Gistu tvær nætur í Madríd eftir ferð til Venesúela Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2024 13:32 Flóttamenn frá Venesúela mótmæla brottflutningi við Útlendingastofnun. vísir/vilhelm Kostnaður vegna fylgdar 180 Venesúela til síns heima var rúmar fjórar milljónir króna. Þetta kemur fram í bréfi til Allsherjar- og menntamálanefndar. Útlendingastofnun (ÚTL og embætti ríkislögreglustjóra (RLS), í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustöð Evrópu (Frontex) aðstoðuðu 15. nóvember 2023 alls 180 venesúelska ríkisborgara að snúa aftur til síns heima. Athygli vekur að samkvæmt ferðaáætlun gisti hópurinn tvær nætur í Madríd. Samkvæmt heimildum Vísis var þessi tilhögun höfð til að fá fólk til að leggja í hann. Kostnaður íslenskra stjórnvalda umfram hefðbundin laun starfsmanna voru dagpeningar uppá tvær milljónir króna, áætlunarflug frá Madríd til Keflavíkur sem voru rúmlega 900 þúsund krónur, rútuferðir 15. nóvember sem nam 360 þúsund krónum, flutningur farangurs fyrir farþegar til Keflavíkurflugvallar 14. nóvember 870 þúsund krónur, veitingar á Keflavíkurflugvelli sem voru 17.639 krónur. AF þessum kostnaði, sem var alls 4.108.687 krónur, endurgreiddi Frontex 2,5 milljónir. Fjöldi starfsfólks lögreglu, Útlendingastofnunar og annarra aðila sem fylgdi Venesúelum á leiðarenda var nokkur eða 28 manns. Einn yfirmaður ferðarinnar frá RSL, fjórir lögreglufulltrúar frá RLS, einn lögreglufulltrúi og hjúkrunarfræðingur, einn lögreglufulltrúi og vettvangsliði, einn túlkur, einn upplýsingafulltrúi, tveir starfsmenn ÚTL, einn var frá Frontex auk mannréttindafulltrúa þaðan, fulltrúi flugvélamiðlarans og svo áhöfn vélarinnar sem voru 14 en öll voru þau spænskumælandi. Þann 11. mars hafa 269 ríkisborgarar Venesúela óskað eftir heimferð fyrir þá sem eru staddir hér á landi. Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur til meðferðar 26 verkbeiðnir um flutning í fylgd lögreglu til Venesúela í ár en 800 mál einstaklinga frá Venesúela eru nú til meðferðar hjá Útlendingastofnun og um 500 hjá kærunefnd útlendingamála. Undir þetta rita, fyrir hönd dómsmálaráðherra, þeir Gunnlaugur Geirsson og Arnar Sigurður Hauksson. Venesúela Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þrettán starfsmenn fylgdu um 180 Venesúelabúum heim Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex. 5. desember 2023 23:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Útlendingastofnun (ÚTL og embætti ríkislögreglustjóra (RLS), í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustöð Evrópu (Frontex) aðstoðuðu 15. nóvember 2023 alls 180 venesúelska ríkisborgara að snúa aftur til síns heima. Athygli vekur að samkvæmt ferðaáætlun gisti hópurinn tvær nætur í Madríd. Samkvæmt heimildum Vísis var þessi tilhögun höfð til að fá fólk til að leggja í hann. Kostnaður íslenskra stjórnvalda umfram hefðbundin laun starfsmanna voru dagpeningar uppá tvær milljónir króna, áætlunarflug frá Madríd til Keflavíkur sem voru rúmlega 900 þúsund krónur, rútuferðir 15. nóvember sem nam 360 þúsund krónum, flutningur farangurs fyrir farþegar til Keflavíkurflugvallar 14. nóvember 870 þúsund krónur, veitingar á Keflavíkurflugvelli sem voru 17.639 krónur. AF þessum kostnaði, sem var alls 4.108.687 krónur, endurgreiddi Frontex 2,5 milljónir. Fjöldi starfsfólks lögreglu, Útlendingastofnunar og annarra aðila sem fylgdi Venesúelum á leiðarenda var nokkur eða 28 manns. Einn yfirmaður ferðarinnar frá RSL, fjórir lögreglufulltrúar frá RLS, einn lögreglufulltrúi og hjúkrunarfræðingur, einn lögreglufulltrúi og vettvangsliði, einn túlkur, einn upplýsingafulltrúi, tveir starfsmenn ÚTL, einn var frá Frontex auk mannréttindafulltrúa þaðan, fulltrúi flugvélamiðlarans og svo áhöfn vélarinnar sem voru 14 en öll voru þau spænskumælandi. Þann 11. mars hafa 269 ríkisborgarar Venesúela óskað eftir heimferð fyrir þá sem eru staddir hér á landi. Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur til meðferðar 26 verkbeiðnir um flutning í fylgd lögreglu til Venesúela í ár en 800 mál einstaklinga frá Venesúela eru nú til meðferðar hjá Útlendingastofnun og um 500 hjá kærunefnd útlendingamála. Undir þetta rita, fyrir hönd dómsmálaráðherra, þeir Gunnlaugur Geirsson og Arnar Sigurður Hauksson.
Venesúela Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þrettán starfsmenn fylgdu um 180 Venesúelabúum heim Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex. 5. desember 2023 23:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Þrettán starfsmenn fylgdu um 180 Venesúelabúum heim Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex. 5. desember 2023 23:00