Sparkaði í ólétta konu og réðst á móður hennar Jón Þór Stefánsson skrifar 25. mars 2024 12:13 Önnur konan var ólétt þegar árásin átti sér stað. Getty Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast á tvær konur, mæðgur. Árásirnar áttu sér stað á sama tíma, þann fjórtánda desember 2021. Önnur konan, dóttirin, var þunguð þegar árásin átti sér stað. Jafnframt kemur fram að amma hennar, móðir móðurinnar, hafi átt afmæli daginn sem atburðirnir áttu sér stað. Aðdragandi málsins virðist tengjast fjölskylduerjum. Málið hafi meðal annars snúist um að mæðgurnar hafi ætlað að koma í veg fyrir að maður, bróðir móðurinnar, myndi heimsækja ömmuna á afmælisdaginn þar sem hann væri í uppnámi. Maðurinn sem var ákærður var ásamt móðurbróðurnum. Hann vildi meina að hann hafi verið kominn á vettvang á undan mæðgunum og þegar þær komu hafi þær strax ráðist að honum og reynt að hafa af honum bíllykla. Í frumskýrslu lögreglu var haft eftir konu sem var vitni í málinu, að hún hefði verið á leið heim til sín, en þurft að nema staðar þar sem þremur bílum hafði varið lagt á miðjum vegnum. Hún hafi séð stóran og sterkan mann um þrítugt, með derhúfu, lemja og slá konu og síðan taka hana hálstaki. Síðan hafi tveir menn yfirgefið vettvanginn, hvor á sínum bílnum. Ákærður fyrir að sparka í kvið óléttrar konu Manninum var gefið að sök að rífa í hár dótturinnar, draga hana úr bíl, sparka í kvið og bak hennar á meðan hún lá í jörðinni, bíta í fingur hennar og sparka í bak hennar þannig hún kastaðist harkalega á bílinn. Í ákæru segir að fyrir vikið hafi konan hlotið ýmsa áverka. Hann var einnig ákærður fyrir að hrinda móðurinni tvisvar í jörðina, slá hana með krepptum hnefa í andlitið, taka hana hálstaki þannig að hún lyftist frá jörðu, bíta hana í fingurna. Og fyrir vikið hlaut hún ýmsa áverka. Varðandi fyrri árásina var maðurinn einungis sakfelldur fyrir að sparka í bak dótturinnar þannig að hún kastaðist á bílinn, en lýsingar af árásinni voru að mati dómsins nokkuð óljósar. Hann neitaði sök og vildi meina að um neyðarvörn hefði verið að ræða, en dómurinn féllst ekki á það. Þá kemur fram að ekki liggi fyrir í gögnum málsins að manninum hafi verið kunnugt um að konan væri þunguð, en hún var komin sex vikur á leið. Fyrir dómi sagðist konan telja að maðurinn hefði verið meðvitaður um þungun hennar, en sagðist ekki viss um það. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir seinni árásina eins og henni var lýst í álæru. Maðurinn vildi einnig meina að um neyðarvörn hafi verið að ræða í þeirri atlögu, en dómurinn féllst aftur ekki á það. Í ójafnvægi þegar árásirnar áttu sér stað Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki. Honum var dæmdur hegningarauki vegna skilorðsbundins dóms sem hann hlaut árið 2022 vegna fíkniefna- og umferðarlagabrota. Í dómnum segir að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að samskipti mannsins við móðurina hafi farið úr böndunum og hann verið í „skammvinnu ójafnvægi á verknaðarstundu“. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða dótturinni 150 þúsund krónur og móðurinni 250 þúsund krónur, sem og laun verjanda síns sem hljóða upp á tæpa 1,1 milljón krónur Dómsmál Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira
Önnur konan, dóttirin, var þunguð þegar árásin átti sér stað. Jafnframt kemur fram að amma hennar, móðir móðurinnar, hafi átt afmæli daginn sem atburðirnir áttu sér stað. Aðdragandi málsins virðist tengjast fjölskylduerjum. Málið hafi meðal annars snúist um að mæðgurnar hafi ætlað að koma í veg fyrir að maður, bróðir móðurinnar, myndi heimsækja ömmuna á afmælisdaginn þar sem hann væri í uppnámi. Maðurinn sem var ákærður var ásamt móðurbróðurnum. Hann vildi meina að hann hafi verið kominn á vettvang á undan mæðgunum og þegar þær komu hafi þær strax ráðist að honum og reynt að hafa af honum bíllykla. Í frumskýrslu lögreglu var haft eftir konu sem var vitni í málinu, að hún hefði verið á leið heim til sín, en þurft að nema staðar þar sem þremur bílum hafði varið lagt á miðjum vegnum. Hún hafi séð stóran og sterkan mann um þrítugt, með derhúfu, lemja og slá konu og síðan taka hana hálstaki. Síðan hafi tveir menn yfirgefið vettvanginn, hvor á sínum bílnum. Ákærður fyrir að sparka í kvið óléttrar konu Manninum var gefið að sök að rífa í hár dótturinnar, draga hana úr bíl, sparka í kvið og bak hennar á meðan hún lá í jörðinni, bíta í fingur hennar og sparka í bak hennar þannig hún kastaðist harkalega á bílinn. Í ákæru segir að fyrir vikið hafi konan hlotið ýmsa áverka. Hann var einnig ákærður fyrir að hrinda móðurinni tvisvar í jörðina, slá hana með krepptum hnefa í andlitið, taka hana hálstaki þannig að hún lyftist frá jörðu, bíta hana í fingurna. Og fyrir vikið hlaut hún ýmsa áverka. Varðandi fyrri árásina var maðurinn einungis sakfelldur fyrir að sparka í bak dótturinnar þannig að hún kastaðist á bílinn, en lýsingar af árásinni voru að mati dómsins nokkuð óljósar. Hann neitaði sök og vildi meina að um neyðarvörn hefði verið að ræða, en dómurinn féllst ekki á það. Þá kemur fram að ekki liggi fyrir í gögnum málsins að manninum hafi verið kunnugt um að konan væri þunguð, en hún var komin sex vikur á leið. Fyrir dómi sagðist konan telja að maðurinn hefði verið meðvitaður um þungun hennar, en sagðist ekki viss um það. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir seinni árásina eins og henni var lýst í álæru. Maðurinn vildi einnig meina að um neyðarvörn hafi verið að ræða í þeirri atlögu, en dómurinn féllst aftur ekki á það. Í ójafnvægi þegar árásirnar áttu sér stað Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki. Honum var dæmdur hegningarauki vegna skilorðsbundins dóms sem hann hlaut árið 2022 vegna fíkniefna- og umferðarlagabrota. Í dómnum segir að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að samskipti mannsins við móðurina hafi farið úr böndunum og hann verið í „skammvinnu ójafnvægi á verknaðarstundu“. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða dótturinni 150 þúsund krónur og móðurinni 250 þúsund krónur, sem og laun verjanda síns sem hljóða upp á tæpa 1,1 milljón krónur
Dómsmál Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira