Kæra Ómar til lögreglu og kvarta til siðanefndar og Persónuverndar Árni Sæberg skrifar 25. mars 2024 11:07 Ómar Valdimarsson, til vinstri, birti persónuupplýsingar umbjóðenda sinna og tölvupóstsamskipti við þau. Einar Hugi Bjarnason, til hægri, hefur tekið að sér hagsmunagæslu fyrir hönd fólksins og segir ætla að kæra Ómar fyrir birtinguna. Vísir Ungt par hefur ákveðið að kæra lögmanninn Ómar R. Valdimarsson vegna birtingar hans á viðkvæmum persónuupplýsingum um það á samfélagsmiðlum. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebooksíðu lögmannsstofu sinnar vegna deilu um störf hans í flugbótamáli fólksins. Vísir fjallaði um dóm sem féll 28. febrúar í máli Hrafntinnu Eirar Hermóðsdóttur og Ágústs Leós Björnssonar gegn flugfélaginu Neos vegna ógreiddra flugbóta en parið var þar dæmt til að greiða 350 þúsund króna málskostnað. Í kjölfar umfjöllunar Vísis birti Ómar færslu á Facebooksíðu Flugbóta.is þar sem hann gerði að því skóna að þau Hrafntinna Eir og Ágúst Leó kynnu annað hvort ekki að lesa sér til gagns eða hefðu hreinlega verið að ljúga. Máli sínu til stuðnings birti hann tölvupóstsamskipti sín við umbjóðendur sína opinberlega. Hafi hótað parinu málsókn Parið hefur nú leitað til Einars Huga Bjarnasonar lögmanns, sem gætir hagsmuna þess í deilum við Ómar. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Einar Hugi að í kjölfar viðtals við parið á Vísi hafi Ómar sett sig í samband við þau með töluvpósti og hótað „þeim málsókn dragi þau ummæli sín ekki til baka og á auk þess í hótunum við móður annars umbjóðanda míns.“ Eftir þau samskipti hafi hann „birt færslu á Facebook þar sem hann rekur málið út frá sínum bæjardyrum, talar niður til fyrrum skjólstæðinga sinna og birtir skrifleg samskipti sín við þau ásamt ljósmynd af vegabréfi annars umbjóðanda míns,“ sagði Einar. Facebook færslan hafi núna verið lagfærð og ljósmynd af vegabréfi tekin út. Hins vegar standi eftir skrifleg trúnaðarsamskipti parsins við lögmanninn og þau orð sem hann láti falla í þeirra garð. Láta krók koma á móti bragði Einar Hugi hefur upplýst Vísi um að umbjóðendur hans hafi tekið ákvörðun um að kvarta yfir vinnubrögðum Ómars til Lögmannafélags Íslands og Persónuverndar. Þá hafi þau tekið ákvörðun um að leggja fram kæru til lögreglu vegna birtingar lögmannsins á viðkvæmum persónulegum upplýsingum/gögnum um þau á samfélagsmiðlunum. Lögmennska Lögreglumál Fréttir af flugi Persónuvernd Tengdar fréttir Krafði Ómar um endurgreiðslu eftir að hafa lesið um hann í blöðunum Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson hefur, ásamt lögmannsstofu sinni ESJA Legal, verið dæmdur til að greiða fyrrverandi umbjóðanda sínum 490 þúsund krónur. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu síðastliðinn fimmtudag. 19. mars 2024 10:46 Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. 18. mars 2024 11:25 Heyrðu fyrst frá blaðamanni um dómsmálið og að þau hefðu tapað því Par sem sótti bætur í gegnum flugbaetur.is vissi hvorki að dómur hefði fallið í málinu né að þeim hefði verið dæmt að greiða málskostnað. Formaður lögmannafélagsins segir að slíkt eigi ekki að geta gerst. Ómar R. Valdimarsson sem rekur Flugbætur segir að skjólstæðingar beri ekki kostnaðinn þegar mál fari á þennan veg. 12. mars 2024 08:01 Kröfðust þegar greiddra bóta og fá feitan reikning Ungt par sem höfðaði mál til heimtu staðlaðra skaðabóta frá ítölsku flugfélagi situr uppi með 350 þúsund króna málskostnaðarreikning. Flugfélagið hafði þegar greitt parinu bæturnar og gott betur. 1. mars 2024 21:36 Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. 21. janúar 2023 15:01 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Vísir fjallaði um dóm sem féll 28. febrúar í máli Hrafntinnu Eirar Hermóðsdóttur og Ágústs Leós Björnssonar gegn flugfélaginu Neos vegna ógreiddra flugbóta en parið var þar dæmt til að greiða 350 þúsund króna málskostnað. Í kjölfar umfjöllunar Vísis birti Ómar færslu á Facebooksíðu Flugbóta.is þar sem hann gerði að því skóna að þau Hrafntinna Eir og Ágúst Leó kynnu annað hvort ekki að lesa sér til gagns eða hefðu hreinlega verið að ljúga. Máli sínu til stuðnings birti hann tölvupóstsamskipti sín við umbjóðendur sína opinberlega. Hafi hótað parinu málsókn Parið hefur nú leitað til Einars Huga Bjarnasonar lögmanns, sem gætir hagsmuna þess í deilum við Ómar. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Einar Hugi að í kjölfar viðtals við parið á Vísi hafi Ómar sett sig í samband við þau með töluvpósti og hótað „þeim málsókn dragi þau ummæli sín ekki til baka og á auk þess í hótunum við móður annars umbjóðanda míns.“ Eftir þau samskipti hafi hann „birt færslu á Facebook þar sem hann rekur málið út frá sínum bæjardyrum, talar niður til fyrrum skjólstæðinga sinna og birtir skrifleg samskipti sín við þau ásamt ljósmynd af vegabréfi annars umbjóðanda míns,“ sagði Einar. Facebook færslan hafi núna verið lagfærð og ljósmynd af vegabréfi tekin út. Hins vegar standi eftir skrifleg trúnaðarsamskipti parsins við lögmanninn og þau orð sem hann láti falla í þeirra garð. Láta krók koma á móti bragði Einar Hugi hefur upplýst Vísi um að umbjóðendur hans hafi tekið ákvörðun um að kvarta yfir vinnubrögðum Ómars til Lögmannafélags Íslands og Persónuverndar. Þá hafi þau tekið ákvörðun um að leggja fram kæru til lögreglu vegna birtingar lögmannsins á viðkvæmum persónulegum upplýsingum/gögnum um þau á samfélagsmiðlunum.
Lögmennska Lögreglumál Fréttir af flugi Persónuvernd Tengdar fréttir Krafði Ómar um endurgreiðslu eftir að hafa lesið um hann í blöðunum Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson hefur, ásamt lögmannsstofu sinni ESJA Legal, verið dæmdur til að greiða fyrrverandi umbjóðanda sínum 490 þúsund krónur. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu síðastliðinn fimmtudag. 19. mars 2024 10:46 Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. 18. mars 2024 11:25 Heyrðu fyrst frá blaðamanni um dómsmálið og að þau hefðu tapað því Par sem sótti bætur í gegnum flugbaetur.is vissi hvorki að dómur hefði fallið í málinu né að þeim hefði verið dæmt að greiða málskostnað. Formaður lögmannafélagsins segir að slíkt eigi ekki að geta gerst. Ómar R. Valdimarsson sem rekur Flugbætur segir að skjólstæðingar beri ekki kostnaðinn þegar mál fari á þennan veg. 12. mars 2024 08:01 Kröfðust þegar greiddra bóta og fá feitan reikning Ungt par sem höfðaði mál til heimtu staðlaðra skaðabóta frá ítölsku flugfélagi situr uppi með 350 þúsund króna málskostnaðarreikning. Flugfélagið hafði þegar greitt parinu bæturnar og gott betur. 1. mars 2024 21:36 Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. 21. janúar 2023 15:01 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Krafði Ómar um endurgreiðslu eftir að hafa lesið um hann í blöðunum Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson hefur, ásamt lögmannsstofu sinni ESJA Legal, verið dæmdur til að greiða fyrrverandi umbjóðanda sínum 490 þúsund krónur. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu síðastliðinn fimmtudag. 19. mars 2024 10:46
Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. 18. mars 2024 11:25
Heyrðu fyrst frá blaðamanni um dómsmálið og að þau hefðu tapað því Par sem sótti bætur í gegnum flugbaetur.is vissi hvorki að dómur hefði fallið í málinu né að þeim hefði verið dæmt að greiða málskostnað. Formaður lögmannafélagsins segir að slíkt eigi ekki að geta gerst. Ómar R. Valdimarsson sem rekur Flugbætur segir að skjólstæðingar beri ekki kostnaðinn þegar mál fari á þennan veg. 12. mars 2024 08:01
Kröfðust þegar greiddra bóta og fá feitan reikning Ungt par sem höfðaði mál til heimtu staðlaðra skaðabóta frá ítölsku flugfélagi situr uppi með 350 þúsund króna málskostnaðarreikning. Flugfélagið hafði þegar greitt parinu bæturnar og gott betur. 1. mars 2024 21:36
Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. 21. janúar 2023 15:01