Pallborðið: Biskup Íslands og staða þjóðkirkjunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2024 11:31 Guðrún Karls Helgudóttir, Elínborg Sturludóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson mæta í Pallborð dagsins. vísir/einar Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag en til umræðu að þessu sinni verða embætti biskups Íslands og málefni Þjóðkirkjunnar. Biskupskjör hefst 11. apríl næstkomandi og gestir Pallborðsins verða þremenningarnir sem tryggðu sér útnefningu þegar tilnefningar fóru fram; Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir. Það er óhætt að segja að það hafi gustað um biskupa Íslands síðustu ár og áratugi. Ólafur Skúlason, sem gengdi embættinu frá 1989 til 1997, var sakaður um fjölda kynferðisbrota og eftirmaður hans, Karl Sigurbjörnsson, harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í málinu og fyrir afstöðu sína til hjónabands samkynhneigðra. Fráfarandi biskup, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur heldur ekki farið varhluta af gagnrýni og ekki síst vegna framgöngu hennar gagnvart prestum og starfsmönnum kirkjunnar. Þá var nú síðast sótt hart að henni þegar skipunartími hennar rann út, eftir að embættið breyttist í hefðbundið starf. Í sumum tilvikum má segja að gagnrýnin hafi verið ósanngjörn en þá hefur líka verið bent á að Agnes sé jú fyrsta konan til að sinna starfinu og að hún hafi verið dugleg við að taka umdeildar ákvarðanir, líkt og að standa með þolendum í kynferðisbrotamálum. En skiptir það mál í dag hvort biskup er kona eða karl? Er deilt um valdsvið biskups og hvert er hlutverk hans innan Þjóðkirkjunnar? Hver er staða kirkjunnar og hvað er hægt að gera til að auka veg hennar og virðingu? Við freistum þess að svara þessum spurningum og fleiri í Pallborðinu klukkan 14. Pallborðið Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Tengdar fréttir Tilnefningar hefjast 7. mars og kosningar 11. apríl Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur tilkynnt forsætisnefnd kirkjuþings ákvörðun sína um að hefja á ný kosningu til embættis biskups Íslands og forsætisnefnd lagt blessun sína yfir fyrirkomulagið. 16. febrúar 2024 11:22 Tilnefningaferlið frestast vegna svarleysis frá forsætisnefnd Ekkert verður af því að hefja endurtekningu tilnefninga í í biskupskjöri klukkan 12 á hádegi í dag, þar sem forsætisnefnd kirkjuþings hefur ekki lagt blessun sína yfir framkvæmdina. 9. febrúar 2024 09:42 Gátu ekki „opnað umslögin“ en taka aftur við tilnefningum á föstudag Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að tilnefningarferlið í fyrirætluðu biskupskjöri, sem hófst 1. febrúar síðastliðinn og lauk á hádegi í gær, sé enn í gangi en að endurtaka þurfi tæknilega framkvæmd þess. 7. febrúar 2024 16:54 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Biskupskjör hefst 11. apríl næstkomandi og gestir Pallborðsins verða þremenningarnir sem tryggðu sér útnefningu þegar tilnefningar fóru fram; Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir. Það er óhætt að segja að það hafi gustað um biskupa Íslands síðustu ár og áratugi. Ólafur Skúlason, sem gengdi embættinu frá 1989 til 1997, var sakaður um fjölda kynferðisbrota og eftirmaður hans, Karl Sigurbjörnsson, harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í málinu og fyrir afstöðu sína til hjónabands samkynhneigðra. Fráfarandi biskup, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur heldur ekki farið varhluta af gagnrýni og ekki síst vegna framgöngu hennar gagnvart prestum og starfsmönnum kirkjunnar. Þá var nú síðast sótt hart að henni þegar skipunartími hennar rann út, eftir að embættið breyttist í hefðbundið starf. Í sumum tilvikum má segja að gagnrýnin hafi verið ósanngjörn en þá hefur líka verið bent á að Agnes sé jú fyrsta konan til að sinna starfinu og að hún hafi verið dugleg við að taka umdeildar ákvarðanir, líkt og að standa með þolendum í kynferðisbrotamálum. En skiptir það mál í dag hvort biskup er kona eða karl? Er deilt um valdsvið biskups og hvert er hlutverk hans innan Þjóðkirkjunnar? Hver er staða kirkjunnar og hvað er hægt að gera til að auka veg hennar og virðingu? Við freistum þess að svara þessum spurningum og fleiri í Pallborðinu klukkan 14.
Pallborðið Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Tengdar fréttir Tilnefningar hefjast 7. mars og kosningar 11. apríl Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur tilkynnt forsætisnefnd kirkjuþings ákvörðun sína um að hefja á ný kosningu til embættis biskups Íslands og forsætisnefnd lagt blessun sína yfir fyrirkomulagið. 16. febrúar 2024 11:22 Tilnefningaferlið frestast vegna svarleysis frá forsætisnefnd Ekkert verður af því að hefja endurtekningu tilnefninga í í biskupskjöri klukkan 12 á hádegi í dag, þar sem forsætisnefnd kirkjuþings hefur ekki lagt blessun sína yfir framkvæmdina. 9. febrúar 2024 09:42 Gátu ekki „opnað umslögin“ en taka aftur við tilnefningum á föstudag Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að tilnefningarferlið í fyrirætluðu biskupskjöri, sem hófst 1. febrúar síðastliðinn og lauk á hádegi í gær, sé enn í gangi en að endurtaka þurfi tæknilega framkvæmd þess. 7. febrúar 2024 16:54 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Tilnefningar hefjast 7. mars og kosningar 11. apríl Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur tilkynnt forsætisnefnd kirkjuþings ákvörðun sína um að hefja á ný kosningu til embættis biskups Íslands og forsætisnefnd lagt blessun sína yfir fyrirkomulagið. 16. febrúar 2024 11:22
Tilnefningaferlið frestast vegna svarleysis frá forsætisnefnd Ekkert verður af því að hefja endurtekningu tilnefninga í í biskupskjöri klukkan 12 á hádegi í dag, þar sem forsætisnefnd kirkjuþings hefur ekki lagt blessun sína yfir framkvæmdina. 9. febrúar 2024 09:42
Gátu ekki „opnað umslögin“ en taka aftur við tilnefningum á föstudag Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að tilnefningarferlið í fyrirætluðu biskupskjöri, sem hófst 1. febrúar síðastliðinn og lauk á hádegi í gær, sé enn í gangi en að endurtaka þurfi tæknilega framkvæmd þess. 7. febrúar 2024 16:54