„Mér finnst ég hafa nóg fram að bjóða í þessu liði“ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. mars 2024 22:26 Jóhann Berg svekktur í bakgrunninum þegar Mykhailo Mudryk fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Fyrirliði Íslands Jóhann Berg Guðmundsson segist ekki vera hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir erfitt að kyngja tapinu gegn Úkraínu í kvöld. „Erfitt,“ sagði Jóhann Berg í viðtali við Stefán Árna aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. „Við erum 1-0 yfir og vorum að spila ágætlega þegar við þorðum að spila. Síðan fannst mér við fara of aftarlega og leyfa þeim að hafa boltann.“ Staðan í hálfleik var 1-0 eftir mark Alberts Guðmundssonar á 30. mínútu. Það var viðbúið að úkraínska liðið myndi setja pressu á það íslenska í síðari hálfleiknum sem raungerðist. „Í hálfleik töluðum við um að reyna aðeins að halda betur í boltann. Það tókst á köflum og við sköpuðum okkur þannig séð ekki færi en það voru nokkur skot sem Jón Dagur átti. Við föllum of aftarlega og þeir eru góðir í fóbolta. Það er erfitt að kyngja þessu.“ „Svekkjandi að ná ekki að gera það oftar“ Jóhann Berg sagði úkraínska liðið með góða knattspyrnumenn í sínu liði og að erfitt hafi verið að eiga við liðið þegar það náði upp spili. „Þeir eru góðir að yfirmanna kantana og draga okkur miðjumennina út. Þá er erfitt að eiga við það. Það var mikil hreyfing á þeim og við náðum ekki að pressa þá nógu hátt. Þegar við náðum að pressa þá hátt þá voru þeir í tómu tjóni. Það er svekkjandi að ná ekki að gera það oftar.“ Jóhann Berg er orðinn 33 ára gamall en leikur enn á hæsta stigi knattspyrnunnar á Englandi. Hann sagðist ekki vera hættur með landsliðinu heldur ætti hann nóg að bjóða. „Það kemur í ljós, nei nei. Mér finnst ég hafa nóg fram að bjóða í þessu liði og eiga nokkur ár eftir. Auðvitað er ég búinn að eiga frábæran landsliðsferil. Að spila fyrir þjóð sína er sérstakt. Ég er svo sem ekkert hættur en við auðvitað skoðum bara hvað er í gangi næstu mánuði.“ Viðtalið við Jóhann Berg má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jóhann Berg eftir Úkraínuleikinn EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
„Erfitt,“ sagði Jóhann Berg í viðtali við Stefán Árna aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. „Við erum 1-0 yfir og vorum að spila ágætlega þegar við þorðum að spila. Síðan fannst mér við fara of aftarlega og leyfa þeim að hafa boltann.“ Staðan í hálfleik var 1-0 eftir mark Alberts Guðmundssonar á 30. mínútu. Það var viðbúið að úkraínska liðið myndi setja pressu á það íslenska í síðari hálfleiknum sem raungerðist. „Í hálfleik töluðum við um að reyna aðeins að halda betur í boltann. Það tókst á köflum og við sköpuðum okkur þannig séð ekki færi en það voru nokkur skot sem Jón Dagur átti. Við föllum of aftarlega og þeir eru góðir í fóbolta. Það er erfitt að kyngja þessu.“ „Svekkjandi að ná ekki að gera það oftar“ Jóhann Berg sagði úkraínska liðið með góða knattspyrnumenn í sínu liði og að erfitt hafi verið að eiga við liðið þegar það náði upp spili. „Þeir eru góðir að yfirmanna kantana og draga okkur miðjumennina út. Þá er erfitt að eiga við það. Það var mikil hreyfing á þeim og við náðum ekki að pressa þá nógu hátt. Þegar við náðum að pressa þá hátt þá voru þeir í tómu tjóni. Það er svekkjandi að ná ekki að gera það oftar.“ Jóhann Berg er orðinn 33 ára gamall en leikur enn á hæsta stigi knattspyrnunnar á Englandi. Hann sagðist ekki vera hættur með landsliðinu heldur ætti hann nóg að bjóða. „Það kemur í ljós, nei nei. Mér finnst ég hafa nóg fram að bjóða í þessu liði og eiga nokkur ár eftir. Auðvitað er ég búinn að eiga frábæran landsliðsferil. Að spila fyrir þjóð sína er sérstakt. Ég er svo sem ekkert hættur en við auðvitað skoðum bara hvað er í gangi næstu mánuði.“ Viðtalið við Jóhann Berg má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jóhann Berg eftir Úkraínuleikinn
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira