttir 15 prósent, Arnar Þór Jónsson 5 prósent, Ásdís Rán Gunnarsdóttir 4 prósent, Ástþór Magnússon Wium 2 prósent, Agnieszka Sokolowska 1 prósent, Sigríður Hrund Pétursdóttir 1 prósent og allir aðrir frambjóðendur samanlagt 3 prósent. Prósent Ríflega helmingur þeirra sem taka afstöðu vill Baldur Af þeim sem tóku afstöðu vilja 56 prósent að Baldur Þórhallsson verði næsti forseti Íslands. 23 prósent vilja Höllu Tómasdóttur, 8 prósent vilja Arnar Þór Jónsson, 5 prósent Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, 3 prósent Ástþór Magnússon, 1 prósent Agnieszku Sowlolska, 1 prósent Sigríði Hrund Pétursdóttur og 3 prósent samanlagt völdu aðra frambjóðendur. Prósent Karlar vilja frekar Arnar Þór Í tilkynningu segir að ekki sé mikill munur á milli kynja heilt á litið en marktækur munur sé á viðhorfi karla og kvenna til Arnars Þórs Jónssonar. 7 prósent karla vilji sjá hann sem næsta forseta en 2 prósent kvenna. Prósent Þá segir að Baldur Þórhallsson sæki sitt fylgi helst til 25 til 64 ára en Halla Tómasdóttir sé með mesta fylgið hjá 45 ára og eldri. Flestir eða 55 prósent þeirra sem eru 18 til 24 ára viti ekki hvern þau vilji sem næsta forseta. Prósent Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Könnun Prósents var netkönnun meðal 1950 manna könnunarhóps og var framkvæmd dagana 20. til 27. mars. Svarhlutfall var 51 prósent sem þýðir að tæplega helmingur þeirra sem fengu könnunina senda svaraði ekki. Eftirfarandi spurning var lögð fyrir könnunarhópinn: Eftirfarandi er listi yfir þá 48 einstaklinga sem höfðu stofnað meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð á island.is þann 22. mars 2024. Hvern af eftirfarandi frambjóðendum myndir þú vilja að verði næsti forseti Íslands? Baldur efstur og „veit ekki“ næstur Í fréttatilkynningu um könnunina segir 34 prósent svarenda segist ekki vita hver þau vilji að verði næsti forseti, Baldur Þórhallsson fái 37 prósent fylgi, Halla Tómasdóttir 15 prósent, Arnar Þór Jónsson 5 prósent, Ásdís Rán Gunnarsdóttir 4 prósent, Ástþór Magnússon Wium 2 prósent, Agnieszka Sokolowska 1 prósent, Sigríður Hrund Pétursdóttir 1 prósent og allir aðrir frambjóðendur samanlagt 3 prósent. Prósent Ríflega helmingur þeirra sem taka afstöðu vill Baldur Af þeim sem tóku afstöðu vilja 56 prósent að Baldur Þórhallsson verði næsti forseti Íslands. 23 prósent vilja Höllu Tómasdóttur, 8 prósent vilja Arnar Þór Jónsson, 5 prósent Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, 3 prósent Ástþór Magnússon, 1 prósent Agnieszku Sowlolska, 1 prósent Sigríði Hrund Pétursdóttur og 3 prósent samanlagt völdu aðra frambjóðendur. Prósent Karlar vilja frekar Arnar Þór Í tilkynningu segir að ekki sé mikill munur á milli kynja heilt á litið en marktækur munur sé á viðhorfi karla og kvenna til Arnars Þórs Jónssonar. 7 prósent karla vilji sjá hann sem næsta forseta en 2 prósent kvenna. Prósent Þá segir að Baldur Þórhallsson sæki sitt fylgi helst til 25 til 64 ára en Halla Tómasdóttir sé með mesta fylgið hjá 45 ára og eldri. Flestir eða 55 prósent þeirra sem eru 18 til 24 ára viti ekki hvern þau vilji sem næsta forseta. Prósent
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira