„Vinnubrögðin eru rusl og ykkur til skammar“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 17:56 Andri segir vinnubrögð Viðskiptaráðs vera þeim til skammar. Vísir/Samsett Andri Snær Magnason fer ófögrum orðum um Viðskiptaráð Íslands og segir starfsmenn þess „kosta 130 milljónir til að vinna gegn menningu.“ Hann segir jafnframt peningunum sem fyrirtæki borga til að reka Viðskiptaráð vera betur varið í að styrkja höfunda. Þetta segir hann í samtali við yfirhagfræðing Viðskiptaráðs Íslands á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag. Gunnar birti færslu á miðilinn í gær þar sem hann veltir fyrir sér áformum um hækkun listamannalauna í samráðsgátt. Með færslunni birti hann graf sem sýnir að Ísland sé með ein hæstu opinberu útgjöld til menningarmála á mann í Evrópu. Af umsögnum áform um hækkun listamannalauna í samráðsgátt að dæma mætti halda að línulegt samband sé milli menningarstigs ríkja og beinna niðugreiðslna ríkissjóðs til menningarmála. Ef svo er satt þá finn ég svo innilega til með Spáni, Ítalíu og Portúgal. pic.twitter.com/K77kpCDci3— Gunnar Úlfarsson (@gunnarulfars) March 22, 2024 Andri segir útreikning Gunnars beinlínis rangan en Gunnar er ósammála því. „Þarna eru gögnin eins og þau koma beint af kúnni. Ekkert land ver hærra hlutfalli opinberra útgjalda í mennningarmál, íþróttir og trúmál,“ segir Gunnar og spyr hvort „virkilega sé óhugsandi að málaflokkurinn sé vel fjármagnaður og það megi forgangsraða innan hans?“ Andri Snær segir vinnubrögð Viðskiptaráðs vera forkastanleg og að það hafi „sullað“ saman íþróttum, trúmálum og menningu án nægs rökstuðnings. „Á bak við ykkur standa stærstu fyrirtæki landsins - finnst þeim of mikil menning eða æskulýðsstarf?“ spyr Andri Gunnar. Þið eruð 7 starfsmenn @vidskiptarad og kostið 130 milljónir til að vinna gegn menningu. Launasjóður rithöfunda er 250 milljónir og skiptist á 80 einstaklinga. Fyrirtæki landsins hefðu getað styrkt 40 höfunda sem hefðu skapað þúsundföld verðmæti á við þessar skýrslur ykkar.— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) March 23, 2024 Andri segir framsetningu Viðskiptaráðs á gögnunum setja íþróttir og trúmál undir menningu í viðleitni til að ýkja umfang menningar til þess eins að grafa undan sjálfstæðu listafólki. „Vinnubrögðin eru rusl og ykkur til skammar. Stærstu fyrirtæki landsins eru ekki svona miklir plebbar,“ segir Andri í einni færslunni. Gunnar segir framsetninguna hins vegar leiðrétta fyrir verðlagsáhrifum sem dragi annars úr umfangi útgjaldanna og sýnir graf af vef EUROSTAT sem sýnir að Ísland verji hærra hlutfalli útgjalda til menningarmála en allar Evrópuþjóðir. Hann segir málið vera einfalt. „Þakið lekur og heimilið er rekið á yfirdrætti. Í slíkum aðstæðum myndu engum skynsömum manni detta í hug að rölta niður í Gallerí fold og kaupa sér Kjarval verk.“ Listamannalaun Efnahagsmál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Þetta segir hann í samtali við yfirhagfræðing Viðskiptaráðs Íslands á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag. Gunnar birti færslu á miðilinn í gær þar sem hann veltir fyrir sér áformum um hækkun listamannalauna í samráðsgátt. Með færslunni birti hann graf sem sýnir að Ísland sé með ein hæstu opinberu útgjöld til menningarmála á mann í Evrópu. Af umsögnum áform um hækkun listamannalauna í samráðsgátt að dæma mætti halda að línulegt samband sé milli menningarstigs ríkja og beinna niðugreiðslna ríkissjóðs til menningarmála. Ef svo er satt þá finn ég svo innilega til með Spáni, Ítalíu og Portúgal. pic.twitter.com/K77kpCDci3— Gunnar Úlfarsson (@gunnarulfars) March 22, 2024 Andri segir útreikning Gunnars beinlínis rangan en Gunnar er ósammála því. „Þarna eru gögnin eins og þau koma beint af kúnni. Ekkert land ver hærra hlutfalli opinberra útgjalda í mennningarmál, íþróttir og trúmál,“ segir Gunnar og spyr hvort „virkilega sé óhugsandi að málaflokkurinn sé vel fjármagnaður og það megi forgangsraða innan hans?“ Andri Snær segir vinnubrögð Viðskiptaráðs vera forkastanleg og að það hafi „sullað“ saman íþróttum, trúmálum og menningu án nægs rökstuðnings. „Á bak við ykkur standa stærstu fyrirtæki landsins - finnst þeim of mikil menning eða æskulýðsstarf?“ spyr Andri Gunnar. Þið eruð 7 starfsmenn @vidskiptarad og kostið 130 milljónir til að vinna gegn menningu. Launasjóður rithöfunda er 250 milljónir og skiptist á 80 einstaklinga. Fyrirtæki landsins hefðu getað styrkt 40 höfunda sem hefðu skapað þúsundföld verðmæti á við þessar skýrslur ykkar.— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) March 23, 2024 Andri segir framsetningu Viðskiptaráðs á gögnunum setja íþróttir og trúmál undir menningu í viðleitni til að ýkja umfang menningar til þess eins að grafa undan sjálfstæðu listafólki. „Vinnubrögðin eru rusl og ykkur til skammar. Stærstu fyrirtæki landsins eru ekki svona miklir plebbar,“ segir Andri í einni færslunni. Gunnar segir framsetninguna hins vegar leiðrétta fyrir verðlagsáhrifum sem dragi annars úr umfangi útgjaldanna og sýnir graf af vef EUROSTAT sem sýnir að Ísland verji hærra hlutfalli útgjalda til menningarmála en allar Evrópuþjóðir. Hann segir málið vera einfalt. „Þakið lekur og heimilið er rekið á yfirdrætti. Í slíkum aðstæðum myndu engum skynsömum manni detta í hug að rölta niður í Gallerí fold og kaupa sér Kjarval verk.“
Listamannalaun Efnahagsmál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira